Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hver yrkir í gegnum mig ?

Ég er nokkuð viss um að það er einhver sem yrkir í gegnum mig.

Í morgun vaknaði ég og þá var þessi vísa tilbúin í kollinum á mér.
Ekki gerði ég hana, það eitt er víst, því ég var steinsofandi þegar hún varð til.
Enda skil ég ekkert í því hvert höfundurinn er að fara:

Stirður er á mér skrokkurinn
skakkur og snúinn lokkurinn
Skildi hann hleypa okkur inn
sænski skíta kokkurinn?
.

personal_chef

.

Þekkt er að framliðnir drekki í gegnum lifandi fólk. Ég man eftir því fyrir mörgum árum þegar hlustendur voru að hringja inn á útvarpsstöðvarnar í Þjóðarsálina og slíka þætti. Þá hringdi kófdrukkinn maður inn og sagði farir sínar ekki sléttar. Það var verið að drekka í gegnum hann og hann réði ekki neitt við neitt... það heyrðist líka í konu á bak við hann sem sagði að þessi sem drykki í gegnum manninn hennar hefði meira að segja hent henni út í vegg rétt áðan... Þau voru í mestu vandræðum með þennan anda sem notfærði sér eiginmanninn með þessum hætti.

Ég vona að sá sem yrkir í gegnum mig sé ekki mjög drykkfeldur.

 


Í sturtunni

Ég fór í sund í kvöld.
Í búningsklefanum og í sturtunni getur maður stundum orðið vitni að fróðlegum umræðum.

Í kvöld varð ég vitni að þessu samtali.

Maður 1 ávarpar mann 2)

"Á morgun eru 141 dagur til jóla". 

(Ég hugsaði lengi um það og hugsa um það enn af hverju hann sagði ekki að í dag væru 142 dagar til jóla???)

Maður 1 heldur áfram og spyr mann 2)

"Ertu búinn með sumarfríið"?

Maður 2 svarar:

"Já en ég á eftir að fara að veiða í nokkra daga".

Það er nefnilega það... að fara að veiða telst greinilega ekki vera sumarfrí lengur.
Maður lærir heilan helling um lífið og tilveruna í sundlaugarsturtunni enda sálin svo hrein eftir gott bað.
.

 Pulsating_SC_Jet_Shower_Head

.

 

 


Getum við valið ?

Ef maður getur ekki borgað skuldir sínar þá fer maður á hausinn... verður gjaldþrota. Einhvern veginn finnst mér sumir stjórnmálamenn tala þannig að við bara ráðum því hvort við borgum Icesave skuldirnar eða ekki...

Það er hundfúlt og þyngra en tárum taki að þurfa að borga skuldir sem aðrir settu okkur í án þess að við hefðum hugmynd um það.

En er það virkilega þannig Höskuldur Þórhallsson að við getum bara valið um það að borga eða borga ekki ?

Mikið vildi ég að svo væri.
.

 CJ708BIG

.


mbl.is Samningurinn dæmir okkur til fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband