Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Tevez - Alex og ég

Síminn hringdi kl. 07:00 í morgun.

Mr. Bratt... Sir Alex here... how are you... still sleeping ? hehehe...

No, no... I am already up... Tevez needed to go out and he woke me up with a mjá...

Nú skildi Sir Alex ekki neitt í neinu... Tevez ! who the f*** is Tevez... he should be in City now but not in Icesave... I mean Iceland...

No Sir. Alex... small misunderstanding here... Tevez is my little gray Cat... hehehe...

Oh I see, said the blind man... sagði Sir-inn þá og hló...

Well Mr. Bratt it´s Wenger this afternoon... what do you think... should we play Michael today?

Yes Sir... WE definitely should... Michael is looking great at the moment like me hehehehe... svaraði ég og svo hlógum við ógurlega...

OK Mr. Bratt the tea and the toast is waiting... thank you for your time and advise... I will give you a call tomorrow... but not at seven o'clock... hehehehe

Give my best to Tevez the f****** gray cat... bye bye...
.

407846858_f10d3b0c14_o

.

 

 

 

 


mbl.is Fyrsti stórleikur tímabilsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að vera brögðóttur á kostnað Hannesar.

Þú ert að keyra út á landi með fullan bíl af fólki. Algjörlega óvart leysir þú vind í miðri Vestur-Húnavatnssýslunni.

Fnykurinn berst fljótt um bílinn.

Þú ert fljótur að hugsa og segir;

Jæja, þá eru þeir farnir að bera á bændurnir og bendir á öll túnin sem þjóta hjá.
Blessaður skrúfaðu upp rúðuna æpir einn úr aftursætinu. Þú flýtir þér ekkert að því en gerir það samt og fólkið úr borginni bölvar bændunum í Vestur-Húnavatnssýslunni.

Upp á Vatnsskarðinu gerir þú það sama en nú eru engin tún til að benda á, því segir þú;

Finnið þið hveralyktina... það skyldi þó aldrei vera að það sé farið að gjósa.
Samferðafólkið dregur hveralyktina upp í nefið og gónir á fjöllin í kring í von um að sjá eldgos og allir gleyma lyktinni því það er spenningur í loftinu.

Svo eftir nokkra daga eru þið á leið inn í borgina aftur eftir vel heppnaða hringferð um landið. Enn einu sinni verður þú fyrir því að missa hveraloft.

Nú er góð ráð dýr, engin tún og engin fjöll... fólkið grettir sig vegna lyktarinnar...en þú ert heppinn, sérð mann á gangi í svörtum skósíðum frakka. Þú skrúfar æstur niður rúðuna og bendir;

Nei sko, er þetta ekki hann Hannes Hólmsteinn ?
.

 hhg

.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingahornið

Hér hefst nýr þáttur sem nefndur er Upplýsingahornið.
Í þessum þætti verða upplýsingar um allt sem færir okkur skrefi framar en Grím í næsta húsi þegar við ræðum við hann yfir hekkið. 

Vissuð þið að á Austurlandi er meira notað af tréklemmum en annars staðar á landinu?

Aðrir landshlutar nota plastklemmur í meira mæli.

Þetta stafar af stífum austanáttum sem eru tíðar fyrir austan.

Þættinum er þá lokið að sinni... passaðu þig á fáfræðinni.

.

 memes-marketing-bright-idea

.

Heimild; Klemmusölumaðurinn


Sjitt

Ég sem hélt með Abdullah Abdullah.

.

 ArabMan

.


mbl.is Karzai með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The streets of London

Kannski var hænan ljótari
Svört á búk eins og sótari
en eggið eygði samt von
á strætum London
Um að verða aðeins fljótari.

.

9362ebc2-371d-4b62-a008-b7ba3e0675a8web_egg

.

 


mbl.is Eggið og hænan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún snýst ekki !

Ég lá úti á verönd og góndi út í loftið... sólin skein á vinstri vangann og hitaði hann... ég veitti þessu ekki neina sérstaka athygli... ég mókti og lét mig dreyma um ískaldan ávaxtadrykk... ég hlýt að hafa sofnað því þegar ég vaknaði þá skein sólin á hægri vanga minn...

Þá varð ég fyrir uppljómun... Reynitréð í horni garðsins var á sama stað og áður en ég sofnaði... sama má segja með grenitréð... þarna stóð það beint fyrir framan mig eins að það hafði alltaf gert...

Og viti menn, öll húsin í götunni voru á sama stað... það var bara allt á sama stað og áður en ég sofnaði...

Ég hugsaði, þetta er bölvuð vitleysa að jörðin snúist í kringum sjálfa sig... það er sólin sem er að snúast...

Ég gekk inn í hús uppnuminn yfir uppgötvun minni... nú verður mín minnst í sögubókum...

Ég hellti ávaxtadrykknum í stórt glas, setti hrúgu af klaka útí  og drakk í botn.

Horfði á spegilmynd mína í eldhúsglugganum og hugsaði; ég er stórmenni.
.

earth%20transparent

.

 


Tevez og Alexandra

Sofandi kisur-a

 

Dagurinn er lofandi
gott er að vera sofandi
Njóta að hrjóta
og sofa til fóta
eða þá bara standandi 


Owen frábær

Það var gleðilegt fyrir alla knattspyrnumenn að sjá Michael Owen skora fyrir Manchester United í dag... rosalega flott mark... og hann brosti sjálfur út að eyrum...

Ég hef alltaf haldið mikið upp á þennan leikmann... algjör snillingur sem vonandi á eftir að eiga sín bestu knattspyrnuár framundan með besta liði í heimi.

.

 Michael Owen celebrates his first Manchester United goal

.


mbl.is Rooney með tvö í stórsigri United - Arsenal fór létt með Portsmoth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrasta sjoppan

Það er töluvert síðan ég heyrði af þessu með 1998 ehf.

Mér skilst að þetta lán, 30 milljarðar, hafi verið tekið rétt fyrir bankahrun og með einum gjalddaga sem samkvæmt fréttinni er árið 2010.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að þegar kemur að þessum gjalddaga þá muni draga til tíðinda varðandi verslanir Haga eða 1998 ehf. því erfitt getur verið fyrir þá að greiða þessa 30 milljarða.

Það er merkilegt að forstjóri Haga skuli ekki kannast við að 1998 ehf. hafi keypt 95,7% í Högum. Já eiginlega alveg stórmerkilegt.

Hver einasta fjölskylda í landinu er nú að fá í hausinn með bakreikningi Jóns Ásgeirs milljarða skuldir sem þær þurfa að borga af á næstu árum.

Ef að þær skuldir eru lagðar ofan á vöruverð í Bónus þá er sú verslun orðin dýrasta sjoppan í landinu.
.

 cotton-candy-1

.

 


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndna eldhúsklukkan og þögnin

Það var svo mikill hávaði í tekatlinum þegar ég ræsti hann í morgun. Ég hélt að ég myndi vekja alla í húsinu og jafnvel í allri götunni... en það voru óþarfa áhyggjur.
Þögnin var bara svo mikil að öll hljóð sem rufu hana mögnuðust og hljómuðu eins og miklihvellur.

Femína hrýtur ennþá, reyndar bara á léttu nótunum núna... hún getur hrotið svo hátt að veggir titra. Held hún hafi verið risaeðla í fyrra lífi.

Nefsöngur Femínu og tikkið í fyndnu eldhúsklukkunni er það eina sem heyrist.

Ég las setningu um daginn varðandi hvort lög væru góð eða ekki. Hún var svona.

Lag þarf að vera betra en þögnin sem það rífur.

Það er varla hægt að orða það betur.

Tikkið í fyndnu eldhúsklukkunni og hroturnar í Femínu eru notaleg hljóð og gera þögnina bara betri.
.

Quartz_Wall_Clock

.

Af hverju er eldhúsklukkan fyndin ?

Jú, þessi klukka tók upp á því fyrir nokkru að hvíla sig í hverjum hring. Sekúnduvísirinn stoppar þegar hann vísar niður á töluna 6 - þar hjakkar hann smá stund og safnar í sig orku en heldur svo upp. Þegar hann er svo kominn rétt yfir toppinn, við töluna 1 - þá dettur hann niður á töluna 6 og byrjar að hjakka aftur.

Það sem er svo merkilegt við þetta er að klukkan er alltaf rétt þrátt fyrir að ganga ekki eins og aðrar klukkur.

Jæja þá held ég að heilinn í mér sé að komast í gang... hann var rétt í þessu að senda boð um að mér væri kalt á fótunum og hvort ég ætlaði virkilega ekki að fara að koma mér í sokkana.

Úff... þessi heili... harður húsbóndi...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband