Óheppnir

Óheppnir mínir menn að vinna ekki í dag en það verður bara að segja um Fulham að þeir voru bara erfiðir og nokkuð góðir á köflum.

Spái því að Fulham verði t.d. fyrir ofan Liverpool á töflunni í vor.

Annars er þessi leikur að baki, þýðir ekkert að snökta lengur yfir töpuðum 2 stigum og það er nú bara ágúst ennþá.

Vona bara að Man. City vinni sinn leik annað kvöld. Hef alltaf haldið svolítið með þeim Smile
.

 cd_youllneverwalkalone_2008_2

.


mbl.is Hangeland skúrkur og hetja gegn Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEPPNIR!!!

Þínir menn voru bara heppnir að ná jafntefli.   Vidic átti að fá að líta rauða kortið fyrir að toga niður Fulham mann þar, og reyndar fyrir að spyrna undan honum lappirnar í leiðinni.  Og svo fengu þínir menn í staðinn eina af þeim ódýrustu vítaspyrnu sem maður hefur séð lengi vel.

Það er betra að hafa það á hreinu hverjir voru "heppnir" í þessum leik

Jón Ingi (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið Jón Ingi... dómgæslan jafnar sig út á öllu tímabilinu, eitt fellur með þér í dag og annað gegn þér í næsta leik...

Annars eins og allir vita dæma dómarar yfirleitt meira á United en önnur lið... hvernig sem stendur nú á því...

Brattur, 22.8.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 23.8.2010 kl. 15:50

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég held ég verði að vera sammála Jóni Inga, þó Utd maður ég sé því við vorum bara heppnir að ná þessu stigi. Liðið spilaði boltanum vel út á vellinum, en svo vantaði eins og alltaf að reka endahnútinn á þetta þ.e.a. skora mörkin.

Hjörtur Herbertsson, 23.8.2010 kl. 17:49

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert brattur. Fulham fyrir ofan Púllara. In your dreams :) Ég held hins vegar að gömlu mennirnir í United verði árinu eldri en í fyrra og ströggli með að ná evrópusæti.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 19:20

6 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlit og athugasemdir.

Liverpool er núna í 17. sæti en Fulham í því 14.

Guðmundur St. frændi minn... það eru ekki nema 2 "gamlir" í United liðinu og þeir eru báðir ótrúlega ungir

Brattur, 23.8.2010 kl. 23:00

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Við sjáum hvað setur frændi. Þetta verður skemmtilegur vetur.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband