Sagan um uppruna Laufabrauðsins - fyrri hluti

Sagan um uppruna Laufabrauðsins. - fyrri hluti -

xjxollaufabraud7-stort 

 

Nokkru áður en Ísland „fannst“ sem kallað er, af Ingólfi strokumanni frá Noregi, hafði sest að fólk og hafið búsetu í hjarta Tröllaskagans. Engin vissi hvaðan þetta fólk hafði komið. Talið er þó vegna hárrar greindarvísitölu og gjörfulleika fólksins, að það hafi ekki verið komið af öpum eins og aðrir sem jörð þessa byggja. Tilgátur eru á lofti um að það hafi verið  komið langt að, jafnvel frá fjarlægum sólkerfum.

.

 46-2

Fólk þetta settist  að í frjóum og afskekktum firði með háum fjöllum allt í kring. Fjörðinn  nefndu þau Ólafsfjörð eftir foringja sínum, Ólafi Bekk.
Ólafur Bekkur  átti konu eina, mikinn skörung og skemmtilega, hún kunni líka ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, blessunin. Kona þessi hét Laufa og bar eftirnafn manns sín.
Laufa Bekkur hét hún því fullu nafni. Hún var ætíð góð við kallinn sinn og hugsaði um hann af natni og ást. Ólafur Bekkur sást því aldrei öðruvísi en brosandi.

.

 bad%20morning

 

Seinna umbraust, sem kallað er,  F-ið í nafninu Laufa í G og þaðan er nútímanafnið Lauga komið. Þetta merka brauð sem hér er um fjallað,  ætti því að heita Laugabrauð, en ekki Laufabrauð í dag.

Laufa var góður kokkur, eldaði og bakaði ýmislegt er þeir sem síðar komu til landsins höfðu aldrei séð hvað þá smakkað og var margt af því tengt jólahátíðinni. Enginn vissi reyndar í þá daga af hverju þeir voru að halda jólin hátíðleg.

.

 hangikjoet

Brauð var steikt um jól og borðað með jólamatnum ásamt öli sem karlmennirnir brugguðu. Sagt er að þegar Ólafur hafi verið orðinn hýr og kátur mjög á jólum, hafi hann étið manna mest af kjöti með Þora baunum og niðurstúf... niðurstúfur var hvít sósa ekki ósvipuð þeirri sósu sem við í dag við köllum uppstúf... og Þora baunirnar eru náttúrulega bara grænu baunirnar sem við köllum nún Ora baunir.
En í þá daga voru það bara hinir hugrökkustu sem þorðu að borða þessar grænu baunir, Þora baunirnar, liturinn á þeim skefldi.

 graenarbaunir

.

Hefð var hinsvegar fyrir því að borða hanginn Skarf á Aðfangadag þar sem meðlætið var soðnar kartöflur með njólauppstúf.
Best þótti þó Óla kallinu samt þunna brauðið er elskulega Laufa hans hafði steikt uppúr feiti og kláraðist það ætíð fyrst allra kræsinga af borðum.
Það eina sem Ólafi fannst betra en Laufabrauðskaka með sméri, voru tvær Laufabrauðskökur með sméri.

.

 hrif09

 

... framhald...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Óli þessi var semsagt hýr og vildi tvær fyrir eina.

Takk fyrir góðan fyrri part. hlakka til að heyra þann síðari. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.11.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki ónýtt að eiga sem bloggvin, mann eins þig Brattur minn. Tætir af þér þjóðlegan fróðleik og ljóð á heimsmælikvarða. Bíð spenntur eftir seinni hluta laufa(Laugu)brauðssögunnar. Einnig væri gríðarlega fróðlegt að fá nánari útlistun á því hvar helstu "þora"baunaakrarnir voru staðsettir á þessum tíma. Er nefnilega að spá í hvort ekki sé hægt að hefja ræktun á ný, svona sem "mótvægisaðgerð" við kvótaniðurskurði.

Halldór Egill Guðnason, 29.11.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Brattur

já, Halldór... ég skal vísa þér á "þora"-baunaakrana... næsta sumar... þær eru náttúrulega á Tröllaskaganum....ertu ekki til í smá business með mér... ég held þær eigi eftir að slá í gegn "þora"-baunirnar... taktu með þér eina rauðvín, vinur...

Brattur, 30.11.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eina? Júmöstbídjóking!

Halldór Egill Guðnason, 30.11.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband