Allt að koma

Þetta var góður leikur hjá mínum mönnum, sérstaklega var gaman að sjá flott samspil í seinni hálfleik. Markið hjá Berbatov var með glæsilegri mörkum og kappinn sá virðist vera í fanta formi.

Skil samt ekki ennþá vin minn Sir Alex að hafa John O´Shea í hægri bakvarðastöðunni. Hlakka til að sjá Rafael spila í hans stað. Það er miklu meiri sóknarþungi og hraði sem kemur með honum.

Chris Smalling kom inn á í sínum fyrsta leik. Ekki var hægt að dæma getu hans þær mínútur sem hann var inn á... virtist nokkuð óöruggur og ekki nema von.

Annars er það miðjan sem veldur manni pínulitlum áhyggjum... Hargreaves er örugglega alveg út ú myndinni. Stefan Defour, ungur belgískur miðjumaður hefur verið orðaður við United (eins og svo margir aðrir) en félagaglugginn lokar núna um mánaðarmótin og ekki líklegt að United kaupi nýjan leikmann fyrir þann tíma. Michael Carrick verður nú að standa upp og sína fulla getu. Hann á mikið inni og er feikilega góður leikmaður þegar hann er í formi.

W.B.A. á að leika í dag kl. 14:00 fallbaráttuleik. Vonandi standa þeir sig vel. Hef alltaf haft taugar til þeirra.
.

Nani and Rooney: Scorers on Saturday

.

Tókuð þið eftir að ég minntist ekkert á Liverpool í þessari færslu ?


mbl.is Ferguson: Rooney fullur af orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í síðustu setningunni tókst þér að koma þeim að

Óskar Þorkelsson, 29.8.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband