Þetta verður léttur leikur hjá United.

Já, það verður fróðlegt að sjá móttökurnar sem Owen fær á Anfield á morgun. Hann var dáður hér áður fyrr af stuðningsmönnum Liverpool og ég veit að innst inni þá þykir þeim vænt um hann, a.m.k. þeir íslensku Liverpoolarar sem ég þekki.

Veit um einn sem verður á Anfield á morgun... held reyndar að sá góði drengur sé skýrður í höfuðið á Sir Alex... Axel heitir sá góði drengur.

Ég sendi honum hlýjar kveðjur og vona að hann skemmti sér vel á leiknum.

En miðað við það að allt er nánast í rjúkandi rúst hjá Liverpool þessa dagana... töp á töp ofan og Benni stjóri í tómu bulli... þá reikna ég með öruggum sigri minna manna...

Mín spá Liverpool 1 - Man. United 4  og Gary Neville með 2.
.

_44554886_neville_pa300

,


mbl.is Alex Ferguson: Owen mun ekkert láta trufla sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Brynjar, Brynjar... nú ert þú ekki almennilega vaknaður... dream on...

Brattur, 24.10.2009 kl. 11:49

2 identicon

united menn voru jarðaðir á síðustu leiktíð á Anfield án Torres og Gerrard hehe af hverju ekki aftur og teknir 1-4 á Old Trafford... af hverju ekki aftur ;)

Frelsisson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Brattur

Gleymum því ekki að dómgæslan á Anfield er alltaf öðruvísi en á öðrum völlum... í síðust 11 leikum United á Anfield hafa 5 leikmenn Uninted verið reknir út af... segir sína sögu um heimadómgæsluna á þessum velli...

Brattur, 24.10.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Brattur

Nei Brynjar... þetta var nú ekki neitt neitt...

Brattur, 24.10.2009 kl. 12:42

5 identicon

Það tók liverpool 3 ár að skora á móti Man. utd og það var sjálfsmark. Og Gerrard spilaði í 20 mín. Og í báðum leikjunum var Vidic rekinn út af. Núna er enginn Alonso.

Trúlaus (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 13:06

6 Smámynd: Brattur

Ég hef alltaf jafn gaman að þeirri staðreynd að það er styttra síðan Leeds var Englandsmeistari heldur en þegar Liverpool var síðast meistari....

Brattur, 24.10.2009 kl. 13:11

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Alltaf tuðar Frelsisson um að Utd menn hafi verið jarðaðir á Anfield á síðustu leiktíð. En ég sé ekki betur en það sé verið að jarða Liverpool bæði í deild, og meistaradeild.

Hjörtur Herbertsson, 24.10.2009 kl. 13:28

8 Smámynd: Brattur

Liverpool er fortíð

Liverpool er misskilningur !

Brattur, 24.10.2009 kl. 13:29

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég má bara ekki til þess hugsa.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2009 kl. 14:08

10 Smámynd: Brattur

Er ekki bara fínt að Liverpool tapi þessum leik... þá verður Benítez rekinn og alvöru uppbygging getur hafist...

Brattur, 24.10.2009 kl. 14:18

11 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Slappið af strákar. Mér finnst alltaf dapurlegt þegar menn eru að fullyrða eitthvað um það sem verður á morgun. Munið þið Púllarar eftir Moskvu? Meistaradeildin var ekki hafin held ég þegar þið voruð búnir að fullyrða að þið yrðuð þar og voruð líka búnir að velja fórnarlambið..... Man. Utd!

Hvernig fór? Jú við mættum til leiks þar, en hvar var Liverpool?

Gulldrengurinn Ronaldo fullyrti líka að M.U. myndi vinna Barca en hvernig fór? Svo hættum að fullyrða úrslit morgundagsins. Það fer sem fer. Allt í lagi að spá, en félagi Brattur, ekki svona fullyrðingar. Hins vegar grunar mig að þessi fyrirsögn þín hafi verið sett fram til að kveikja svolítið í vinum okkar, Púllurum.

Og Frelsisson. Það er ekki nóg að vinna M.U. ekki einu sinni í báðum umferðum, en það virðist hinsvegar vera æðsta takmark Liverpool. Skítt með deildina, bara ef við vinnum M.U. Og mundu: það að hafa unnið M.U. á síðustu leiktíð gefur engin stig á morgun og M.U. vann deildina  þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Liverpool tvisvar. Merkilegt!

Leikurinn á morgun verður örugglega skemmtilegur, en úrslitin liggja ekki fyrir, getur farið hvernig sem er og dapurt gengi Púllara til þessa er ekki ávísun um auðveldan lek M.U. á morgun. Þetta er nefnilega eins og bikarleikur þar sem allt getur gerst. Vonum bara að heiðarleikinn verði í hávegum hafður. Enginn dómaraskandall, engin fólskubrögð og vonandi taka Púllara vel á móti fyrrverandi gulldreng sínum Oven sem Sirinn stal rétt fyrir framan nefið á þeim.

Hittumst hér eftir leik á morgun. Góða skemmtun!

Viðar Friðgeirsson, 24.10.2009 kl. 16:12

12 Smámynd: Brattur

Takk Viðar fyrir gott innlegg...  já, kannski er ég full djarfur í spádómum fyrir morgundaginn en viðurkenni það fúslega að mér finnst gaman að spjalla við púllara um fótbolta... þeir eru svo skemmtilega heitir í umræðunni en annars fínasta fólk að öllu leiti... það liggur við að ég haldi pínulítið með þeim stundum... nei nú var ég bara að spauga...

Það verðu a.m.k fjör á morgun, svo eitt er víst.

Brattur, 24.10.2009 kl. 16:25

13 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Brattur.

Hvernig sem leikurinn fer á morgun skulum við vona að Benni fái 10 ár í viðbót til að reyna að byggja upp alvöru lið í Lifrapollinum. Það er sennilega ávísun á að ekki þurfi að hafa áhyggjur af þeim á næstu 10 árum, he, he.

Viðar Friðgeirsson, 24.10.2009 kl. 16:28

14 Smámynd: Brattur

Já, ég vona svo sannarlega að Benni greyið verði þarna um mörg ókomin ár...

En við gætum allt eins tapað á morgun... við töpum stundum óvænt eins og á móti Burnley um daginn...

Brattur, 24.10.2009 kl. 16:36

15 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Já, staðreynd, engin úrslit eru klár fyrr en að leik loknum.

Hef nú trú á okkar mönnum á morgun, eiga harma að hefna, he, he.

Gaman væri að sjá Owen skora, spái því ef það gerist að hann fagni "hóflega". Hefur örugglega miklar taugar til þessa liðs þar sem hann átti sín bestu ár hingað til. Hann var góður og á held ég mikið eftir.

Viðar Friðgeirsson, 24.10.2009 kl. 16:56

16 Smámynd: Brattur

Owen er drengur góður og heiðarlegur fótboltamaður... einmitt eiginleikar sem United menn eiga svo mikið af... auðvitað hefur hann taugar til Liverpool ennþá og fagnar markinu á morgun eins og sannur heiðursmaður...

Brattur, 24.10.2009 kl. 17:04

17 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Væri það ekki gaman ef hann myndi tryggja okkur sigur á morgun.

Furðulegt að heyra púllara að níða þennan fyrrum gulldreng þeirra niður í skítinn. Þetta er eins og þú sagðir drengur góður og skoraði og skoraði fyrir Liverpool hér á árum áður.

Vonandi skorar hann fyrir okkur á morgun. He, he.

Viðar Friðgeirsson, 24.10.2009 kl. 18:23

18 Smámynd: Brattur

Það myndi toppa daginn og leikinn ef Owen skoraði sigurmark... eða bara mark...

Brattur, 24.10.2009 kl. 18:40

19 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við höfnuðum Owen og var það miður að mínu mati.  Vonandi verður tekið vel á móti honum á Anfield, ef ekki þá óska ég þess að hann skori sigurmarkið á 87. mínútu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2009 kl. 22:19

20 identicon

Ég er alveg klár á því að þessi leikur endar 2-2 og fer í sögubækurnar fyrir þær sakir að margt undarlegt eigi sér stað, þá sérstaklega við mark poolara.

Veit ekki hverjir skora fyrir MU en er alveg viss hvernig mörk Liverpool verða, fyrst skorar Brabratorf sjálfsmark og síðan kemur jöfnunarmark í uppbótartíma, álíka skondið og sundbolta markið, sá óheyrði atburður mun eiga sér stað að mörgæs kemur skoppandi inná völlinn og stangar boltan í netið af 15 metra færi á 97 mínutu.

Mr Einarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband