Einhliða viðræður

... úpps... nú er mikilli vinnutörn lokið hjá mér... og mikið er ég feginn... hef ekkert bloggað í langan tíma... og enginn tími til að blogga eða skoða hvað er að gerast á bloggsíðum... en nú er betri tíð í vændum með blóm í haga... að vísu skrepp ég nokkra daga í útlandið í næstu viku... en svo þegar desember rennur upp, þá er best að sækja einhverjar heimatilbúnar jólasögur og birta hérna... má þar m.a. nefna sögulega skáldsögu um uppruna Laufabrauðsins...

... hér kemur að þessu sinni örstutt innlegg í þáttaröðinni "Orðin krufin"...

... hef lengi velt fyrir mér orðunum "Einhliða" viðræður og "Tvíhliða" viðræður... þetta er alltaf í fréttunum... ég skil þetta ekki alveg og þó...

eru ekki "Einhliða" viðræður þegar annar aðilinn talar og hinn þegir... ? það hlýtur bara að vera...´

... í "Tvíhliða" viðræðum þá hinn tala...  er þetta ekki bara svona...?

... svo þegar fjarlægja þarf t.d. botnlanga... þá er viðkomandi skorinn "upp"... ef að viðkomandi hefur t.d. verið rollubóndi, þá er hætta á því að rollurnar hans verði skornar "niður"... ef maðurinn kemst ekki fljótlega á lappirnar... sbr. vísuna... Jón var skorinn upp, en rollurnar hans niður...

... annars var hún Bibba á Brávallagötunni mikið í uppáhaldi...  enda ekki skortur á athugunarleysi á þeim bænum...

... og svo var það kunningi minn sem sló stundum saman orðtökum og málsháttum...

.

 old-sneakers-719759

.

... þessi var mikill Valsari og var ekkert sérlega vel til KR-inga eins og gengur... einu sinni kom einn Valspiltana á nýjum fótboltaskóm á æfingu... vinur minn horfði á skóna, sem voru svartir og hvítir, röndóttir... sem sagt alveg í KR "litunum"....

Gapandi af undrum og hneykslun sagði vinurinn; Hvernig datt þér að kaupa þessa skó í hug?

... ég hef alltaf síðan haldið mikið upp á þessa setningu...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að sjá færslu frá þér aftur!  Saknaði þín af fundinum.  Varstu í sláturgerð?

Vilborg Traustadóttir, 17.11.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Hugarfluga

Velkomin til bloggheima. Var farin að naga mig í handarkrikana yfir skorti á bloggleysi hjá þér!

Hugarfluga, 17.11.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Upp og niður,út á hlið. Hélt þú værir hættur í blogginu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.11.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband