Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Mér finnst táfýla góð

... mér finnst táfýla góð....Whistling

.

 Táfýla

.

da-ra-ra-ra-ra- o-ó

Mér finnst táfýla góð Whistling

.

Táfýla-A

.

Da-ra-ra-ra-ra o-ó

Hárið á mér er bröndótt, veit ekki litinn á þakinu Whistling
Ég er Íslendingur, ekki Grænlendingur... sést það ekki örugglega? Whistling

Da-ra-ra-ra-ra o-ó mjaaaaáá Whistling


Gjörsamlega áhyggjulausir

... Ferguson er bara alveg eins og ég, svo afslappaður yfir þessum látum í kringum Man. City...

Það eru aðrir sem virðast hafa meiri áhyggjur af United heldur en United menn sjálfir... nefnum engin nöfn, en stuðningsmenn Liverpool virðast hafa sérstakan áhuga á þessu máli...

Ferguson og Brattur... gjörsamlega áhyggjulausir félagarnir...

.

LazyDAlpha-745731

.


mbl.is Ferguson hefur engar áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir

Við erum smáir
Við erum fáir
Við elskum kýr og tað
Förum sjaldan í bað
Verðum svo stórir 
Líklega fjórir
áður en við vitum af

.

main.php?g2_view=core

 

.

 


mbl.is Lagður af stað í mikið ferðalag fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haraldur hundur - gáta

... einu sinni var hundur sem hét Haraldur. Honum áskotnaðist beinapoki einn daginn... ef einhver veit ekki hvað beinapoki er, þá er það poki fullur af hundabeinum... ef einhver veit ekki hvað hundabein eru, þá eru það bein af öðrum dýrum en hundum...

... En sem sagt... Haraldur hundur ákvað að grafa beinin í bakgarðinum sínum, eins og hunda er siður... hann flokkaði þau í lala bein, miðlungs bein og góð bein... lala beinin gróf hann dýpst, miðlungsbeinin aðeins ofar og góðu beinin, sem reyndar var bara eitt í pokanum gróf hann efst...

... en af hverju gróf hann góða beinið efst... ???

.

dog_bone

.


Er nauðsynlegt að drepa þá?

... skil ekki af hverju verið er að berjast fyrir því að fá að veiða hvali... það er með engu móti hægt að selja nema lítilsháttar magn af hvalkjöti á innanlandsmarkað... Japansmarkaður er lokaður og hvalkjöt sem sent var til Japans í fyrra að verðmæti eitthvað á annað hundrað milljónir er að skemmast í geymslu þar ytra... Japanskir hvalveiðimenn hafa komið málum þannig fyrir, að ekki er möguleiki að flytja inn hvalkjöt til Japans... punktur...

... ef hvalveiðar eiga að halda áfram við Íslandsstrendur, þá verður bara að gera út á sportið... selja ríku fólki veiðileyfi til að leika sér að drepa þessar skepnur... við komum aldrei til með að selja hvalkjöt að neinum marki...

... viljum við það???

.

subsistence-whale-hunt_2078

.


mbl.is Leggja áherslu á hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sló mig

... tvö atvik úr vinnunni í dag...

Mér var réttur sími í dag, svona þrálaus borðsími, eða hvað maður getur kallað hann. Ég var að brasa eitthvað og greip símann og sagði nafnið mitt, eins og ég svara venjulega í símann.

Ég heyrði óm í manni sem var að selja mér vörur, sem ég panta reglulega í hverri viku... Það er eins og þú sért í Kína sagði ég, það heyrist ekkert í þér. Getur þú ekki talað hærra?

Maðurinn hækkaði róminn, en samt var hann ennþá í Kína. Ég bað hann aftur að tala hærra. Nú greindi ég aðeins hvað hann var að reyna að segja. Hann var nánast farinn að öskra, en samt svo óralangt í burtu að ég náði ekki öllu sem hann var að segja.

Það endaði með því að ég sagðist myndu slíta samtalinu og bað hann að hringja aftur. Þegar ég hafði lagt á leit ég á símtólið og sá að ég hafði snúið því öfugt, var allan tímann að tala í öfugan enda.

.

 paa144000038

.

Nú eftir þetta fór ég að brasa við að koma ruslagrind saman sem ég hafði verið að fá. Svona ruslagrind á hjólum. Þurfti að setja svartan ruslapoka í hana. Til að festa ruslapokann á hringinn efst var teygja. Á teygjunni var einhver plasthringur. Mér tókst að losa teygjuna, en þá spýttist hún framan í mig, og þessi harði plasthringur auðvitað beint  í augað.

Já, svona eru nú sumir dagar... stríðnispúkadagar. En ég er enn á lífi.

Það var heldur ekki góður dagur hjá þessum hérna að neðan.

.

 crap

.


Súperlið framtíðarinnar?

Já, það er hugsanlega hægt að gera súperlið með miklum peningum, en ég held nú að það þurfi alltaf að vera hjarta í hverju liði... menn sem eru kannski ekkert sérlega góðir fótboltamenn, en leggja sig 150% fram í hverjum leik... Man. United hefur verið svo heppið að hafa slíka menn í sínum röðum í gegnum tíðina... nú t.d. Giggs, Scholes, Gary  Neville, Fletcher...

Lið sem er sett saman úr eintómum súperstjörnum... getur jú verið gott... en það eru bara snillingar eins og Alex Ferguson sem geta séð og fundið út hvaða týpur þarf að velja saman til að búa til sigurlið...

.

344w7x1

 


mbl.is Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband