Hættum hvalveiðum.

Skil ekki af hverju menn eru enn að basla við þessar hvalveiðar. Þetta er atvinnuháttur fortíðar og engin framtíð í því að halda hvalveiðum áfram. Færri og færri íslendingar borða hvalkjöt og Japansmarkaður virðist lokaður, þrátt fyrir einhverja smá sendingu sem fór þangað um daginn af tveggja ára gömlu kjöti.
Miklu nútímalegra er að gera út á hvalaskoðanir.

Hvölum fjölgar náttúrulega ef þeir eru ekki veiddir, en náttúran sér um að jafna leikinn í sjónum eins og annars staðar. Selir eru t.d. ekki veiddir mikið í dag, og ekki hefur þeim fjölgað það mikið að tjón hafi hlotist af. Sumir halda því jafnvel fram að sel hafi fækkað.

Það er bara þegar maðurinn ætlar að grípa inní hringrás náttúrunnar og stjórna stærð hinna ýmsu tegunda sem voðinn er vís.

Hættum hvalveiðum, þær skaða okkur meira en þær gefa okkur.

.

eat-whale

.

 

 


mbl.is Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lát hvalræði mitt til friðz, takk!

Steingrímur Helgason, 21.6.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Brattur

... Steingrímur... eru Goða pylsur bara ekki svipaðar og hvalkjöt... hmm...

Brattur, 21.6.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Látum öll dýr heimsins í friði og gertumst grænmetisætur (NOT)

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Gulli litli

Hvalir eru veiddir til að gæta jafnræðis. Það á að veiða allt og lítið af öllu. Vegna þess að selir og hvalir hafa ekki verið veiddir undanfarin ár, eru þessar tegundir á góðri leið með að verða plága......Ég endurtek; veiða allt og lítið af öllu!

Gulli litli, 21.6.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband