Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hálfgert varalið

Þetta var nú hálfgert varalið United sem hljóp út á völlinn í kvöld... Ronaldo, Rooney og Scholes á bekknum... Vidic og Nani meiddir... Evra ekki með...

Hargreaves var að spila fínt í kvöld með snilldar fyrirgjafir... Tevez skallaði snyrtilega í netið...

Gaman að sjá Gary Neville koma inn á og var honum að vonum fagnað vel á Old Trafford eftir að hafa verið 13 mánuði frá vegna meiðsla...

Eric Cantona á meðal áhorfenda... leit bara vel út kallinn...

Nú vonast ég eftir úrslitaleik Man. United og Liverpool... draumaúrslitaleikurinn...

Svo er bara að taka Arsenal á sunnudaginn í deildinni og þá er titillinn nánast í höfn...

.

 carlos_tevez_manchester

 

.


mbl.is Man. Utd og Barcelona mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er ég?

Ég ákvað að fela mig... getið þið fundið út hver þeirra ég er hér að neðan ? 

 .

A

1203018

.

.

B

19188_large

.

.

 C

Gleraugu

 .

D

00162669.zoom.a

.

 

.

E

5663_small

 

.


Ertu?

Þú kveiktir í mér ástarbál
Svo blíð, svo fögur, falleg sál
Þú ert sú sem ég elska vil
Ég trúi varla að þú sért til

.
romantic-kiss-photo-card
.

Um daginn og veginn

Um daginn

gekk ég fram á mann

sem hafði verið

veginn

hann vó 87 kíló.

.

160KL

.


Með gulrætur á bakinu

Fólk er voðalega hissa þegar það hittir mig og spyr; af hverju ertu með allar þessar gulrætur á bakinu?

Þá segi ég; ég lærði þetta af kaffibrúsaköllunum;

.. Kaffibrúsakarlarnir voru skemmtilegir, man einhver eftir þeim?

Þeir voru á röltinu í eyðimörk, annar þeirra hélt á steðja...

Af hverju ertu að rogast með þennan steðja?

"Sko, ef ég skildi mæta ljóni þá hendi ég steðjanum og þá er ég miklu fljótari að hlaupa"

.

25186-large

.

 

Síðan hef ég alltaf gengið með gulrætur á bakinu.

.

 carrot

.

 


Indriði líki

... ég á tvífara... við þekkjumst bara af því að fólk er oft að taka feil á okkur...

Ertu bróðir hans Indriða, spyr fólk; nei ekki er ég það nú... svara ég jafnan...

...en eruð þið ekkert skyldir?... kemur þá á eftir...

... nei, ekki svo ég viti... svara ég... því ekki veit ég til þess en hef reyndar aldrei rannsakað málið ofan í kjölinn..

Ég kalla þennan tvífara minn, Indriða líka... veit ekki hvað hann kallar mig, "Brattur næstumþvíeins"?

... en orðið tvífari er svolítið skrítið orð... er það sá sem fer tvisvar í sömu sokkana, tvo daga í röð?... er þá einfari sá sem er aðeins þrifalegri og skiptir um sokka daglega?...

... tvífari getur líka verið sá sem kemur í heimsókn og fer aftur... einfari er þá sá sem kemur í heimsókn, en fer aldrei aftur....

... maður situr uppi með einfarann, en bara ef maður býr á tveim hæðum, skiljið þið...

Það er ekki hægt að sitja uppi með neinn ef maður býr á jarðhæð eða í kjallara...

... nei, bara svona að spá...

.

 inflatable-boxing-set-l

 

Myndin sem er hér að ofan er eina myndin sem tekin hefur verið af okkur Indriða líka saman

... sláandi líkir, ekki satt?

.


Mallar, Gollar og Grommar

... aðeins meira um skrítin orð sem voru notuð á Ólafsfirði í denn... Bombólur, blink o.fl...

... mundi allt í einu eftir fleiri orðum... sem ég veit ekki hvort þekktust annars staðar á landinu líka...

Við strákarnir vorum oft að veiða hornsíli í krukkur... vorum mjög áhugasamir um allar fiskveiðar...

Stór, pattaraleg hornsíli voru kölluð "Mallar" ... vá maður sjáðu Mallann þarna hrópuðum við upp þegar stórt hornsíli synti hjá...

.

 hornsili

.

Veiddum líka oft á bryggjunum, þorsk, ufsa, silung, marhnúta og rauðmaga... einu sinni fékk ég hnúðlax... stór þorskur var kallaður Golli... svakalegur Golli er þetta... sagði maður...

.

 cod

.

Grámávur var kallaður Grommi... já, þegar maður lítur á þessi orð og fleiri sem ég hef áður nefnt, þá skil ég vel hve Ólafsfirðingar þóttu skrítnir þegar þeir komust í samband við umheiminn eftir opnun Múlavegarins...

 

 


Besta liðið í dag!

... mikið svakalega var markið hans Ronaldo flott á móti Roma í gærkvöldi... maður sá það í endursýningunni... hann kom lengst utan af velli þegar fyrirgjöfin kom og flaug hreinlega inn í teiginn og hamraði hann inn... þvílíkur kraftur í drengnum...

... þessi maður er ekki hægt... eins og einhver segir...

Held ég sé bara sammála Ferguson, að þetta sé besta United lið sem hann hefur haft undir sinni stjórn!

Það er hrein unun að horfa á United spila og ekki hægt að sjá að þeir verði stoppaðir, taka deildina heima og vinna svo Liverpool í úrslitaleik í Meistaradeildinni...

Já, það er gaman að vera United maður í dag... eins og reyndar alla daga!


mbl.is Ronaldo: Eigum frábæra möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandaháttur

Vögguvísa Bratts.

(svokallaður sofandaháttur - sungið fyrir sjálfan sig þegar maður sofnar einn í burtu að heiman)

Leggstu nú vinurinn
Varlega á koddann þinn
Sofðu svo kallinn minn
Kinn þína hlýja finn

Dreymi þig drauma ljúfa
kannski þú verðir dúfa
sem flýgur um víðan geim
og stefnuna tekur heim

.

New%20Dove

 

.


Marsbúinn

... eitt allra skemmtilegasta ljóð sem ég hef lesið er eftir óþekktan menntskæling ... stutt og laggott... tært og yndislegt...

... og er svona:

************************

 

Marsbúinn.

1. apríl

 

************************

.

 

marsian

 

.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband