Verum sjálfbjarga

Undanfarin ár hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að leggja íslenska matvælaframleiðslu af; Lambakjötið, mjólkina og ostana var algjör óþarfi að framleiða á Íslandi, af því að það var svo ódýrt að flytja þessar afurðir inn... ég tala nú ekki um svínakjöts- og kjúklingaframleiðslu... þvílík heimska það var að standa í þeirri framleiðslu hér á landi... sama má segja um íslenskt grænmeti... hættum að framleiða grænmeti, sögðu þessir menn líka... hverjir voru það sem svona töluðu?

Jú, bara fyrir þá sem ekki muna; það voru Baugsmenn sem vildu hætta að framleiða mat á Íslandi.

.

 ostur_emmental

.

Ég hef alltaf verið hlynntur og hliðhollur íslenskum matvælum, þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að við komum alltaf til með að framleiða dýrari vörur heldur en stórþjóðir. Markaðurinn er svo lítill að erfitt er að ná hagkvæmni fram.

En það er líka spennandi að framleiða í litlum einingum. Ég þekki nokkrar grænmetisbændur og hef verið í sambandi við þá í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að fara í búð og sjá kartöflur, papriku, agúrku, tómata, gulrætur, hvítkál, blómkál, spergilkál, lífrænt ræktað grænmeti o.s.frv. sem eru merktar ákveðnum bónda. Viðskiptavinurinn sér gulrótarpoka og á honum stendur; Gulrætur frá Reykjum í Fnjóskadal. Kartöflur frá Lómatjörn o.s.frv. gæðavörur sem kúnninn vill geta keypt aftur og aftur.

.

 carrot1

.

Grænmetisframleiðslan hér á landi fullnægir engan veginn innanlandsneyslunni. Við flytjum inn  grænmeti í stórum stíl, tómata, agúrkur, papriku o.s.frv. Einnig nær öll svokölluð "pokasalöt" eru flutt inn til landsins.

Grænmetisbændur sem rækta sitt grænmeti í gróðurhúsum hafa í gegnum tíðina þurft að borga mjög hátt verð fyrir rafmagn. Ég hef aldrei skilið það.

.

getfile 

.

Er ekki lag núna að selja þeim rafmagnið á sama verði og stóriðjan er að kaupa rafmagnið á og stórauka framleiðslu á grænmeti? Við gætum haft það fyrir markmið að geta framleitt og selt íslenskt grænmeti allt árið um kring.

Með því að efla landbúnaðinn, viðhöldum við þekkingunni.  Við kunnum þá að búa til mat áfram. Við skjótum rótum undir öryggi okkar og getum lifað af í þessu landi með sæmilegum hætti þó að óvænt áföll dynji yfir.

 


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mæl þú karla hæzt & heillaztur...

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svakalega góður punktur þetta með rafmagnið. Örugglega ótal svona atriði (sem mér betur upplýstara fólk getur komið með) sem hægt er að nýta til að efla íslenskt á allan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Tek undir þessi orð þín  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.10.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: kop

Gott fyrir Íslendinga að geta bjargað sér með innlendum landbúnaðarafurðum.

Í harðindum fyrr á öldum, leiddist fólk útí að éta bækur til að draga fram lífið.

Hvernig er það annars með íslenska peningaseðla, eru þeir ætir?

kop, 14.10.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: Gunnar Níelsson

Brattur ég er innilega sammála þér.

Gunnar Níelsson, 14.10.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd þessi með rafmagnið! Mér finnst eins og ég hafi heyrt hana áður - kannski af því að við vorum í svipuðum branza.....?

Vitaskuld á að selja garðyrkjubændum orku á stóriðjuprís! 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sammála Brattur, þarna hittirðu höfuðið á naglanum .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband