Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Um daginn var veginn

Þið vitið að það er ekki sama hvort sagt er aumingja Brattur eða Brattur aumingi.

Það er heldur ekki sama hvort sagt er;

Drottinn er með yður, eða Drottinn er með iður.

Hannes Hólmsteinn segir núna að það sé mikill munur á kapítalisma og kapítalista... þetta er virkilega gott klór í bakkann hjá nesa... það er líka mikill munur á Hannesi og annesi og spurning hvort hann viti það?

Ef Ísland átti eitthvað einhvern tímann sem hét höfuðstóll... þá heitir það fyrirbæri nú ruggustóll.

Allt er í heiminum hverfult og allt er breytingum undirorpið.

Ýmis orð og orðatiltæki voru um daginn veginn.
Nú verður maður að fara að endurskoða ýmislegt sem var í lagi að segja áður.

Það er t.d. strax orðið úrelt að segja; Ég átti því láni að fagna.

.

 rock_chair

.

 


Bjáni og Kjáni

... einu sinni voru bræður sem hétu Bjáni og Kjáni... pabbi þeirra hét Stjáni, en var alltaf kallaður Stjáni Láni af því að  hann var alltaf að fá eitthvað að láni hjá nágrönnum sínum... Kjáni og Bjáni tóku einu sinni þátt í bankaráni... Kjáni var óttalegur bjáni, en Bjáni var sláni...

Mamma þeirra hét Hafgerður.

Þeir bræður voru ekki alveg klárir á því hvernig banki leit út. Þeir ákváðu því að sækja haustnámskeið sem hét "Hvernig ræna á banka án þess að banka"
.

 16205

.

Á námskeiðinu komust þeir að því að best er að þekkja banka á þeim fána sem er á húsinu.

Þegar þeir komu að bankanum sagði Kjáni bjáni; Bjáni sláni þarna er fáni. Svo settur þeir á sig ræningjagrímurnar sem mamma Hafgerður hafði saumað og fóru inn í banka án þess að banka.

En óheppnir voru þeir greyin, það var nýbúið að ræna bankann og ekki einn einasti gullpeningur eftir.

Þeir fóru því með skottið á milli lappanna heim til mömmu Hafgerðar sem beið þeirra með heita kakósúpu og tvíbökur sem pabbi þeirra hafði nýfengið að láni í næsta húsi.

.

PDVD_001.0-717824

.

 


Smáauglýsingar

 

Notað fótastreamtæki til sölu... möguleiki á að taka jeppa uppí..   abstract-party-1 .

Svo til ónotaður stormsveipur til sölu... tekur íbúðina í gegn meðan þú sefur. .  abstract_cunt_web_2007_ges      .

Augabragð í sósuna þína - 12 augabrögð í kassa. Frí heimsending. .   abstract_86-m       .

 

Oggolítill Baráttuandi óskar eftir góðu heimili. Lofar að vera þægur. .   Abstract33     .

 

Á sama stað fæst notalegur hlustandi. Hlustar á hjartslátt þinn og áhyggjur..     91abstract_3d_04-m332      .


Þrjátíu sentimetra langt hálmstrá og tveir byggingakranar fást gefins.
Upplýsingar gefa Baldur eða Konni í síma Einhundertzweiundzwanzigbitte. . Abstract        .

Tek að mér bollaleggingar í hádeginu. Eingreiðsla vel þegin. .  abstract_background   .

Labbakútur týndist... var í grænum kakíbuxum og með rauðan skúf í peysu þegar
síðast sást til hans... finnandi hendi honum inn á hjólbarðaverkstæði Dúdda.
Gef í nefið þeim sem kemur með hann.
.   perseverance_red_abstract_painting .

 

Allt prúð búið hjá mér, Brattur. .        artgallery-psion005-abstract-digital-art-fractal-Psytrip      . 

 

 


Að sýna þroska

... ég er að undirbúa sýningu... þema sýningu... ég ætla að mála nokkrar myndir af þroska... olíu á léreft, eða vatnsliti... ekki búinn að gera það upp við mig... kannski jafnvel tréútskurður...

... en hvað sem því líður þá ætla ég að sýna þroska einhvern tímann fyrir jólin...

Hér er boðsbréfið.

Yður er hér með boðið á sýninguna "Brattur sýnir þroska"
Vinsamlegast komið þér fullur á staðinn, þar sem engar vínveitingar eru í boði.

Brattur lista- og lystamaður.

.

ubs21

.

 


Verum sjálfbjarga

Undanfarin ár hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að leggja íslenska matvælaframleiðslu af; Lambakjötið, mjólkina og ostana var algjör óþarfi að framleiða á Íslandi, af því að það var svo ódýrt að flytja þessar afurðir inn... ég tala nú ekki um svínakjöts- og kjúklingaframleiðslu... þvílík heimska það var að standa í þeirri framleiðslu hér á landi... sama má segja um íslenskt grænmeti... hættum að framleiða grænmeti, sögðu þessir menn líka... hverjir voru það sem svona töluðu?

Jú, bara fyrir þá sem ekki muna; það voru Baugsmenn sem vildu hætta að framleiða mat á Íslandi.

.

 ostur_emmental

.

Ég hef alltaf verið hlynntur og hliðhollur íslenskum matvælum, þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að við komum alltaf til með að framleiða dýrari vörur heldur en stórþjóðir. Markaðurinn er svo lítill að erfitt er að ná hagkvæmni fram.

En það er líka spennandi að framleiða í litlum einingum. Ég þekki nokkrar grænmetisbændur og hef verið í sambandi við þá í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að fara í búð og sjá kartöflur, papriku, agúrku, tómata, gulrætur, hvítkál, blómkál, spergilkál, lífrænt ræktað grænmeti o.s.frv. sem eru merktar ákveðnum bónda. Viðskiptavinurinn sér gulrótarpoka og á honum stendur; Gulrætur frá Reykjum í Fnjóskadal. Kartöflur frá Lómatjörn o.s.frv. gæðavörur sem kúnninn vill geta keypt aftur og aftur.

.

 carrot1

.

Grænmetisframleiðslan hér á landi fullnægir engan veginn innanlandsneyslunni. Við flytjum inn  grænmeti í stórum stíl, tómata, agúrkur, papriku o.s.frv. Einnig nær öll svokölluð "pokasalöt" eru flutt inn til landsins.

Grænmetisbændur sem rækta sitt grænmeti í gróðurhúsum hafa í gegnum tíðina þurft að borga mjög hátt verð fyrir rafmagn. Ég hef aldrei skilið það.

.

getfile 

.

Er ekki lag núna að selja þeim rafmagnið á sama verði og stóriðjan er að kaupa rafmagnið á og stórauka framleiðslu á grænmeti? Við gætum haft það fyrir markmið að geta framleitt og selt íslenskt grænmeti allt árið um kring.

Með því að efla landbúnaðinn, viðhöldum við þekkingunni.  Við kunnum þá að búa til mat áfram. Við skjótum rótum undir öryggi okkar og getum lifað af í þessu landi með sæmilegum hætti þó að óvænt áföll dynji yfir.

 


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pekka

... einu sinni kunni ég Pekka og Nurmi brandara... þeir kumpánar lentu í ýmsum hremmingum á æviskeiði sínu og þótti sopinn verulega góður....
Sá sem sagði mér þessa Pekka brandara fór með þá á íslensku með blöndu af einhverri óskilgreindri skandinavísku... best að sjá hvort ég kann einhvern ennþá...

Einu sinni var Pekka að veiða á Kekkonen-söen í gegnum vök. Það var 50 stiga gaddur en Pekka var ekki með neina húfu.
Maður kemur til hans og spyr; Af hverju ertu ekki með húfu Pekka í þessu rosalega frosti?

Har du ikke hört um den stora ulikka på Kekkonen-söen sidste år? Svaraði Pekka.

Nei, maðurinn hafði ekkert heyrt um þetta stórslys... hvað gerðist eiginlega?

Ju, svarði Pekka. Það var þannig að til mín kom maður og bauð mér snafs; og jeg hörte det ikke.

.

MC_EVN19

.


Ísland er land þitt

... ég keyrði til Grundarfjarðar síðastliðinn föstudag í fallegu veðri... landið og náttúran stendur alltaf fyrir sínu...

.

 Seljafell

.

Seljafell í Miklaholtshreppi.

.

 Álftir

.

Álftir á túni í Kolbeinsstaðahreppi.

.

Fjall

.

Einnig úr Kolbeinsstaðahreppi.

 

Haustljóð.

Vor er indælt, ég það veit,
þá ástar kveður raustin,
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.

höf. Steingrímur Thorsteinsson

 


Sleðabankinn

... Einu sinni voru þrír rosknir andar sem voru hættir að vinna, en langaði samt að vinna svona hálfan daginn áður en þeir settust í helgan stein...

Þeir ákváðu því að stofna fyrirtæki sem smíðaði sleða, svona gamaldags snjósleða... Á sumum stöðum voru slíkir sleðar kallaðir dragsleðar (framborið drasssleðar)...

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá voru þessir dragsleðar ekki fyrir svokallaðar dragdrottningar, enda sú tegund fólks ekki til í þá daga, held ég.

.

 Sledge-2

.

En rosknu vinirnir þrír sem hétu, Þverrandi, Dvínandi og Vínandi stofnuðu fyrirtæki sem þeir nefndu "Sleðabankann"

Vínandi var þeirra frekastur og réði í raun öllu, hvernig sleðarnir voru smíðaðir, verðlagðir og markaðssettir. Þverrandi og Dvínandi unnu öll verkin þöglir og þolinmóðir. Vínandi reif hinsvegar kjaft við gesti og gangandi þegar hann mátti vera að því að vera í vinnunni.

Hann hélt nefnilega að hann væri skáld og var alltaf að yrkja.
Hér er sýnishorn af skáldskap hans:

Endurnar á tjörninni
þær synda í kvöldsins blæ
Af hverju er hann Björn inni
en ekki úti á sæ?

.

 open_book

.

Þeir andarnir kunnu ekkert að smíða sleða, en töldu það samt enga hindrun.

Framleiðslan gekk ekki vel. Sleðarnir voru allir skakkir og ljótir og runnu ekkert í snjó. Enda var engin sala. Vínandi var einnig svo leiðinlegur við þá fáu kúnna sem komu að skoða, að viðskiptavinirnir hrökkluðust í burtu án þess að kaupa nokkuð.

Sleðarnir ljótu hrúguðust því upp á lagernum hjá þeim í Sleðabankanum, þar til þeir urðu að kaupa sér stærra lagerhúsnæði. Þeir héldu framleiðslunni áfram á fullu og fylltu nýja plássið einnig af forljótum sleðum.

Þetta ævintýri þeirra andanna endaði auðvitað með því að þeir urðu andlausir og fóru á höfuðið.

Saga þessi kennir okkur að það borgar sig ekki að vinna við það sem maður hefur enga þekkingu á.
Þá er betra að vera bara heima hjá sér og skrifa ljóð um endur.

.

 ducks-787976

.


Kreppulínan

... er að fara að framleiða nýja vörulínu undir merkinu Kreppa...

Kreppu græðandi smyrsl á sál og líkama.

Kreppueyðir... selst bara í 100 lítra tunnum.

Kreppu róandi... bleikar töflur 1 kg.í glasi.

Kreppu sjampó, fyrir skítugt hár.

Kreppu æði... beiskt súkkulaði.

Kreppu stubbar... notaðar litlar sígarettur.

Kreppu eyrnatappar... til að hvíla sig á útvarpsfréttunum.

Kreppu fréttagleraugu... með rósrauðu gleri til að horfa á sjónvarpsfréttir.

Kreppu lagið... Kátir voru 28 karlar... síðasta lag fyrir Kreppu...

Kreppu sandpappír... ja, veit ekki alveg hvernig á að nota hann...

Alla þessa línu setjum við svo á svokallaðan Kreppu á-stand.

.

DE25

.

Stöndum saman kaupum íslensku Kreppu vörurnar.


Ráðgjafar

Sjáðu þennan vitleysing, hann kann ekki að banka... getum við ekki hjálpað honum...

Jú... gefum honum ráð... hvernig ráð... bankaráð... heheheheh

.

 Muppet_051107093727103_wideweb__300x213

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband