Orðin krufin

Sælir, kæru hlustendur og velkomnir að viðtækjunum... þetta er þátturinn "Orðin krufin"... annar kapítuli...

... þekkt er að fólk notar dýrategundir sem annaðhvort uppnefni á annað fólk, eða hrós...

... þú ert nú meiri asninn er líklega mest notaða orðið þegar einhver er hálfgerður sauður... svo eru orð eins og asnaprik... þar sem búið er að tálga asna úr spýtu... og sá er ekki eins mikill asni og sá sem er úr holdi og blóði...

... eru kindur heimskar; sagði konan við manninn sinn,... já lambið mitt svaraði maðurinn hugsunarlaust... svona menn eiga náttúrlega ekki að hafa bílpróf... það finnst mér... jafnréttissinnanum a.m.k.

... þá er api sérstaklega vinsælt orð í þessu samhengi... ég myndi vilja uppfæra þetta og segja... þú ert nú meiri Órangútinn Gunni... þá gæti Gunnar í sjálfu sér verið allt í einu : asni - sauður - asnaprik - lamb og api... Gunnar ekkert meint til þín... bara notaði nafnið þitt í þessu dæmi af því ég veit þú ert ekki viðkvæmur... þó þú sért kannski heldur ekkert lamb að leika sér við....

... Páfagaukurinn er alltaf ofarlega... skarfur... spói,en aldrei t.d. Blesönd...get alveg séð fyrir mér ákveðna tegund af konum sem þetta orð mætti hafa yfir... ekkert neikvætt.... klæðaburðurinn bara svolítið spes....

Svo eru það sjávardýrin... ég er syndur eins og selur, frekar jákvætt... en mætti alveg vera blöðruselur, ... þá er maður orðinn fitubolla.... svo er einhver annar algjör þorskur... af hverju hættum við ekki að segja "þorskhaus"...  og segjum frekar... þú ert nú meiri "Skötuselshausinn", það er miklu áhrifameira...því flestir þekkja forljótan hausinn á þeirri skepnu...

... svo þegar við förum að segja eitthvað fallegt, þá erum við komin í jurtaríkið, elsku blómið mitt, elsku rósin mín...

... ekki víst að það félli í jafn góðan jarðveg að segja... elsku Biðukollan mín, elsku Gulmaðran mín... þú ert algjör Götubrá...  ég dýrka þig elsku Garðabrúðan mín.... það finnst mér sætt...

... konur gætu síðan notað orð við karlmenn eins og...

... elsku Hanakamburinn minn... dásamlegi Helluhnoðrinn minn.... eða jafnvel helv... Haugarfinn þinn... ef að illa liggur á...

... kæru hlustendur, hættið að skamma skammdegið, það er búið að skamma það nóg í gegnum tíðina...

og munið... það blæðir ekki inn á það sem ekki er til...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Skötuselshausinn", Brattur, er það ekki Kim Larsen, ha?

Halldór Egill Guðnason, 29.10.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Brattur

... jú, Halldór... þeir eru nánast eins...

Brattur, 29.10.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

svo er líka talað um að vera veikur fyrir fíflum............

Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert nú meira svínið Brattur!

Edda Agnarsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Huhum...stúlkur.: Stillið ykkur, mönnum getur nú sárnað

Halldór Egill Guðnason, 29.10.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er fróðlegur pistill hjá þér Njólatetur..   .. sit hér sveitt og læri orð.

Anna Einarsdóttir, 30.10.2007 kl. 08:36

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bara rétt að spyrja að dotlu Brattur.: Hvað meinar fólk eiginlega með því, þegar eitthvað eða einhver er voða sætur eða sæt, að fara að kalla viðkomandi rassgat, samanber.: "Hann er svo mikið rassgat" Aldrei skilið þetta. Verðugt verkefni að kryfja

Halldór Egill Guðnason, 30.10.2007 kl. 09:53

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er nokkuð búið að boða "sellufund"??  Hjá Ketilásnefndinni??

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2007 kl. 11:32

9 Smámynd: Brattur

Anna... mér finnst upphefð í því að vera Njólatetur... veit þú heldur mikið upp á Njóla

Já, Halldór... miklu nær að segja; þú ert svo mikil rasskinn... er það ekki svona dannaðra orði hmm...?

Vilborg.... ég er aldrei á sama stað, þeysist um landið þvert og endilangt... ég er eiginlega úr leik í bili....

Brattur, 30.10.2007 kl. 13:26

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvaða, hvaða????

Hvaða ferðalög eru þetta á þér góurinn?

Að þeysast um landið er drullusmart

en gefa því gaum er annað,

Á felgunum fer hann á fullri fart

fullur af ........... sem er bannað.

Ég er alveg svakalega mikið rassgat,  bræður mínir voru vanir að segja að það líktist helst afturstefni á belgískum togara.

Þið sem mig hafið kysst, ég meina séð, vitið þetta auðvitað, þetta var bara til að upplýsa konutetrið í Ketilánefndinni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.10.2007 kl. 20:15

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikið rosalega fer blátt þér vel Brattur! Flott mynd af þér höfðingi.

Halldór Egill Guðnason, 30.10.2007 kl. 21:42

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Núna ertu .... bæði asnaprik og helluhnoðri Brattur.

Blátt er flott á skáldinu, enda táknrænn litur sköpunargleðinnar 

Marta B Helgadóttir, 30.10.2007 kl. 22:17

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér verður svo tíðrætt um krukkur, dósir og dollur. Hvernig má það vera? Það er ekki dýr og þessutan tökuorð úr því vonda máli, dönsku, og sumt alls ekk orð eins og dolla.  Þú er nú meiri frekjudollan - nú eða dósin. Hún gekk á krukkum.  Hún er alger puntudós. Meiri krukkan, þessi kelling. Und so weiter und weiter.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:51

14 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Þið sem mig hafið kysst, ég meina séð, vitið þetta auðvitað, þetta var bara til að upplýsa konutetrið í Ketilánefndinni."  Takk fyrir upplýsingarnar Ingibjörg "konutetur" Friðriksdóttir.  Þó éwg skilji auðvitað hvorki upp né niður í þeim enda bara "konutetur"............

Vilborg Traustadóttir, 31.10.2007 kl. 11:57

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Allavega ekki illa meint, bara svona bull dagsins og á ekki við nein tetur af neinu tagi, Þú varst bara sú sem ég kannaðist ekkert við á blogginu hans Bratts, og ég þurfti að vekja á mér athygli, þar sem nefndarnafnið Keltilás.

Og ég vissi að það myndi auðvitað vekja athygli, að ég hefði verið kysst.

Veist þú hvað tetur merkir?

Ég veit það eiginlega ekki, en samt finnst mér það hljóma betur en konugarmurinn, eða konugreyið.  tetur, er það ekki einhver smávaxin eða lítil í sér.

Nú ætla ég inn á síðuna þína og skoða þig, þú ert ábyggilega skemmtileg og kannski hávaxnari en ég.  Ég er eitthvað langt á annann meter.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.10.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband