Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hrísey í kvöldsólbaði

Tók þessa mynd í kvöld... tekin úr Víkurskarði og út Eyjafjörðinn...

Litli depillinn í miðjunni er skip sem stefnir á Hrísey... vonandi beygði það nógu snemma...

.

 SkipViðHrísey

.

Og svona leit Goðafoss út í kvöld...

.

 GoðafossUm-Kvöld

.


Sessi

... hvaða áhrif heldur þú að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi á fasteignamarkaðinn...

... veit ekki, kannski hann bara festist í sessi...

... hvað þýðir sessi...

... veit ekki alveg... held það þýði að eitthvað festist á bólakafi í leðju...

... jaaá... jæja, ég verð að rjúka...

... ætlar þú að rjúka... ég hélt að ég ætlaði að rjúka... það ert þú sem átt heima hérna...

... þá átt þú að segja ; takk fyrir kaffið...

... ok - takk fyrir kaffið...

... takk fyrir innlitið og útlitið...

.

 funny-kittens-preview-thumb

.


Hættum hvalveiðum.

Skil ekki af hverju menn eru enn að basla við þessar hvalveiðar. Þetta er atvinnuháttur fortíðar og engin framtíð í því að halda hvalveiðum áfram. Færri og færri íslendingar borða hvalkjöt og Japansmarkaður virðist lokaður, þrátt fyrir einhverja smá sendingu sem fór þangað um daginn af tveggja ára gömlu kjöti.
Miklu nútímalegra er að gera út á hvalaskoðanir.

Hvölum fjölgar náttúrulega ef þeir eru ekki veiddir, en náttúran sér um að jafna leikinn í sjónum eins og annars staðar. Selir eru t.d. ekki veiddir mikið í dag, og ekki hefur þeim fjölgað það mikið að tjón hafi hlotist af. Sumir halda því jafnvel fram að sel hafi fækkað.

Það er bara þegar maðurinn ætlar að grípa inní hringrás náttúrunnar og stjórna stærð hinna ýmsu tegunda sem voðinn er vís.

Hættum hvalveiðum, þær skaða okkur meira en þær gefa okkur.

.

eat-whale

.

 

 


mbl.is Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítur hestur

... vissi ekki að ísbjörn væri svona klókt dýr... skokkar frá ströndinni yfir nokkrar girðingar og síðan þjóðveg 1... beint upp á Hveravelli og breytir sér í hest...

... nú er ég hræddur við hvíta hesta....

.

 arctic%20white%20rears%20small

.


mbl.is Hálendisbjörn trúlega hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legur

Það eru legur í okkur öllum.

Hvernig legur eru í þér??? 

kjána-legur

skemmti-legur

leiðin-legur

fall-legur

góð-legur

druslu-legur

tóm-legur

asna-legur

fer-legur

búsældar-legur

.

800px-Shoes_of_man_lying_on_bench

.

 

 


Banginn við bangsa.

... það er um að gera að vera ekki banginn við bangsa... en eru ísbirnir í Póllandi?... hélt þeir væru bara á norðurpólnum og á Skagaströnd... kannski voru þetta Norður-Pólverjar?

Held að Pólverjarnir hafi bara séð villikött...

.

 

chhinsueckler

.

 


mbl.is Landvörður: Hvergi banginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Port ú gal

Ég er algjörlega Port ú galinn yfir þessum leik... þoli ekki Þjóðverja, þeir eru eitthvað svo sjálfumglaðir alltaf... vona að Ronaldo & Co.skori 2-3 í seinni hálfleik... og léttleikinn vinni stál-færibandaboltann...

.

 c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_ronaldo

.

 

 


mbl.is Þjóðverjar í undanúrslit eftir 3:2-sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr orðaleikur

Jæja, hér kemur þá nýr orðaleikur... nú segi ég ekkert fyrr en kl. 22:00 í kvöld ef rétta svarið verður ekki komið þá.

 GLNUIKSEIBLRK

 

.

question_mark

.


Orðaleikur

Jæja góðir hálsar... hvaða orð er þetta?

ATPTSLPRAEK

Raðið stöfunum rétt, þannig að úr verið orð sem skilst.

.

 question-mark

 

.

 


Tjakkurinn

Þið þekkið söguna um manninn sem var að keyra út á landi. Það sprakk (punkteraði) á bílnum hjá honum. Hann leitaði í bílnum en fann engan tjakk.

Hann ákvað því að ganga á næsta bæ og biðja bóndann að lána sér tjakk. Á leiðinni fór hann að hugsa.

.

Old-Farmer-717332

.

"Þetta er örugglega einhver afdankaður bóndi sem býr þarna, skapvondur og vitlaus. Ætli hann vilji nokkuð lána mér tjakkinn sinn"?
Á leiðinni að bænum hélt hann áfram að hugsa á sömu lund. Þessum bónda rugludalli er ábyggilega ekkert um það gefið að fá ókunnuga heim á hlað. Hann verður ábyggilega bara pirraður út í mig og neitar að lána mér tjakk.

Á þessum nótum hugsaði okkar maður stöðugt. Hann var orðinn öskuillur þegar hann bankaði á dyrnar á bænum. Þegar saklaus bóndinn kom til dyranna,  öskraði vinurinn áður en bóndinn gat sagt eitt einasta orð.

"Eigðu þennan helv... tjakk þinn bara sjálfur...

.

angry_man

 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband