Færsluflokkur: Dægurmál

Pekka

... einu sinni kunni ég Pekka og Nurmi brandara... þeir kumpánar lentu í ýmsum hremmingum á æviskeiði sínu og þótti sopinn verulega góður....
Sá sem sagði mér þessa Pekka brandara fór með þá á íslensku með blöndu af einhverri óskilgreindri skandinavísku... best að sjá hvort ég kann einhvern ennþá...

Einu sinni var Pekka að veiða á Kekkonen-söen í gegnum vök. Það var 50 stiga gaddur en Pekka var ekki með neina húfu.
Maður kemur til hans og spyr; Af hverju ertu ekki með húfu Pekka í þessu rosalega frosti?

Har du ikke hört um den stora ulikka på Kekkonen-söen sidste år? Svaraði Pekka.

Nei, maðurinn hafði ekkert heyrt um þetta stórslys... hvað gerðist eiginlega?

Ju, svarði Pekka. Það var þannig að til mín kom maður og bauð mér snafs; og jeg hörte det ikke.

.

MC_EVN19

.


Ísland er land þitt

... ég keyrði til Grundarfjarðar síðastliðinn föstudag í fallegu veðri... landið og náttúran stendur alltaf fyrir sínu...

.

 Seljafell

.

Seljafell í Miklaholtshreppi.

.

 Álftir

.

Álftir á túni í Kolbeinsstaðahreppi.

.

Fjall

.

Einnig úr Kolbeinsstaðahreppi.

 

Haustljóð.

Vor er indælt, ég það veit,
þá ástar kveður raustin,
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.

höf. Steingrímur Thorsteinsson

 


Sleðabankinn

... Einu sinni voru þrír rosknir andar sem voru hættir að vinna, en langaði samt að vinna svona hálfan daginn áður en þeir settust í helgan stein...

Þeir ákváðu því að stofna fyrirtæki sem smíðaði sleða, svona gamaldags snjósleða... Á sumum stöðum voru slíkir sleðar kallaðir dragsleðar (framborið drasssleðar)...

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá voru þessir dragsleðar ekki fyrir svokallaðar dragdrottningar, enda sú tegund fólks ekki til í þá daga, held ég.

.

 Sledge-2

.

En rosknu vinirnir þrír sem hétu, Þverrandi, Dvínandi og Vínandi stofnuðu fyrirtæki sem þeir nefndu "Sleðabankann"

Vínandi var þeirra frekastur og réði í raun öllu, hvernig sleðarnir voru smíðaðir, verðlagðir og markaðssettir. Þverrandi og Dvínandi unnu öll verkin þöglir og þolinmóðir. Vínandi reif hinsvegar kjaft við gesti og gangandi þegar hann mátti vera að því að vera í vinnunni.

Hann hélt nefnilega að hann væri skáld og var alltaf að yrkja.
Hér er sýnishorn af skáldskap hans:

Endurnar á tjörninni
þær synda í kvöldsins blæ
Af hverju er hann Björn inni
en ekki úti á sæ?

.

 open_book

.

Þeir andarnir kunnu ekkert að smíða sleða, en töldu það samt enga hindrun.

Framleiðslan gekk ekki vel. Sleðarnir voru allir skakkir og ljótir og runnu ekkert í snjó. Enda var engin sala. Vínandi var einnig svo leiðinlegur við þá fáu kúnna sem komu að skoða, að viðskiptavinirnir hrökkluðust í burtu án þess að kaupa nokkuð.

Sleðarnir ljótu hrúguðust því upp á lagernum hjá þeim í Sleðabankanum, þar til þeir urðu að kaupa sér stærra lagerhúsnæði. Þeir héldu framleiðslunni áfram á fullu og fylltu nýja plássið einnig af forljótum sleðum.

Þetta ævintýri þeirra andanna endaði auðvitað með því að þeir urðu andlausir og fóru á höfuðið.

Saga þessi kennir okkur að það borgar sig ekki að vinna við það sem maður hefur enga þekkingu á.
Þá er betra að vera bara heima hjá sér og skrifa ljóð um endur.

.

 ducks-787976

.


Kreppulínan

... er að fara að framleiða nýja vörulínu undir merkinu Kreppa...

Kreppu græðandi smyrsl á sál og líkama.

Kreppueyðir... selst bara í 100 lítra tunnum.

Kreppu róandi... bleikar töflur 1 kg.í glasi.

Kreppu sjampó, fyrir skítugt hár.

Kreppu æði... beiskt súkkulaði.

Kreppu stubbar... notaðar litlar sígarettur.

Kreppu eyrnatappar... til að hvíla sig á útvarpsfréttunum.

Kreppu fréttagleraugu... með rósrauðu gleri til að horfa á sjónvarpsfréttir.

Kreppu lagið... Kátir voru 28 karlar... síðasta lag fyrir Kreppu...

Kreppu sandpappír... ja, veit ekki alveg hvernig á að nota hann...

Alla þessa línu setjum við svo á svokallaðan Kreppu á-stand.

.

DE25

.

Stöndum saman kaupum íslensku Kreppu vörurnar.


Ráðgjafar

Sjáðu þennan vitleysing, hann kann ekki að banka... getum við ekki hjálpað honum...

Jú... gefum honum ráð... hvernig ráð... bankaráð... heheheheh

.

 Muppet_051107093727103_wideweb__300x213

.


Greindarvísitalan

Það er svo mikið verið að tala um vísitölur í fjölmiðlunum þessa dagana. Ég ætla að minnast aðeins á greindarvísitöluna með smá sögu. Kannski væri ástandið í landinu betra hefði greindarvísitölunni verið gert hærra undir höfði.

Eins og menn vita þá kýta menn oft og skjóta á milli sín beittum orðaörvum, ekki síst beinast spjótin á milli nágrannabyggða... Siglfirðingar og Ólafsfirðingar og reyndar Dalvíkingar hafa löngu strítt hvorir öðrum, eins og þessi fullyrðing ber vitni um:

... þegar heimskasti Ólafsfirðingurinn flutti til Siglufjarðar, þá hækkaði greindarvísitalan á báðum stöðum...

.

flach-tim-monkey-face-2410296

.


Mundi á Önnunni

... Mundi átti þrjátíu tonna bát sem hét Anna... eins og konan hans... hann var því aldrei kallaður annað en Mundi á Önnunni...

Svo kom að því að Mundi fékk sér nýjan bát, nýja Önnu. Nýja Annan var með alls konar nýtískuleg tæki og fullt af tökkum í stýrishúsinu... Mundi sýndi öllum bæjarbúum nýju Önnuna með stolti og sagði; þessi takki er til að gera þetta og þessi er til að gera hitt o.s.frv.
Þá spurði einn gestanna; en þessi takki, til hvers er hann? Og benti á takka sem Mundi hafði ekki sagt neitt um.

Þessi, sagði Mundi, ég veit það ekki, það er bara gott að hafa hann.

.

 Transportation_0769

.


Ragnar Reykás

... Guðmundur Marteinsson hvetur fólk til að kaupa íslenskt! Ja, hérna Ragnar Reykás mættur á svæðið.

Ég veit ekki betur en að þeir Bónus menn hafi rekið mestan áróður í gegnum tíðina fyrir því að leggja íslenskan landbúnað niður... en þeir eins og venjulega haga seglum eftir vindi og þegar þeim hentar þá segja þeir bara eitthvað allt annað.

Þeirra mottó hefur alltaf verið; ef á þig er ráðist, þá skaltu svara fyrir þig með tvöfalt meira afli.

Dæmi; Þegar þeir hafa komið illa út í verðkönnunum, þá koma þeir í fjölmiðlana (sérstaklega sína eigin) og rakka verðkönnunarfólkið niður og segja það ekki kunna til verka og öll verðkönnunin sé ómark.
Eða þá að þeir banna verðkannanir í búðunum sínum, sbr. þegar þeir bönnuðu ASÍ að koma og gera verðkannanir í búðunum hjá sér. Þeir vilja sem sagt stjórna því hvernig verðkannanir eru gerðar og hvenær, þannig að þeir séu með allt sitt á tæru þegar verðkönnun er gerð alveg eins og í gamla daga þegar sagt var að DV sem gerði verðkannanir, hringdi í þá og lét vita áður en komið var í búðirnar. Þá gátu þeir lækkað öll verð hjá sér og komið vel út í könnunum.

.

thief

.

En ég gat ekki annað en brosað þegar Guðmundur Marteinsson; lestist Ragnar Reykás, skorar á fólk að velja íslenskt.

Bónus menn hafa alltaf verið snillingar í blekkingum og áróðri... og þar kemst engin með tærnar þar sem þeir hafa hælana.

Smáa letrið; þetta var morguntuð Bratts, a la Halldór í suðurhöfum (Tuðarinn).  Lofa að tuða ekki meira á næstunni


mbl.is Ótti gripur um sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga frá Kuzhrass

... einu sinni var ekki enn búið að finna upp hjólið...

Í þorpinu Kuzhrass fannst mönnum það ótækt...

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur ákváðu því að boða til fundar á gamla torginu, sem í daglegu tali var alltaf kallað Huzzið...

.

people_04

.

Þeir hengdu upp auglýsingu;

Allir smáir sem stórir sem kunna að hugsa í hringi, eru beðnir að koma á Huzzið, þrjú stundarglös eftir sólsetur... tilgangur fundarins er að finna upp hjólið og komast í sögubækur veraldarinnar um ókomna framtíð... Kuzhrass verður frægur bær... nöfn okkar þekkt... hafið með ykkur steina og steinaslípi...

Strax eftir sólsetur fór fólk að streyma að úr öllum áttum, karlar, konur, börn, gamalmenni... meira að segja Nenni gamli sem ekki hafði farið úr rúmi í fimmtán ár, skjögraði inn á Huzzið með glampa í gráum augum...

Fólkið settist á jörðina og beið... menn töluðu í hálfum hljóðum; hvað er hjól, hvað er hjól?

.

homeImage

.

Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur gengu síðastir inn á Huzzið... á milli sín héldu þeir á upprúlluðu refaskinni...

Ábúðamiklir stigu þeir upp á litla sviðið í austurenda torgsins. Þar var gamall hani á vappi, mállaus.

... hmm... kæru frændur og frænkur... við vitum að steinn sem er kringlóttur rúllar betur en steinn sem er ferkantaður... jamm, sagði fólkið það er satt og rétt...

... þess vegna datt okkur félögunum í hug að ef við gætum slípað til stein, gert hann kringlóttan og borað á hann gat, þá gætum við notað hann á börurnar sem við erum að draga um allar götur fullar af grænmeti og ávöxtum, já eða þá skít... hvað segið þið, haldið þið að þetta sé hægt???  Ef við getum gert þetta, þá ætlum við að kalla steininn hjól... við seljum hugmyndina um allan heim og verðum gríðarlega rík... öll sömul.. því gróðanum verður skipt jafnt á alla...
.

626-gold-coins- 

.

Fólkið rak upp fagnaðaróp... húrra, húrra...

Byrjið nú að slípa steinana sem þið komuð með ykkur og búið til hjól...

Og þarna á þessu íbúaþingi í Kuzhrass var fyrsta hjólið fundið upp.

En enginn veit enn þann dag í dag af hverju þeir Varduz varalesari og Fjulli flækjufótur héldu á refaskinninu á milli sín.

.

 lh410-fr

.

 


Osturinn

Við borðum ostinn að innan
gott er mjúkan að finn´ann
Við aldrei út aftur rötum
Þó hann sé allur í götum

Gott er saddur að vera
Hvað eigum við nú að gera?
Aldrei er ein stök báran
Eigum við kannski að klár´ann?

.

mice & cheese

 

.

 

 

 

 

 

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband