Betri en Gerrard !

Svo eru sumir alltaf að tala um Steven Gerrard... mér finnst Fletcher standa honum framar á flestum sviðum.

Fletcher er sívinnandi og algjör nagli í návígum. Er útsjónasamur og dreifir spilinu vel. Hann er einn albesti miðjumaður í ensku deildinni í dag.

Gerrard lítur ósköp venjulega út við hlið Fletchers.

Og þvílíkt mark hjá Fletcher á móti Everton.... vááááááááááááááá...............

.

Darren_Fletcher_857054

.


mbl.is Stórglæsilegt mark hjá Fletcher (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, sammála. Myndi ekki vilja skipta.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Berðu saman árangurinn s.l. ár og það sem af er þessu ári:

Gerrard:
2006/2007 ... 7 mörk og 8 stoðarar á 3072 mín.  439 mín milli marka.
2007/2008 ... 11 mörk og 11 stoðarar á 2840 mín. 258 mín. milli marka.
2008/2009 ... 16 mörk og 10 stoðarar á 2623 mín. 163 mín. milli marka.
2009/2010 ... 4 mörk og 5 stoðarar á 828 mín. 207 mín milli marka.

Fletcher:
2006/2007 ... 3 mörk og 1 stoðari á 1430 mín. 476 mín. milli marka.
2007/2008 ... 0 mörk og 2 stoðarar á 653 mín.
2008/2009 ... 3 mörk og 0 stoðarar á 2052 mín. 684 mín. milli marka.
2009/2010 ... 3 mörk og 1 stoðari á 790 mín. 263 mín milli marka.

Þegar horft er á þessar tölur er það hreinn og beinn kjánaskapur að kasta fram fullyrðingum eins og "myndi ekki vilja skipta". Öll lið í heiminum vildu frekar hafa Gerrard innanborðs en Fletcher.
Að bera saman þessa tvo leikmenn er útúr kú, slíkir eru yfirburðir bítlaborgarleikmannsins. Sérstaklega í ljósi þess að hann hefur spilað fjölda leikja á hálfu gasi vegna meiðsla.

Páll Geir Bjarnason, 22.11.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...en markið hjá Fletcher var vissulega flott.

Páll Geir Bjarnason, 22.11.2009 kl. 13:16

4 identicon

Það vill nú loða við flesta þá sem halda með Man Utd er að þeir vita allt um Man Utd en ekki baun um knattspyrnu.  Fletcher kemst ekki með stóru tána þar sem Gerrard er með hælana.  Það hefur nánast verið spurning á hverju ári, hvort að Fletcher kæmist í lið Man Utd ef hann væri frá öðru landi.

Viðar (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 13:53

5 identicon

Sé enga ástæðu til að bera þessa leikmenn saman. Fletcher er baráttuhundur sem hleypur úr sér lungun á miðjunni að djöflast í mönnum meðan Gerrard hefur þróast í sóknarsinnaðan miðjumann á seinni árum sem spilar fyrir aftan framherjann.

Það má heldur ekki gleyma því að Fletcher hefur komið langan veg á þann stað sem hann er í dag. Það vildu flest allir United menn losna við kauða fyrir svona 3-4 árum, Hemmi Gunn var m.a. yfirlýsingaglaður og líkti honum við maraþonhlaupara fremur en fótboltamann. En Ferguson hélt sig við hann og það hefur skilað sér í ótrulegum framförum.

Ef menn bera saman tölfræði Fletcher og Gerrard þá er sá síðarnefndi án efa með betri tölur. En Fletcher má þó eiga það að hann á mun stærra medalíu-og bikarsafn...

...og fyrst að menn eru að tala um að spila á hálfu gasi þá má það koma fram að Fletcher frestaði aðgerð fram á sumar til að missa ekki af leikjum United í vetur. Hann er sprautaður í ökklann fyrir hvern einasta leik.

Krummi (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 13:55

6 Smámynd: Brattur

Tölfræðin lýgur ekki... Fletcher hefur orðið Englandsmeistari mun oftar en Gerrard

Brattur, 22.11.2009 kl. 14:20

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

BRATTUR.. það er eins gott að Hemmi Gunn lesi ekki þennan ruslpóst...... hann hatar Fletcher :D

Óskar Þorkelsson, 22.11.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Jú, Fletcher á stærra bikarsafn. En tölfræðin sýnir nú hversu mikinn þátt hann á í því safni. Nánast núll og nix.

Páll Geir Bjarnason, 22.11.2009 kl. 15:06

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég held að ég sé betri en þeir báðir..

Hjörtur Herbertsson, 22.11.2009 kl. 15:54

10 identicon

Það er ekki samasemmerki á milli þess að vera góður leikmaður og skora mikið af mörkum, en vissulega er Steven Gerrad betri en Darren Fletcher.

Hreinn Andri (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 17:05

11 Smámynd: Ragnar Martens

þar kom að því að einhver þorði að seigja sannleikan. Ég hef nú ekki viljað bera þessi sannindi á torg því gengi Liverpool manna hefur verið svo dapurt undanfarið, að undanskildum einum leik.

Og páll geir. Það geta ekki allir skorað mörkin, því er þessi samanburður fáranlegur. Fletcher er ekki sá leikmaður sem á að búa til og skora.

Af hverju berðu ekki saman Torres og van der sar?

Ragnar Martens, 22.11.2009 kl. 17:25

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

ÞAð er ekki ég, Ragnar Manutdtittur, sem er að bera þá saman, heldur síðuhöfundur .

Annars er uppástunga þín glórulaus. Að bera saman markvörð annars vegar og framherja hins vegar gæti ekki komið frá neinum nema manusauðum. Ekta útúrsnúningur. Gerrard og Fletcher eru hins vegar báðir miðvallarleikmenn þó ólíkir séu og ekki úr vegi að bera saman hvað kemur útúr veru þeirra á vellinum.

Páll Geir Bjarnason, 22.11.2009 kl. 18:12

13 Smámynd: Brattur

Fletcher er góður í þeirri liðsheild sem United er.

Liverpool vantar allt sem heitir liðsheild... liðið er sundurlaust eins og gamlar konur í berjamó, með allri virðingu fyrir gömlum konum í berjamó.

Er Torres góður í markinu ?

Brattur, 22.11.2009 kl. 18:19

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gamlar konur í berjamó.. Brattur þú hefur greinilega ekki séð mömmu og hennar vinkonur herja í bláberjalyngjunum fyrir vestan.. þegar þær hafa farið skipulega um fjallshlíðarnar í ísafjarðardjúpi verða fuglarnir að hverfa úr landshlutanum vegna fæðuskorts.. slík er skipulagningin og nákvæmnin í þeirra aðgerðum.. en það verður að viðurkennast að liverpool stendur þessum vestfirsku kerlingum langt að baki í leikskipulagi og sóknarþunga.

Óskar Þorkelsson, 22.11.2009 kl. 18:23

15 Smámynd: Brattur

Óskar, mamma mín var rosalega öflug berjakona á Tröllaskaganum... minnti oft á Eric Cantona þegar hún þeytist um berjamóana... mikil yfirferð og útsjónarsemi...

Brattur, 22.11.2009 kl. 19:50

16 identicon

Páll Geir, ert þú svo vitlaus að halda að markaskorun sé samasem merki á mikilvægi leikmanns í liðinu sínu. Þú hugsar allt í einföldum og ýktum fullyrðingum. Að bera saman sóknarsinnaðan playmaker og ball winning midfielder er útúr kú, óháð því hvort þeir spili báðir á miðjunni. Heldurðu því fram að Gerrard sé miklu betri en Essien af því að hann skorar meira?

Mátt ekki gleyma að hlutverk Gerrards er að leggja upp og skora mörk. Essien og Fletcher eru ekki beðnir um 10+ mörk á tímabili, enda enganveginn þáttur þeirra í leikkerfi sinna liða. Þetta eru tveir frábærir knattspyrnumenn og það er ástæða fyrir því af hverju Fletcher er kallaður Big Game Player í dag.. Hann er algjörlega ómissandi á miðjuna í stærri leikjum United. Gerrard býr augljóslega yfir miklu meiri boltatækni og flair, en Fletcher er maðurinn sem djöflast í öllum hlaupandi stanslaust í 90 mínútur, vinnandi bolta TIL ÞESS að menn eins og t.d. Gerrard geti sýnt töfrabrögðin sín.

Ég myndi ekki skipta á þeim tveim, vegna þess að Fletcher er ómissandi í því hlutverki sem hann gegnir í liði United. Flest öll lið í heiminum myndu svo sannarlega hagnast á veru Steven Gerrard, en Man Utd. myndi ekki þurfa hann á kostnað Fletcher. 

Kristófer Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 20:01

17 Smámynd: Brattur

Sá tillögu Liverpoolmanns í dag hvað hann vildi sjá gert til að gengi liðsins yrði betra.

Tillaga hans hljóðar svona :

Skipta um framkvæmdastjóra, skipta um eigendur, skipa um nafnið á leikvanginum og selja alla leikmennina...

Ekki svo galin hugmynd

Brattur, 22.11.2009 kl. 20:07

18 Smámynd: Ragnar Martens

Nei þeir vilja gott betur enn nýtt nafn á Leikvanginn. þeir vilja nýjan leikvang líka. Hvað er þá eftir af þessu liði? Nafn.

Ég legg til að þeir taki Wimbeldon sér til fyrir myndar og skipti um nafn og flytji liðið. T.d. til Skotlands.

Ragnar Martens, 22.11.2009 kl. 20:28

19 identicon

Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Ég horfði á leik Mansester unitet gegn Liverpool nýlega, og Liverpool var mikklu betra liðið á öllum sviðum og vann leikinn með miklum mun. Segir það okkur ekki að Liverpool er mun betra lið. Það þýðir ekkert að benda á töfluna núna, hver haldið þið að muni hver staðan var 20. nóv. Spyrjum alð leikslokum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 02:01

20 identicon

Steven Gerrard:

FWA Footballer Of The Year: 2008/09

PFA Players Player Of The Year: 2005/06

PFA Young Player Of The Year: 2000/01

PFA Fans Player Of The Year: 2000/01, 2008/09

PFA Team Of The Year: 2000/01, 2003/04, 2004/05, 2005/06, 2006/07, 2007/08, 2008/09

Goal Of The Season: 2005/06

UEFA Club Football Of The Year: 2004/05

UEFA Champions League Final Man Of The Match: 2004/05

UEFA Team Of The Year: 2005, 2006, 2007

FA Cup Final Man Of The Match: 2005/06

FIFPro World XI: 2006/07, 2007/08

Voruð þið ekki annars að tala um verðlaun, Fletcher kemst ekki nálægt þeim klassa sem Gerrard er í.

Brynjar Ingi Erluson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 09:24

21 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Endurtek mig fyrir Kristófer. Það var ekki ég sem kom fram með þessa glórulausu samlíkingu.

Páll Geir Bjarnason, 24.11.2009 kl. 23:06

22 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo sætur Brattur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 11:21

23 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Elsku Brattur minn.: Ertu alveg að sleppa þér í boltanum? Hvað varð um köflótta hestinn í Hínaveri og skák með Tattoooooo!

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2009 kl. 01:46

24 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hínaveri.........ég held ég leggi mig bara.

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband