Færsluflokkur: Dægurmál
Síldarbátar í kartöflugarðinum
7.12.2007 | 00:27
... var á Grundarfirði í dag og tók þessa mynd þar... skemmtilegt að sjá síldveiðiskipin að veiðum upp í fastalandi... og svo stökkva menn bara í land í kaffi og kleinur...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sagan um uppruna Laufabrauðsins - seinni hluti
2.12.2007 | 14:15
Þegar brauðið kláraðist kallaði Ólafur hátt og hvellt svo heyrðist til næstu húsa Laufa... brauð... meira brauð og aftur Laufa, brauð, komdu með brauð vinan mín.
.
.
Urðu konur í næstu húsum mjög forvitnar og langaði að vita hvernig það brauð væri sem Ólafur kallaði svo hátt á og fóru heim til þeirra hjóna og sögðu: Af hverju kallar hann Óli alltaf Laufa-brauð, Laufa-brauð? Var þeim sögð sagan og báðu þær Laufu þegar um uppskriftina og var það auðsótt mál, ef þær lofuðu því að enginn utan fjarðarins fengju nokkurn tíma að sjá hana. Þær lofuðu því og nefndu brauðið Laufabrauð eftir kalli Ólafs.
.
.
Seinna þegar Ísland var albyggt kvisaðist það út að á Ólafsfirði væri til sérstök tegund brauðs er borðað væri á jólum eingöngu og þætti gott. Þingeyingar vildu gjarnan komast yfir uppskriftina og eigna sér hana, enda manna ánægðastir með lífið og þykjast gjarnan upphafsmenn alls. Til dæmis þegar Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, fyrst allra kaupfélaga á Íslandi að þeirra mati, var kaupfélag Ólafsfirðinga löngu komið á hausinn.
.
.
Þingeyingar gerðu út leiðangur til Ólafsfjarðar og stálu uppskriftinni af gamalli ekkju lasburða. En þegar þeir rifu blaðið úr uppskriftabókinni hennar varð eftir setning neðst þar sem stóð kúmen eftir smekk. Þess vegna sjá menn að upprunalegt Laufabrauð er með kúmeni en önnur ekki. Þingeyskt Laufabrauð er því bara plat.
Viljirðu fá ekta Laufabrauð verður þú að snúa þér til einhvers góðs Ólafsfirðings sem gerir brauðið eftir uppskriftinni hennar Laufu gömlu. Til gamans má geta að bróðir Laufu var Skarphéðinn Skata hann fann upp skötuna. Þá var Patrekur pipar einnig bróðir þeirra, en sá fann upp piparkökuna. Þeirra saga verður sögð síðar.
.
.
Ýmsa aðra siði sérstaka höfðu Ólafsfirðingar á jólum. Skal hér eitt dæmi tekið til gamans í lokin.
Til að skemmta börnum sínum um jólin var sú nýbreytni tekin upp er fólk af öpum komið fór að setjast að í nálægum byggðum að farinn var leiðangur til bæjar eins skammt frá er Akureyri hét. Þar voru fengnir nokkrir sveinar, oftast þrettán, að láni til að skemmta krökkum Ólafsfirðinga. Fólk það er á Akureyri bjó þótti mjög skrýtið og sérkennilegt og ekki þótti það beint stíga í vitið og því tilvalið skemmtiefni.
.
.
Eftir ein jólin voru sveinar þessir sendir í fyrsta skiptið einir heim, gangandi yfir Tröllaskagafjöllin. Sem vita mátti rötuðu þeir ekki heim, villtust á fjöllum og eru þar enn. Þeir koma þó til byggða einu sinni á ári um þetta leiti árs og litlu börnin kalla þá jólasveina.
Ég kalla þá nú bara Akureyringa.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Aðventu-átak
1.12.2007 | 00:30
Þórdís Tinna, Moggabloggari númer eitt, er engin venjuleg kona.
Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.
Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða.
Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.
Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki.
Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur. Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.
Bankareikningur
0140-05- 015735. Kt.101268-4039
Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagan um uppruna Laufabrauðsins - fyrri hluti
29.11.2007 | 19:37
Sagan um uppruna Laufabrauðsins. - fyrri hluti -
.
.
Nokkru áður en Ísland fannst sem kallað er, af Ingólfi strokumanni frá Noregi, hafði sest að fólk og hafið búsetu í hjarta Tröllaskagans. Engin vissi hvaðan þetta fólk hafði komið. Talið er þó vegna hárrar greindarvísitölu og gjörfulleika fólksins, að það hafi ekki verið komið af öpum eins og aðrir sem jörð þessa byggja. Tilgátur eru á lofti um að það hafi verið komið langt að, jafnvel frá fjarlægum sólkerfum.
.
.
Fólk þetta settist að í frjóum og afskekktum firði með háum fjöllum allt í kring. Fjörðinn nefndu þau Ólafsfjörð eftir foringja sínum, Ólafi Bekk.
Ólafur Bekkur átti konu eina, mikinn skörung og skemmtilega, hún kunni líka ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, blessunin. Kona þessi hét Laufa og bar eftirnafn manns sín.
Laufa Bekkur hét hún því fullu nafni. Hún var ætíð góð við kallinn sinn og hugsaði um hann af natni og ást. Ólafur Bekkur sást því aldrei öðruvísi en brosandi.
.
.
Seinna umbraust, sem kallað er, F-ið í nafninu Laufa í G og þaðan er nútímanafnið Lauga komið. Þetta merka brauð sem hér er um fjallað, ætti því að heita Laugabrauð, en ekki Laufabrauð í dag.
Laufa var góður kokkur, eldaði og bakaði ýmislegt er þeir sem síðar komu til landsins höfðu aldrei séð hvað þá smakkað og var margt af því tengt jólahátíðinni. Enginn vissi reyndar í þá daga af hverju þeir voru að halda jólin hátíðleg.
.
.
Brauð var steikt um jól og borðað með jólamatnum ásamt öli sem karlmennirnir brugguðu. Sagt er að þegar Ólafur hafi verið orðinn hýr og kátur mjög á jólum, hafi hann étið manna mest af kjöti með Þora baunum og niðurstúf... niðurstúfur var hvít sósa ekki ósvipuð þeirri sósu sem við í dag við köllum uppstúf... og Þora baunirnar eru náttúrulega bara grænu baunirnar sem við köllum nún Ora baunir.
En í þá daga voru það bara hinir hugrökkustu sem þorðu að borða þessar grænu baunir, Þora baunirnar, liturinn á þeim skefldi.
.
.
Hefð var hinsvegar fyrir því að borða hanginn Skarf á Aðfangadag þar sem meðlætið var soðnar kartöflur með njólauppstúf.
Best þótti þó Óla kallinu samt þunna brauðið er elskulega Laufa hans hafði steikt uppúr feiti og kláraðist það ætíð fyrst allra kræsinga af borðum.
Það eina sem Ólafi fannst betra en Laufabrauðskaka með sméri, voru tvær Laufabrauðskökur með sméri.
.
.
... framhald...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jóla-undirbúningur
19.11.2007 | 20:43
... það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar jólin nálgast... þrífa... baka... kannski mála einn vegg, eða ofn... fara í klippingu... hraðátak í megrun... kaupa jólagjafir... skrifa jólakort... huga að jólasteikinni... sama í matinn og síðustu jól... hmm... setja skóinn út í glugga... um að gera að trúa á jólasveininn fram í rauðan dauðann...
... svo eru sumir hlutir meira ómissandi en aðrir... hjá mér er það Laufabrauðið... Laufabrauð með kúmeni... ég er alveg viss um að ef ég fengi ekki Laufabrauð með kúmeni... þá yrðu engin jól...
.
.
... svo þarf að tékka á því hvort maður eigi nógu fín jólaföt og í hverju maður ætlar að klæðast undir jólafötunum... hvernig jólaundirbúningi ætla ég að klæðast í ár... það þýðir ekkert að vera glerfínn að utan og svo í einhverjum druslum innanundir... hér kemur jóla-undirbúningurinn minn í ár...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Einhliða viðræður
16.11.2007 | 22:18
... úpps... nú er mikilli vinnutörn lokið hjá mér... og mikið er ég feginn... hef ekkert bloggað í langan tíma... og enginn tími til að blogga eða skoða hvað er að gerast á bloggsíðum... en nú er betri tíð í vændum með blóm í haga... að vísu skrepp ég nokkra daga í útlandið í næstu viku... en svo þegar desember rennur upp, þá er best að sækja einhverjar heimatilbúnar jólasögur og birta hérna... má þar m.a. nefna sögulega skáldsögu um uppruna Laufabrauðsins...
... hér kemur að þessu sinni örstutt innlegg í þáttaröðinni "Orðin krufin"...
... hef lengi velt fyrir mér orðunum "Einhliða" viðræður og "Tvíhliða" viðræður... þetta er alltaf í fréttunum... ég skil þetta ekki alveg og þó...
eru ekki "Einhliða" viðræður þegar annar aðilinn talar og hinn þegir... ? það hlýtur bara að vera...´
... í "Tvíhliða" viðræðum þá má hinn tala... er þetta ekki bara svona...?
... svo þegar fjarlægja þarf t.d. botnlanga... þá er viðkomandi skorinn "upp"... ef að viðkomandi hefur t.d. verið rollubóndi, þá er hætta á því að rollurnar hans verði skornar "niður"... ef maðurinn kemst ekki fljótlega á lappirnar... sbr. vísuna... Jón var skorinn upp, en rollurnar hans niður...
... annars var hún Bibba á Brávallagötunni mikið í uppáhaldi... enda ekki skortur á athugunarleysi á þeim bænum...
... og svo var það kunningi minn sem sló stundum saman orðtökum og málsháttum...
.
.
... þessi var mikill Valsari og var ekkert sérlega vel til KR-inga eins og gengur... einu sinni kom einn Valspiltana á nýjum fótboltaskóm á æfingu... vinur minn horfði á skóna, sem voru svartir og hvítir, röndóttir... sem sagt alveg í KR "litunum"....
Gapandi af undrum og hneykslun sagði vinurinn; Hvernig datt þér að kaupa þessa skó í hug?
... ég hef alltaf síðan haldið mikið upp á þessa setningu...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Orðin krufin
29.10.2007 | 19:57
Sælir, kæru hlustendur og velkomnir að viðtækjunum... þetta er þátturinn "Orðin krufin"... annar kapítuli...
... þekkt er að fólk notar dýrategundir sem annaðhvort uppnefni á annað fólk, eða hrós...
... þú ert nú meiri asninn er líklega mest notaða orðið þegar einhver er hálfgerður sauður... svo eru orð eins og asnaprik... þar sem búið er að tálga asna úr spýtu... og sá er ekki eins mikill asni og sá sem er úr holdi og blóði...
... eru kindur heimskar; sagði konan við manninn sinn,... já lambið mitt svaraði maðurinn hugsunarlaust... svona menn eiga náttúrlega ekki að hafa bílpróf... það finnst mér... jafnréttissinnanum a.m.k.
... þá er api sérstaklega vinsælt orð í þessu samhengi... ég myndi vilja uppfæra þetta og segja... þú ert nú meiri Órangútinn Gunni... þá gæti Gunnar í sjálfu sér verið allt í einu : asni - sauður - asnaprik - lamb og api... Gunnar ekkert meint til þín... bara notaði nafnið þitt í þessu dæmi af því ég veit þú ert ekki viðkvæmur... þó þú sért kannski heldur ekkert lamb að leika sér við....
... Páfagaukurinn er alltaf ofarlega... skarfur... spói,en aldrei t.d. Blesönd...get alveg séð fyrir mér ákveðna tegund af konum sem þetta orð mætti hafa yfir... ekkert neikvætt.... klæðaburðurinn bara svolítið spes....
Svo eru það sjávardýrin... ég er syndur eins og selur, frekar jákvætt... en mætti alveg vera blöðruselur, ... þá er maður orðinn fitubolla.... svo er einhver annar algjör þorskur... af hverju hættum við ekki að segja "þorskhaus"... og segjum frekar... þú ert nú meiri "Skötuselshausinn", það er miklu áhrifameira...því flestir þekkja forljótan hausinn á þeirri skepnu...
... svo þegar við förum að segja eitthvað fallegt, þá erum við komin í jurtaríkið, elsku blómið mitt, elsku rósin mín...
... ekki víst að það félli í jafn góðan jarðveg að segja... elsku Biðukollan mín, elsku Gulmaðran mín... þú ert algjör Götubrá... ég dýrka þig elsku Garðabrúðan mín.... það finnst mér sætt...
... konur gætu síðan notað orð við karlmenn eins og...
... elsku Hanakamburinn minn... dásamlegi Helluhnoðrinn minn.... eða jafnvel helv... Haugarfinn þinn... ef að illa liggur á...
... kæru hlustendur, hættið að skamma skammdegið, það er búið að skamma það nóg í gegnum tíðina...
og munið... það blæðir ekki inn á það sem ekki er til...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hálf hola
27.10.2007 | 22:07
... margt er flókið í lífinu... og ekki er alltaf einfalt svar við einföldum spurningum...
... eins og það að grafa hálfa holu... ég hef prufað það... fór í gær út í ausandi rigningu með nýlega malarskóflu, í þeim tilgangi að grafa hálfa holu... ég gróf einn metra ofan í jörðina og mokaði svo aftur ofan í helmingnum af mölinni og moldinni... og þá var eftir hálf hola... ég vissi það, af því að ég hafði í upphafi mokað heila holu og svo minnkað hana um helming rétt á eftir... en þetta vissu náttúrulega ekki aðrir... þeir héldu örugglega að þetta væri bara venjuleg hola... ég varð því að gera tilraun...
... gömul kona gekk hjá, ég kallaði á hana og spurði; hvað er þetta? og benti á hálfu holuna... farðu nú heim til þín vinur og láttu renna af þér; sagði sú gamla. Ég er ekki fullur, svaraði ég að bragði... jæja, vinur allt í lagi... viltu kannski koma inn til mín, ég á heima hérna í græna húsinu hinum megin við götuna.. ég skal hella upp á lútsterkt kaffi og gefa þér kleinur með... nei, nei... ég þarf ekki neitt, nema hvort þú getir sagt mér hvað þetta er; sagði ég örvæntingarfullur og benti á hálfu holuna. Þetta, sagði sú gamla, þetta er hálf hola... ég horfði á hana eins og hún væri frelsarinn sjálfur... stökk á hana og faðmaði... Já! hrópaði ég, þetta er rétt hjá þér gamla kona; en hvernig vissir þú þetta????
... jú, ef þetta væri hola þá væri hún helmingi dýpri... sagði sú gamla, snéri við mér baki og rölti yfir götuna í átt að græna húsinu...
... elding lýsti upp blásvartan himininn, rigningin buldi á mér og rann úr hárlubbanum niður kinnarnar... ... ég tók skófluna, og setti hana upp á öxlina og hélt af stað heim...
... kulda og ánægjuhrollur hríslaðist niður bakið um leið og þrumuhljóðið klauf næturhimininn....
Dægurmál | Breytt 28.10.2007 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Arfadallur -sunnudagshugvekja
21.10.2007 | 11:45
... það er vita mál að ég er hálfgerður rugludallur... skemmtilegt orð rugludallur... hvað er rugla... gæti þessi dallur ekki eins heitið ugludallur?... þ.e. dallur þar sem uglur koma saman til að ugla...hmm?
... svo er talað um að vera arfaruglaður... af hverju eru arfar ruglaðir... ??? mér finnst þetta vera hálfgerð árás á þessa annars fallegu plöntu, sem ég held talsvert uppá... stundum er ég svo kátur að mér finnst ég vera arfaru-glaður... eins og núna... ég er ofboðslega arfaru-glaður í morgunsárið....
... sumir myndu segja að ég væri alvöru rugludallur... ég er samt eiginlega kominn á þá skoðun að ég sé svona sambland af því að vera arfaruglaður og rugludallur; sem sagt, ég er arfadallur
... konur eru auðvitað ekki rugludallar, þær eru náttúrulega rugludollur... til hamingju með það, konur...
... fleiri orð eru til í þessum anda, dettur t.d. í hug orðið kolgeggjaður, hvernig verður maður kolgeggjaður...hmm...
ég held að þetta sé komið úr grillheiminum... allir að grilla blindfullir út um allt Ísland... hausinn fyllist af reiknum frá kolunum... og bingó... menn verða kolgeggjaðir...
... svo er til fólk sem er snarruglað... ég hef aðeins verið að spá í þetta orð og tilurð þess... og komist að þeirri niðurstöðu að sjá sem fer á hestbaki til að snara kálf, en snarar svo sjálfan sig í staðinn, af því að hann þekkti ekki muninn á sér og kálfinum, hann er snarruglaður...
... þetta var nú bara sunnudagshugleiðing í nýjum þætti mínum; "Orðin krufin"
... ég er nú meiri þöngulhausinn... þöngulhaus... hvernig orð er það nú einginlega... hmm... nei, nú er nóg komið, bíður næsta þáttar...
Sandalar
18.10.2007 | 23:16
... orðaröð skiptir vissulega máli....
.... t.d. aumingja Brattur.... eða Brattur aumingi... það er stór munur á... orð skipta líka máli... mér skilst að það séu a.m.k. 20 mismunandi meiningar með orðinu "jæja"...
jæja, best að fara að leggja sig... jæja, viltu slást!... jæja, eigum við að fara að koma... jæja, drífum okkur... jæja, þú segir það...jæja þá ég gefst upp...
... mér finnst sum orð líta illa út og furðulegt að einhverjum skildi hafa dottið í hug að búa til orð eins og berrassaður... freknur... svið... kleinur... sandalar... ekki myndi ég vita hvað þessi orð þýddu, ef ég kynni ekki íslensku...
... talandi um sandala, þá geta þeir verið gersemar eins og eftirfarandi saga vitnar um... ég reyndar keypti mér inniskó í dag, handgerða... á eftir að fara í þá og sjá hvort þeir virka eins og sandalarnir í þessari sögu...
Það var einu sinni maður sem fór og ætlaði að kaupa sér skó. Hann fór á Laugarveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð áður. Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji sem klæddur var í týpíska múnderingu, kufl og allt. Indverjinn segir "Góður dagur." "Góðan dag" segir maðurinn, ég er kominn til að kaupa kuldaskó.
"Nei, nei þú kaupa sandalar" segir Indverjinn.
"Nei, hva, það er að koma vetur, ég hef ekkert að gera við sandala. Mig vantar kuldaskó", endurtekur maðurinn.
"Þú vantar sandalar, sandalar gera þig æstan", segir Indverjinn og hneigir sig.
"Gera sandalar mig æstan? hváir maðurinn. "´Já", segir Indverjinn og réttir honum sandala. Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg prufað þetta og tekur við sandölunum. Eitthvað gekk honum nú illa að setja á sig sandalana, enda aldrei farið í sandala áður, en um leið og þeir voru komnir á fætur hans verður hann ógurlega æstur, hann ræður ekkert við þörfina og ríkur á Indverjann og kippir upp kuflinum.
Þá argar Indverjinn upp yfir sig "nei, nei þú vera í krummafótur".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)