Færsluflokkur: Enski boltinn

Allt að koma

Þetta var góður leikur hjá mínum mönnum, sérstaklega var gaman að sjá flott samspil í seinni hálfleik. Markið hjá Berbatov var með glæsilegri mörkum og kappinn sá virðist vera í fanta formi.

Skil samt ekki ennþá vin minn Sir Alex að hafa John O´Shea í hægri bakvarðastöðunni. Hlakka til að sjá Rafael spila í hans stað. Það er miklu meiri sóknarþungi og hraði sem kemur með honum.

Chris Smalling kom inn á í sínum fyrsta leik. Ekki var hægt að dæma getu hans þær mínútur sem hann var inn á... virtist nokkuð óöruggur og ekki nema von.

Annars er það miðjan sem veldur manni pínulitlum áhyggjum... Hargreaves er örugglega alveg út ú myndinni. Stefan Defour, ungur belgískur miðjumaður hefur verið orðaður við United (eins og svo margir aðrir) en félagaglugginn lokar núna um mánaðarmótin og ekki líklegt að United kaupi nýjan leikmann fyrir þann tíma. Michael Carrick verður nú að standa upp og sína fulla getu. Hann á mikið inni og er feikilega góður leikmaður þegar hann er í formi.

W.B.A. á að leika í dag kl. 14:00 fallbaráttuleik. Vonandi standa þeir sig vel. Hef alltaf haft taugar til þeirra.
.

Nani and Rooney: Scorers on Saturday

.

Tókuð þið eftir að ég minntist ekkert á Liverpool í þessari færslu ?


mbl.is Ferguson: Rooney fullur af orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æææææææææææ

Það fór eins og ég óttaðist... Liverpool tapaði æææææææææææææææææææææææææ

Þeir eru nú einu sæti frá fallsæti eða í 17. sæti. Vek sérstaka athygli á að Fulham er í 14. sæti.

Sumir gætu haldið að það hlakkaði í mér yfir óförum Liverpool. Verð að viðurkenna að það er smá púki í mér sem hlær og hlær... er eiginlega að springa úr hlátri... en ég leyfi honum ekki að ná yfirhöndinni... en úpps.... kom púkaskrattinn ekki aftur og náði yfirhöndinni og hann liggur nú á gólfinu við fætur mína og emjar...
.

Red_Devil

.

Verð að ljúka þessu núna meðan ég slæst við púkann. 


mbl.is Tévez með tvö mörk í 3:0 sigri City á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppnir

Óheppnir mínir menn að vinna ekki í dag en það verður bara að segja um Fulham að þeir voru bara erfiðir og nokkuð góðir á köflum.

Spái því að Fulham verði t.d. fyrir ofan Liverpool á töflunni í vor.

Annars er þessi leikur að baki, þýðir ekkert að snökta lengur yfir töpuðum 2 stigum og það er nú bara ágúst ennþá.

Vona bara að Man. City vinni sinn leik annað kvöld. Hef alltaf haldið svolítið með þeim Smile
.

 cd_youllneverwalkalone_2008_2

.


mbl.is Hangeland skúrkur og hetja gegn Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef áhyggjur af Liverpool

Það er fínt að eiga Rio inni þegar líður að jólum.

Við Ferguson höfum ekkert sérstakar áhyggjur af þessu, það er annað sem liggur frekar þungt á okkur.

Áður en lengra er haldið þá vil ég segja það að ég ætlaði ekkert að minnast á Liverpool í þessari færslu. En einhverra hluta vegna er mér það erfitt.

Þeir voru víst að spila í gærkvöldið og unnu eitthvert lið sem heitir Trabant eða eitthvað svoleiðis. Í hvaða keppni það er nú veit ég ekki.

Ég sé líka að Liverpool er sem stendur í 10. sæti í ensku deildinni en það eru nú bara kunnuglegar slóðir.

Þá á Liverpool að spila á útivelli á mánudagskvöldið við Man. City. Er hræddur um að eftir þann leik verði þeir komnir í fallhættu.

Ég hef áhyggjur af þessu, verð að segja það.
.

fergie-owen-415x316

.


mbl.is Ferdinand ekki klár fyrr en eftir sex vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun hjá okkur.

Mjög léttur leikur hjá United. Það er himinn og haf á milli Man. United og Newcastle United.

Það sem gladdi augað sérstaklega var að sjá Berbatov skora og Giggs með frábært mark í eftirrétt.
Tók´ann á lofti eftir sendingu frá Scholes... ég hefði ekki gert þetta betur.

Leikmenn Newcastle ætla að safna skeggi þar til fyrsti sigurinn vinnst. Með svona leik verða þeir komnir með skegg niður á nafla um jólin.

United komið með 3 stig og hafa þegar stungið Liverpool af. Ég er reyndar hálfgerður púllari í mér... held alltaf á haustinn að Liverpool muni blanda sér í baráttuna en sé eftir fyrstu umferð að þeir eru bara svona Fulham/Blackburn lið.
Sé ekki nein lið sem koma til með að veita M.United og Chelsea einhverja keppni í vetur... sorrý vinir mínir í Liverpool... en ekki vera súrir, þetta er nú bara fótbolti.

.

.


mbl.is Öruggur sigur Man. Utd á Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Liverpool

Óska Liverpoolurum öllum til hamingju með fyrsta stigið.

Markið hjá Reina var sérlega glæsilegt.

Ætli það sé búið að losa kallinn úr netmöskvunum ?

.

 Liverpool keeper Pepe Reina (left) spills the ball into his own net

.


mbl.is Pepe Reina tryggði Arsenal eitt stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man. United verða óstöðvandi í vetur

Jæja, þá fer vertíðin að byrja og ekki laust við að maður sé bara verulega bjartsýnn á að mínir menn verði öflugir í vetur.

Sir-inn hefur reyndar ekki verið að kaupa neinar stórstjörnur, enda þarf hann þess ekki... hann bara býr þær til.

Það er fullt af ungum mönnum sem eru einu ári eldri en í fyrra eins og Gibson, Macheda, Danny Welbeck og Mame Diouf... þessir eiga eflaust eftir að vekja athygli í vetur.

Þá virðist Javier Hernandez vera öflugur... gaman að fylgjast með hvernig honum vegnar... um Chris Smalling veit ég lítið sem ekkert en hlakka til að sjá til hans.

Síðan erum við náttúrulega með fallbyssurnar;

Rooney, Brebatov, Owen, Nani, Valencia, Fletcher, Carrick, Park, Vidic, Evra, Ferdinand... og gömlu brýnin; Giggs, Scholes og Neville.

Gleymum svo ekki brasilísku tvíburunum, Fabio da Silva og Rafael da Silva... algjörar hraðlestir...

Þá hef ég enn ekki nefnt harðjaxlana Wes Brown og John O´Shea

Þetta er skuggaleg upptalning... ég á von á léttu og skemmtilegu United liði í vetur... við tökum deildina með stæl og byrjum á að vinna Chelsea á sunnudaginn...

Sendi að lokum baráttukveðjur til vina minna sem styðja Liverpool... verið vongóðir félagar... a.m.k. fram að jólum.
.

 

.

 


mbl.is Park með tvennu í stórsigri Man. Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakna Benna

Ég á eftir að sakna hans.

.

 Laughing

.
.

 laughing

.
.

funny-animals-01-laughing-horse 

 

.
.

 laughing-orangutang

.
.

laughing%20dog

.


mbl.is Benítez er farinn frá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

A la United

Þetta var frábær sigur a la United. Að skora á síðustu stundu og halda manni í spennu til síðustu sekúndu... við sem erum stuðningsmenn vitum að okkar menn gefast aldrei upp...

Nú verður framhaldið svona:

Chelsea tapar fyrir Tottenham á eftir þá verður bara eins stigs munur á liðunum.

Chelsea vinnur Stoke í næstu umferð EN tapar svo í næstsíðustu umferð gegn LIVERPOOL !!!
Vinnur svo Wigan í síðustu umferð og endar með 83 stig.

United vinnur svo þrjá síðustu leikina gegn Tottenham, Sunderland og Stoke og endar með 85 stig og verður meistari í 19 sinn sem er met.

LIVERPOOL er rosalega gott lið og ég myndi kaupa liðið strax ef ég fengi einhverstaðar kúlulán.
Þeir mega a.m.k. vita það Benitez, Axel, Gunni Nella, Rúnar og Guðjón Ármanns að ég stend með þeim þessa dagana.
.

Scholes: Signs new contract

.


mbl.is Scholes tryggði United dramatískan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sörinn og ég

Aldrei þessu vant má segja að United sé underdogs í þessum slag... mínir menn hafa verið að hiksta verulega í síðustu leikjum meðan City hefur verið á flugi.

Einn af heimilisköttunum heitir Tevez og var skírður í höfuðið á hinum eina sanna Carlos Tevez sem þá lék með okkur en fór illu heilli yfir til City... sé alltaf eftir honum... frábær leikmaður....

Það eru 4 stig í Chelsea sem eiga að leika við Tottenham í dag... það er ansi langsótt að United hafi möguleika á titlinum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir... en við gefumst aldrei upp...

Heyrði aðeins í Sir Alex í morgun eins og venjulega fyrir leiki... hann var nokkuð slakur enda allt að vinna og engu að tapa í leiknum á eftir...

How is Alexandra ? spurði sörinn... en við eigum einmitt læðu hérna á heimilinu sem heitir í höfuðið á Sir Alex... hann eiginlega lítur á hana sem barnabarnið sitt...

Alexandra is fine... svaraði ég og svo spurði hann um eldgosið og bar Eyjafjallajökull bara nokkuð vel fram af Skota að vera... ég sagðí honum líka að Þorgerður Katrín væri búin að segja af sér en það kom honun ekkert á óvart... now you´re cleaning up... that´s good... sagði Sir Alex...

Svo heyrði ég að Giggsinn kallaði í hann... Sir are you going with us ???

Well Brattur my brave... I have to go... have a nice weekend and be happy as usual... we only live once... svo hló hann sínum diddlandi hlátri og var rokinn.
.

 Sir Alex Ferguson (left) and Roberto Mancini

.

 


mbl.is Stórleikir í úrvalsdeildinni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband