Hvernig á að vera brögðóttur á kostnað Hannesar.

Þú ert að keyra út á landi með fullan bíl af fólki. Algjörlega óvart leysir þú vind í miðri Vestur-Húnavatnssýslunni.

Fnykurinn berst fljótt um bílinn.

Þú ert fljótur að hugsa og segir;

Jæja, þá eru þeir farnir að bera á bændurnir og bendir á öll túnin sem þjóta hjá.
Blessaður skrúfaðu upp rúðuna æpir einn úr aftursætinu. Þú flýtir þér ekkert að því en gerir það samt og fólkið úr borginni bölvar bændunum í Vestur-Húnavatnssýslunni.

Upp á Vatnsskarðinu gerir þú það sama en nú eru engin tún til að benda á, því segir þú;

Finnið þið hveralyktina... það skyldi þó aldrei vera að það sé farið að gjósa.
Samferðafólkið dregur hveralyktina upp í nefið og gónir á fjöllin í kring í von um að sjá eldgos og allir gleyma lyktinni því það er spenningur í loftinu.

Svo eftir nokkra daga eru þið á leið inn í borgina aftur eftir vel heppnaða hringferð um landið. Enn einu sinni verður þú fyrir því að missa hveraloft.

Nú er góð ráð dýr, engin tún og engin fjöll... fólkið grettir sig vegna lyktarinnar...en þú ert heppinn, sérð mann á gangi í svörtum skósíðum frakka. Þú skrúfar æstur niður rúðuna og bendir;

Nei sko, er þetta ekki hann Hannes Hólmsteinn ?
.

 hhg

.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband