Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Greindarvísitalan

Það er svo mikið verið að tala um vísitölur í fjölmiðlunum þessa dagana. Ég ætla að minnast aðeins á greindarvísitöluna með smá sögu. Kannski væri ástandið í landinu betra hefði greindarvísitölunni verið gert hærra undir höfði.

Eins og menn vita þá kýta menn oft og skjóta á milli sín beittum orðaörvum, ekki síst beinast spjótin á milli nágrannabyggða... Siglfirðingar og Ólafsfirðingar og reyndar Dalvíkingar hafa löngu strítt hvorir öðrum, eins og þessi fullyrðing ber vitni um:

... þegar heimskasti Ólafsfirðingurinn flutti til Siglufjarðar, þá hækkaði greindarvísitalan á báðum stöðum...

.

flach-tim-monkey-face-2410296

.


Mundi á Önnunni

... Mundi átti þrjátíu tonna bát sem hét Anna... eins og konan hans... hann var því aldrei kallaður annað en Mundi á Önnunni...

Svo kom að því að Mundi fékk sér nýjan bát, nýja Önnu. Nýja Annan var með alls konar nýtískuleg tæki og fullt af tökkum í stýrishúsinu... Mundi sýndi öllum bæjarbúum nýju Önnuna með stolti og sagði; þessi takki er til að gera þetta og þessi er til að gera hitt o.s.frv.
Þá spurði einn gestanna; en þessi takki, til hvers er hann? Og benti á takka sem Mundi hafði ekki sagt neitt um.

Þessi, sagði Mundi, ég veit það ekki, það er bara gott að hafa hann.

.

 Transportation_0769

.


Ragnar Reykás

... Guðmundur Marteinsson hvetur fólk til að kaupa íslenskt! Ja, hérna Ragnar Reykás mættur á svæðið.

Ég veit ekki betur en að þeir Bónus menn hafi rekið mestan áróður í gegnum tíðina fyrir því að leggja íslenskan landbúnað niður... en þeir eins og venjulega haga seglum eftir vindi og þegar þeim hentar þá segja þeir bara eitthvað allt annað.

Þeirra mottó hefur alltaf verið; ef á þig er ráðist, þá skaltu svara fyrir þig með tvöfalt meira afli.

Dæmi; Þegar þeir hafa komið illa út í verðkönnunum, þá koma þeir í fjölmiðlana (sérstaklega sína eigin) og rakka verðkönnunarfólkið niður og segja það ekki kunna til verka og öll verðkönnunin sé ómark.
Eða þá að þeir banna verðkannanir í búðunum sínum, sbr. þegar þeir bönnuðu ASÍ að koma og gera verðkannanir í búðunum hjá sér. Þeir vilja sem sagt stjórna því hvernig verðkannanir eru gerðar og hvenær, þannig að þeir séu með allt sitt á tæru þegar verðkönnun er gerð alveg eins og í gamla daga þegar sagt var að DV sem gerði verðkannanir, hringdi í þá og lét vita áður en komið var í búðirnar. Þá gátu þeir lækkað öll verð hjá sér og komið vel út í könnunum.

.

thief

.

En ég gat ekki annað en brosað þegar Guðmundur Marteinsson; lestist Ragnar Reykás, skorar á fólk að velja íslenskt.

Bónus menn hafa alltaf verið snillingar í blekkingum og áróðri... og þar kemst engin með tærnar þar sem þeir hafa hælana.

Smáa letrið; þetta var morguntuð Bratts, a la Halldór í suðurhöfum (Tuðarinn).  Lofa að tuða ekki meira á næstunni


mbl.is Ótti gripur um sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga frá Kuzhrass

... einu sinni var ekki enn búið að finna upp hjólið...

Í þorpinu Kuzhrass fannst mönnum það ótækt...

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur ákváðu því að boða til fundar á gamla torginu, sem í daglegu tali var alltaf kallað Huzzið...

.

people_04

.

Þeir hengdu upp auglýsingu;

Allir smáir sem stórir sem kunna að hugsa í hringi, eru beðnir að koma á Huzzið, þrjú stundarglös eftir sólsetur... tilgangur fundarins er að finna upp hjólið og komast í sögubækur veraldarinnar um ókomna framtíð... Kuzhrass verður frægur bær... nöfn okkar þekkt... hafið með ykkur steina og steinaslípi...

Strax eftir sólsetur fór fólk að streyma að úr öllum áttum, karlar, konur, börn, gamalmenni... meira að segja Nenni gamli sem ekki hafði farið úr rúmi í fimmtán ár, skjögraði inn á Huzzið með glampa í gráum augum...

Fólkið settist á jörðina og beið... menn töluðu í hálfum hljóðum; hvað er hjól, hvað er hjól?

.

homeImage

.

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur gengu síðastir inn á Huzzið... á milli sín héldu þeir á upprúlluðu refaskinni...

Ábúðamiklir stigu þeir upp á litla sviðið í austurenda torgsins. Þar var gamall hani á vappi, mállaus.

... hmm... kæru frændur og frænkur... við vitum að steinn sem er kringlóttur rúllar betur en steinn sem er ferkantaður... jamm, sagði fólkið það er satt og rétt...

... þess vegna datt okkur félögunum í hug að ef við gætum slípað til stein, gert hann kringlóttan og borað á hann gat, þá gætum við notað hann á börurnar sem við erum að draga um allar götur fullar af grænmeti og ávöxtum, já eða þá skít... hvað segið þið, haldið þið að þetta sé hægt???  Ef við getum gert þetta, þá ætlum við að kalla steininn hjól... við seljum hugmyndina um allan heim og verðum gríðarlega rík... öll sömul.. því gróðanum verður skipt jafnt á alla...
.

626-gold-coins- 

.

Fólkið rak upp fagnaðaróp... húrra, húrra...

Byrjið nú að slípa steinana sem þið komuð með ykkur og búið til hjól...

Og þarna á þessu íbúaþingi í Kuzhrass var fyrsta hjólið fundið upp.

En enginn veit enn þann dag í dag af hverju þeir Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur héldu á refaskinninu á milli sín.

.

 lh410-fr

.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband