Sagan um uppruna Laufabrauðsins - seinni hluti

Þegar brauðið kláraðist kallaði Ólafur hátt og hvellt svo heyrðist til næstu húsa „Laufa... brauð... meira brauð“ og aftur „Laufa, brauð, komdu með brauð vinan mín“.

.

OldWoman

Urðu konur í næstu húsum mjög forvitnar og langaði að vita hvernig það brauð væri sem Ólafur kallaði svo hátt á og fóru heim til þeirra hjóna og sögðu: „Af hverju kallar hann Óli alltaf  Laufa-brauð, Laufa-brauð“?  Var þeim sögð sagan og báðu þær Laufu þegar um uppskriftina og var það auðsótt mál, ef þær lofuðu því að enginn utan fjarðarins fengju nokkurn tíma að sjá hana. Þær lofuðu því og nefndu brauðið „Laufabrauð“ eftir kalli Ólafs.

 .

triumph_des_todes 

.

Seinna þegar Ísland var albyggt kvisaðist það út að á Ólafsfirði væri til sérstök tegund brauðs er borðað væri á jólum eingöngu og þætti gott. Þingeyingar vildu gjarnan komast yfir uppskriftina og eigna sér hana, enda manna ánægðastir með lífið og þykjast gjarnan upphafsmenn alls. Til dæmis þegar Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, fyrst allra kaupfélaga á Íslandi að þeirra mati, var kaupfélag Ólafsfirðinga löngu komið á hausinn.

.

 saeluhus_jokulsa_fjollum

.

Þingeyingar gerðu út leiðangur til Ólafsfjarðar og stálu uppskriftinni af gamalli ekkju – lasburða. En þegar þeir rifu blaðið úr uppskriftabókinni hennar varð eftir setning neðst þar sem stóð „kúmen eftir smekk“. Þess vegna sjá menn að upprunalegt Laufabrauð er með kúmeni en önnur ekki. Þingeyskt Laufabrauð er því bara plat.
Viljirðu fá ekta Laufabrauð verður þú að snúa þér til einhvers góðs Ólafsfirðings sem gerir brauðið eftir uppskriftinni hennar Laufu gömlu. Til gamans má geta að bróðir Laufu var Skarphéðinn Skata – hann fann upp skötuna. Þá var Patrekur pipar einnig bróðir þeirra, en sá fann upp piparkökuna. Þeirra saga verður sögð síðar.

.

skata.460p

.

Ýmsa aðra siði sérstaka höfðu Ólafsfirðingar á jólum. Skal hér eitt dæmi tekið til gamans í lokin.

Til að skemmta börnum sínum um jólin var sú nýbreytni tekin upp er fólk af öpum komið fór að setjast að í nálægum byggðum að farinn var leiðangur til bæjar eins skammt frá er Akureyri hét. Þar voru fengnir nokkrir sveinar, oftast þrettán, að láni til að skemmta krökkum Ólafsfirðinga.  Fólk það er á Akureyri bjó þótti mjög skrýtið og sérkennilegt og ekki þótti það beint stíga í vitið og því tilvalið skemmtiefni.

.

 nokkrir-jolasv

.

Eftir ein jólin voru sveinar þessir sendir í fyrsta skiptið einir heim, gangandi yfir Tröllaskagafjöllin. Sem vita mátti rötuðu þeir ekki heim, villtust á fjöllum og eru þar enn. Þeir koma þó til byggða einu sinni á ári um þetta leiti árs og litlu börnin kalla þá jólasveina.

Ég kalla þá nú bara Akureyringa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kom ekki Guðríður Símonardóttir með brauðuppskriftina frá Marokkó?

Snilldarmyndir, sérstaklega er ég hrifin af skötunni og svo er konumyndin sterk!

Edda Agnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Amma hafði alltaf mikinn sykur í laufabrauðinu og steikti það vel. Það þótti mér alltaf svo gott en það er eins og að bjóða Svíum eitur að bjóða þeim uppá dísætar hveitikökur steiktar í dýrafeiti. Þó eru þeis sem búa í norður Svíþjóð mun vinsamlegri í þessu máli enda éta þeir líka kæsta síld.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.12.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta þarf að gefa út, yrði frábært sem  sögusafn heimilanna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.12.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Bara snilld þessi saga um uppruna Laufabrauðsins,og þar sem ég er Þingeyingur geld ég fyrir fljótfærni forfeðra minna, og hef aldrei smakkað Laufabrauð með kúmeni

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.12.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið er gott að kunna á þessu skil, loksins. Takk fyrir þetta, Brattur minn. Og Ásgeir, alveg er ég til með prófa að setja sykur í laufabrauðið þessi jól, þetta hef ég bara aldrei heyrt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.12.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekkert sem heitir Brattur. Það verður sett kúmen til prufu með í ár á þessum bæ.

Halldór Egill Guðnason, 5.12.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband