Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Endur-sögur

Hér er að renna úr hlaði þátturinn ; Endur-sögur... kem til með að birta eldri sögur sem ég hef áður birt á á blogginu... hér kemur sú fyrsta:

 Berjamaðurinn.


... einu sinni var maður sem hafði yndi af því að fara í berjamó...

Berjatíminn á Íslandi er stuttur... kannski fjórar vikur eða svo...
Í ágúst og fram í fyrstu frost í september..

Yfir vetrartímann skoðaði hann myndir af berjamóaferðum sínum frá
árinu áður, borðaði bláberjasultu með ostum og drakk berjasaft með...

Berjasaftin var samt ekki venjuleg berjasaft eins og þú og ég þekkjum hana...

Berjamanninum hafði tekist að búa til eðalvín úr krækiberjum og bláberjum...
17% sterkt vín...
.

 wine_bottle

.

Hann var því oft rallhálfur að skoða myndirnar sínar og merkja inn á GPS
staðsetningartækið sitt hvar bestu staðirnir voru... hann passaði sig alltaf
á því að leggja bílnum langt frá þeim stað þar sem hann tíndi berin...

Enginn mátti vita hvar besta berjalandið var...

Hann notaði ekki berjatínu, það var glæpur, sambærilegur við það hjá veiðimönnum og að húkka laxinn... menn sem húkka lax eru ekki hátt skrifaðir hjá öðrum veiðimönnum...

Einu sinni þegar okkar maður var búinn með fulla flösku af berjavíni og var
orðinn rjóður í framan, var bankað á útidyrnar... berjamaðurinn stakk upp í
sig Carr's tekexi og ostbita með bláberjasultu ofaná... hélt á flösku númer tvö í hendinni og tappatogara og fór til dyra...
.

 7253jam

.

Fyrir utan voru tveir snyrtilegir ungir menn að selja Jesúsblöð... viljið þið
ekki koma inn strákar og fá ykkur berjavín með mér; sagði berjamaðurinn

Ungu mennirnir skildu ekkert í íslensku, en gátu þó sagt; "fimmhundruð krónur"...

Nei, nei, sagði okkar maður... það kostar ekki neitt... komið þið bara inn á
skónum og smakkið á þessu víni með mér... drengirnir skildu bendingar mannsins
og gengu inn í stofu... berjamaðurinn hellti í glös fyrir þá og sagði;
Skál, drengir!

Síðan sýndi hann þeim myndirnar úr berjamónum og þeir sýndu honum á móti Jesúsblöðin.
.

jesus.marijuana

.

Þið eruð frábærir, strákar, sagði berjamaðurinn við trúboðana... nú komið þið bara
next autumn og pikkið nokkur berries with me... but you may only use your naked hands...nó machines!

If you do that, then I can sell Jesus papers for you... OK?

.

 bible-300x298

.

Þetta var sagan um það þegar berjamaðurinn gerðist trúboði.
 


Lang bestur

... Ferguson er náttúrulega algjör snillingur... og skemmtilegur er hann þegar hann er í þessum ham... hann lætur engan eiga neitt inni hjá sér... og húmorinn í lagi...

Margir andstæðingar M. United hafa skotið fast á hann og kallað hann elliæran vitleysing, hann sé búinn að vera o.s.frv. Ferguson lætur hinsvegar verkin tala á stigatöflunni...
.

 sir_alex-ferguson_788461c

.

Annars líst mér rosalega vel á liðið... leikurinn í gær við Hull var mjög góður og hefði alveg eins geta farið 11-0 eins og 4-3 ... uppskera gærdagsins fín... sigur hjá United, Liverpool og Arsenal tapa og Ísland með gott jafntefli á móti Noregi í handboltanum.
Er alveg handviss um að Manchester vinnur titilinn heima fyrir. Liverpool eiga eftir að fara á taugum og hafa ekki nógu góðan mannskap, hef ekki áhyggjur af Chelsea... vantar allan karakter í það lið og Arsenal virðist þegar í vandræðum.

Vissulega fer að styttast í ferilinn hjá Ferguson... þá fyrst fer maður að hafa áhyggjur af framhaldinu... það verður ekki auðvelt að taka við af honum... vildi helst sjá fyrrum United mann taka við t.d. Mark Hughes...
En meðan kallinn er enn ferskur og hinn frægi hárblásari hans fer endrum og eins í gang, er ég áhyggjulaus.

.

manutd3

.


mbl.is Ferguson tilbúinn í slag við Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugu gáta

... hvað heitir heimili mýflugunnar?

 .

 mosqito

.


Leti

... vinur minn í gamla daga vaknaði ekki við vekjaraklukku... mamma hans vakti hann á hverjum morgni til að fara í skólann... eins og margar mömmur og væntanlega pabbar hafa gert í gegnum tíðina... hún vakti hann alltaf klukkan hálf átta...

... einn morguninn vaknaði Böddi sjálfur og klukkuna vantaði 20 mínútur í átta... hann lá og beið eftir að mamma kæmi til að vekja hann... en hún kom ekki. Klukkan nálgaðist átta og Bödda leist ekkert á blikuna... en svo þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í átta kallaði hann;

Hvernig er þetta, á ekkert að vekja mann?
.

clock

.

Annars er ég hálf latur í morgunsárið en nenni því samt varla... 

Ég nenni ekki að vera latur
né liggja uppi í rúmi flatur
Ekkert er í mér hatur
Hvenær kemur matur?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband