Góð byrjun hjá okkur.

Mjög léttur leikur hjá United. Það er himinn og haf á milli Man. United og Newcastle United.

Það sem gladdi augað sérstaklega var að sjá Berbatov skora og Giggs með frábært mark í eftirrétt.
Tók´ann á lofti eftir sendingu frá Scholes... ég hefði ekki gert þetta betur.

Leikmenn Newcastle ætla að safna skeggi þar til fyrsti sigurinn vinnst. Með svona leik verða þeir komnir með skegg niður á nafla um jólin.

United komið með 3 stig og hafa þegar stungið Liverpool af. Ég er reyndar hálfgerður púllari í mér... held alltaf á haustinn að Liverpool muni blanda sér í baráttuna en sé eftir fyrstu umferð að þeir eru bara svona Fulham/Blackburn lið.
Sé ekki nein lið sem koma til með að veita M.United og Chelsea einhverja keppni í vetur... sorrý vinir mínir í Liverpool... en ekki vera súrir, þetta er nú bara fótbolti.

.

.


mbl.is Öruggur sigur Man. Utd á Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að gleðjast yfir litlu, þar liggur hógværðin. Gaman hjá þér, enn meira gaman hjá mér þegar fram í sækir og gamlingjarnir hjá MU verða orðnir þreyttir.

Rögnvaldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Brattur

Uss... þeir eru ekki svo gamlir Röggi... við erum að tala um tvo í eldir kanntinum sem eiga enn nóg eftir, Giggs og Scholes... þeir duga báðir vel út veturinn...

Brattur, 19.8.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband