Saga frá Kuzhrass

... einu sinni var ekki enn búið að finna upp hjólið...

Í þorpinu Kuzhrass fannst mönnum það ótækt...

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur ákváðu því að boða til fundar á gamla torginu, sem í daglegu tali var alltaf kallað Huzzið...

.

people_04

.

Þeir hengdu upp auglýsingu;

Allir smáir sem stórir sem kunna að hugsa í hringi, eru beðnir að koma á Huzzið, þrjú stundarglös eftir sólsetur... tilgangur fundarins er að finna upp hjólið og komast í sögubækur veraldarinnar um ókomna framtíð... Kuzhrass verður frægur bær... nöfn okkar þekkt... hafið með ykkur steina og steinaslípi...

Strax eftir sólsetur fór fólk að streyma að úr öllum áttum, karlar, konur, börn, gamalmenni... meira að segja Nenni gamli sem ekki hafði farið úr rúmi í fimmtán ár, skjögraði inn á Huzzið með glampa í gráum augum...

Fólkið settist á jörðina og beið... menn töluðu í hálfum hljóðum; hvað er hjól, hvað er hjól?

.

homeImage

.

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur gengu síðastir inn á Huzzið... á milli sín héldu þeir á upprúlluðu refaskinni...

Ábúðamiklir stigu þeir upp á litla sviðið í austurenda torgsins. Þar var gamall hani á vappi, mállaus.

... hmm... kæru frændur og frænkur... við vitum að steinn sem er kringlóttur rúllar betur en steinn sem er ferkantaður... jamm, sagði fólkið það er satt og rétt...

... þess vegna datt okkur félögunum í hug að ef við gætum slípað til stein, gert hann kringlóttan og borað á hann gat, þá gætum við notað hann á börurnar sem við erum að draga um allar götur fullar af grænmeti og ávöxtum, já eða þá skít... hvað segið þið, haldið þið að þetta sé hægt???  Ef við getum gert þetta, þá ætlum við að kalla steininn hjól... við seljum hugmyndina um allan heim og verðum gríðarlega rík... öll sömul.. því gróðanum verður skipt jafnt á alla...
.

626-gold-coins- 

.

Fólkið rak upp fagnaðaróp... húrra, húrra...

Byrjið nú að slípa steinana sem þið komuð með ykkur og búið til hjól...

Og þarna á þessu íbúaþingi í Kuzhrass var fyrsta hjólið fundið upp.

En enginn veit enn þann dag í dag af hverju þeir Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur héldu á refaskinninu á milli sín.

.

 lh410-fr

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband