Færsluflokkur: Enski boltinn

Áfram Liverpool !

Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en nú segi ég það.

ÁFRAM LIVERPOOL !

Þann 1. maí mun Chelsea spila á Anfield. Þetta er leikurinn sem skiptir öllu máli á leiktíðinni.

Liverpool vinnur þennan leik sem verður til þess að Manchester United verður Englandsmeistari í 19 . sinn. United hefur þá unnið deildina einu sinni oftar en Liverpool.

Liverpool þarf á sigri að halda í þessum leik til að ná hinu mikilvæga 4. sæti, Evrópusætinu.

Með hjálp Liverpool okkar ágætu granna verðum við meistarar í vor.

Snúið en dásamlegt.
.

 manchester_united_treble_trophies_premier_cup

.

 


mbl.is Ancelotti: Ekki gott að United féll úr Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea ekkert vandamál.

Gary Neville er járnkarl og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

VIÐ tökum Chelsea á morgun, ekki nokkur spurning með eða án Rooney. Svo þegar þau 3 stig verða komin í höfn... þá er deildin búin.
.

 Neville: Says United must cope without Rooney

.


mbl.is Neville: Getum ekki notað fjarveru Rooney sem afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannfærandi.

Mjög sætur sigur og aldrei í hættu.

Það er greinilega ekkert lið sem stoppar United í dag.

Sendi þeim félögum og vinum sem styðja Liverpool góðar kveðjur... en segi ekkert meira að svo stöddu.
Maður á ekki að sparka í liggjandi menn.
.

 

.
Það var sko hvorki hnoð né hark
Þegar hann Ji-sung Park
Skallaði í mark


mbl.is United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á beinu brautinni.

Ætli United sé ekki bara að hrökkva í gang... hafa ekki verið að spila sérlega vel í vetur en eru samt í 2. sæti. Eiga enn mikið inni finnst mér.

Sá ekki allan leikinn þar sem ég horfði líka á Frakkland - Króatía, en sá þó nóg af fótboltaleiknum til að sjá að United var betri aðilinn og verðskuldaði öruggan sigur, spiluðu mjög vel í dag.

Nani kom á óvart og átti sinn besta leik með United hingað til, a.m.k. af þeim sem ég hef séð.

Fullkominn íþróttadagur, Ísland með bronsið í handboltanum og svo þessi góði sigur United á Arsenal.

.


naniflipping
.

 


mbl.is United hafði betur á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri en Gerrard !

Svo eru sumir alltaf að tala um Steven Gerrard... mér finnst Fletcher standa honum framar á flestum sviðum.

Fletcher er sívinnandi og algjör nagli í návígum. Er útsjónasamur og dreifir spilinu vel. Hann er einn albesti miðjumaður í ensku deildinni í dag.

Gerrard lítur ósköp venjulega út við hlið Fletchers.

Og þvílíkt mark hjá Fletcher á móti Everton.... vááááááááááááááá...............

.

Darren_Fletcher_857054

.


mbl.is Stórglæsilegt mark hjá Fletcher (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ

Torres enn meiddur... æ, æ... þetta hlýtur að fara að lagast. Hann sýnist a.m.k. nokkuð hress á þessari mynd sem tekin var seinnipartinn.
.

 liverpool

.


mbl.is Liverpool endurheimtir þrjá úr meiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í steik

Það var snilldarleikur hjá Ferguson að tapa viljandi fyrir Liverpool um daginn... framlengdi þar með dvöl Benítez hjá Liverpool og tryggði að þeir yrðu engin ógn hvorki í ensku deildinni né í meistaradeildinni...

Auðvitað finnst manni þetta hálf leiðinlegt að Liverpool skulu nú vera úr leik í öllum keppnum.

Ég meina það !
.

laughing1

.


mbl.is Liverpool í vondum málum - Arsenal stendur vel að vígi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er tapsár !

Jæja... við töpuðum 2-0... ég er svekktur og reiður og pirraður... út í dómarann...

Meira seinna.

.

angry_cow
.


mbl.is Sanngjarn sigur Liverpool á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundboltinn

Þó markið hafi verið ansi skondið þá finn ég nú til með Callum Campell greyinu.

Það er ekki gaman að vera stuðningsmaður fótboltaliðs og eiga beinan þátt í því að liðið manns tapi.

Vona að stuðningsmenn Liverpool fyrirgefi honum... eins og ég hef þegar gert. 

En nú styttist í leikinn á Anfield... verður örugglega boðið upp á blóð, svita og tár og kannski einhver mörk.

.

red_ball-300x300

.


mbl.is Strandboltastrákurinn: Þetta er mín versta martröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður léttur leikur hjá United.

Já, það verður fróðlegt að sjá móttökurnar sem Owen fær á Anfield á morgun. Hann var dáður hér áður fyrr af stuðningsmönnum Liverpool og ég veit að innst inni þá þykir þeim vænt um hann, a.m.k. þeir íslensku Liverpoolarar sem ég þekki.

Veit um einn sem verður á Anfield á morgun... held reyndar að sá góði drengur sé skýrður í höfuðið á Sir Alex... Axel heitir sá góði drengur.

Ég sendi honum hlýjar kveðjur og vona að hann skemmti sér vel á leiknum.

En miðað við það að allt er nánast í rjúkandi rúst hjá Liverpool þessa dagana... töp á töp ofan og Benni stjóri í tómu bulli... þá reikna ég með öruggum sigri minna manna...

Mín spá Liverpool 1 - Man. United 4  og Gary Neville með 2.
.

_44554886_neville_pa300

,


mbl.is Alex Ferguson: Owen mun ekkert láta trufla sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband