Færsluflokkur: Dægurmál
Ekkert partý
25.10.2008 | 10:54
... ég er hálf spældur að mér skyldi ekki vera boðið á kirkjuþingið... var nýbúinn að skrifa pistil um trúmál og hvernig hinn almenni Brattur lítur á andlegu hliðina á sjálfum sér...
... en ég er hálf feginn núna að hafa ekki fengið boðskort... það á nefnilega að stilla hátíðarhöldunum mjög í hóf... og það þýðir bara eitt; það verður ekkert messuvín í partýinu...
... ég hendi mér þá bara upp í sófa og horfi á United rústa Everton á eftir... með einn kaldann... nei annars... klukkan er bara ellefu... ég fæ mér bara Melroses og mjólkurkex...
.
.
![]() |
Kirkjuþing í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Næstumþvískáldið
24.10.2008 | 20:58
... einu sinni var næstumþvískáld...
... næstumþvískáld er maður sem vinnur við að sauma íslenska fánann eða þvíumlíkt en dreymir um að hætta því og gerast atvinnuskáld... vera á listamannalaunum og lesa upp úr verkum sínum á dimmum kaffihúsum... sama týpan og eilífðar stúdent... þið skiljið...
Næstumþvískáldið okkar hét Haugur en var alltaf kallaður Skítahaugur af því hann var svo líkur Sigmundi Þorkelssyni.
Einu sinni var Haugur staddur í Ríkinu. Þangað fór hann til að kaupa sér Púrtvín. Honum þótti Púrtvín sérlega ljúffengt. Toppurinn á öllu var svo að borða Toblerone með Púrtvíninu.
.
.
En þegar Haugurinn er að borga vínið við kassann í Ríkinu, hver slangrar þá ekki inn um dyrnar? Enginn annar en Sigmundur Þorkelsson... útigangslegur að vanda og vel rakur... með talsverðan fyrirslátt.
Sigmundur sér Hauginn strax og kallar; nei er ekki bara stór-stór-skáldið þarna... er verið að fá sér púrtara?
Heyrðu Skítahaugur, hélt Sigmundur Þorkelsson áfram... ég þarf að sýna þér ljóð sem ég var að semja... held að það sé algjörlega ódauðlegt...
Haugurinn og Sigmundur gengu út í blíðuna og fundu sér græna laut sem beið þeirra... þar var Púrtvínsflaskan opnuð sem og Toblerone-ið.
Sigmundur Þorkelsson fékk sér gúlsopa af Púrtvíninu og hóf upp raust sína.
Ó, hve fagur ertu fjallahringur
Ó, hve svartur ertu krummalingur
Ó, hve Guð var slyngur
að hafa á mér tíu fingur.
.
.
Í næsta kafla fáum við að heyra af ritdómi Haugsins og hvort þeir kláruðu Púrvínið félagarnir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Litli sálmurinn
22.10.2008 | 21:04
Þú fórst of fljótt
en afar hljótt
skildir eftir tómið
Ég spyr því nú
af hverju þú
fallegasta blómið?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ástandsspjall
21.10.2008 | 23:31
... jæja gamli, hvað finnst þér um ástandið á klakanum?
Ég segi nú bara eins og franski heimspekingurinn La Rochfocauld;
Engir hafa jafn oft rangt fyrir sér og þeir sem geta ekki sætt sig við það.
.
.
Já, einmitt og eins og Sister Marey Tricky sagði;
Ríkt fólk er aðeins fátækt fólk með peninga.
Heyrðu við erum svo djúpir í kvöld... kanntu ekki einn brandara til að lyfta okkur á hærra plan?
Jú,hvernig fór þegar tannburstarnir kepptu við tennurnar í fótbolta?
Ha, það veit ég ekki.
Jú, tannburstarnir burstuðu tennurnar hehehe....
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verður létt
21.10.2008 | 18:42
Það er gott að heyra... held að United vinni frekar auðveldan sigur í kvöld 4-0 spái ég.
Manchester maskínan er komin í gang. Síðasti leikurinn í deildinni var flottur. Er nokkuð öruggur á því að United vinnur deildina heima fyrir þó að Liverpool sé eitthvað að sprikla núna í upphafi móts.
.
.
![]() |
Ronaldo í byrjunarliði United - Ferdinand hvíldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um daginn var veginn
20.10.2008 | 21:41
Þið vitið að það er ekki sama hvort sagt er aumingja Brattur eða Brattur aumingi.
Það er heldur ekki sama hvort sagt er;
Drottinn er með yður, eða Drottinn er með iður.
Hannes Hólmsteinn segir núna að það sé mikill munur á kapítalisma og kapítalista... þetta er virkilega gott klór í bakkann hjá nesa... það er líka mikill munur á Hannesi og annesi og spurning hvort hann viti það?
Ef Ísland átti eitthvað einhvern tímann sem hét höfuðstóll... þá heitir það fyrirbæri nú ruggustóll.
Allt er í heiminum hverfult og allt er breytingum undirorpið.
Ýmis orð og orðatiltæki voru um daginn veginn.
Nú verður maður að fara að endurskoða ýmislegt sem var í lagi að segja áður.
Það er t.d. strax orðið úrelt að segja; Ég átti því láni að fagna.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bjáni og Kjáni
19.10.2008 | 11:17
... einu sinni voru bræður sem hétu Bjáni og Kjáni... pabbi þeirra hét Stjáni, en var alltaf kallaður Stjáni Láni af því að hann var alltaf að fá eitthvað að láni hjá nágrönnum sínum... Kjáni og Bjáni tóku einu sinni þátt í bankaráni... Kjáni var óttalegur bjáni, en Bjáni var sláni...
Mamma þeirra hét Hafgerður.
Þeir bræður voru ekki alveg klárir á því hvernig banki leit út. Þeir ákváðu því að sækja haustnámskeið sem hét "Hvernig ræna á banka án þess að banka"
.
.
Á námskeiðinu komust þeir að því að best er að þekkja banka á þeim fána sem er á húsinu.
Þegar þeir komu að bankanum sagði Kjáni bjáni; Bjáni sláni þarna er fáni. Svo settur þeir á sig ræningjagrímurnar sem mamma Hafgerður hafði saumað og fóru inn í banka án þess að banka.
En óheppnir voru þeir greyin, það var nýbúið að ræna bankann og ekki einn einasti gullpeningur eftir.
Þeir fóru því með skottið á milli lappanna heim til mömmu Hafgerðar sem beið þeirra með heita kakósúpu og tvíbökur sem pabbi þeirra hafði nýfengið að láni í næsta húsi.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smáauglýsingar
16.10.2008 | 19:59
Notað fótastreamtæki til sölu... möguleiki á að taka jeppa uppí.. .
Svo til ónotaður stormsveipur til sölu... tekur íbúðina í gegn meðan þú sefur. . .
Augabragð í sósuna þína - 12 augabrögð í kassa. Frí heimsending. . .
Oggolítill Baráttuandi óskar eftir góðu heimili. Lofar að vera þægur. . .
Á sama stað fæst notalegur hlustandi. Hlustar á hjartslátt þinn og áhyggjur.. .
Þrjátíu sentimetra langt hálmstrá og tveir byggingakranar fást gefins.
Upplýsingar gefa Baldur eða Konni í síma Einhundertzweiundzwanzigbitte. . .
Tek að mér bollaleggingar í hádeginu. Eingreiðsla vel þegin. . .
Labbakútur týndist... var í grænum kakíbuxum og með rauðan skúf í peysu þegar
síðast sást til hans... finnandi hendi honum inn á hjólbarðaverkstæði Dúdda.
Gef í nefið þeim sem kemur með hann.
. .
Allt prúð búið hjá mér, Brattur. . .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að sýna þroska
15.10.2008 | 21:12
... ég er að undirbúa sýningu... þema sýningu... ég ætla að mála nokkrar myndir af þroska... olíu á léreft, eða vatnsliti... ekki búinn að gera það upp við mig... kannski jafnvel tréútskurður...
... en hvað sem því líður þá ætla ég að sýna þroska einhvern tímann fyrir jólin...
Hér er boðsbréfið.
Yður er hér með boðið á sýninguna "Brattur sýnir þroska"
Vinsamlegast komið þér fullur á staðinn, þar sem engar vínveitingar eru í boði.
Brattur lista- og lystamaður.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verum sjálfbjarga
13.10.2008 | 21:30
Undanfarin ár hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að leggja íslenska matvælaframleiðslu af; Lambakjötið, mjólkina og ostana var algjör óþarfi að framleiða á Íslandi, af því að það var svo ódýrt að flytja þessar afurðir inn... ég tala nú ekki um svínakjöts- og kjúklingaframleiðslu... þvílík heimska það var að standa í þeirri framleiðslu hér á landi... sama má segja um íslenskt grænmeti... hættum að framleiða grænmeti, sögðu þessir menn líka... hverjir voru það sem svona töluðu?
Jú, bara fyrir þá sem ekki muna; það voru Baugsmenn sem vildu hætta að framleiða mat á Íslandi.
.
.
Ég hef alltaf verið hlynntur og hliðhollur íslenskum matvælum, þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að við komum alltaf til með að framleiða dýrari vörur heldur en stórþjóðir. Markaðurinn er svo lítill að erfitt er að ná hagkvæmni fram.
En það er líka spennandi að framleiða í litlum einingum. Ég þekki nokkrar grænmetisbændur og hef verið í sambandi við þá í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að fara í búð og sjá kartöflur, papriku, agúrku, tómata, gulrætur, hvítkál, blómkál, spergilkál, lífrænt ræktað grænmeti o.s.frv. sem eru merktar ákveðnum bónda. Viðskiptavinurinn sér gulrótarpoka og á honum stendur; Gulrætur frá Reykjum í Fnjóskadal. Kartöflur frá Lómatjörn o.s.frv. gæðavörur sem kúnninn vill geta keypt aftur og aftur.
.
.
Grænmetisframleiðslan hér á landi fullnægir engan veginn innanlandsneyslunni. Við flytjum inn grænmeti í stórum stíl, tómata, agúrkur, papriku o.s.frv. Einnig nær öll svokölluð "pokasalöt" eru flutt inn til landsins.
Grænmetisbændur sem rækta sitt grænmeti í gróðurhúsum hafa í gegnum tíðina þurft að borga mjög hátt verð fyrir rafmagn. Ég hef aldrei skilið það.
.
.
Er ekki lag núna að selja þeim rafmagnið á sama verði og stóriðjan er að kaupa rafmagnið á og stórauka framleiðslu á grænmeti? Við gætum haft það fyrir markmið að geta framleitt og selt íslenskt grænmeti allt árið um kring.
Með því að efla landbúnaðinn, viðhöldum við þekkingunni. Við kunnum þá að búa til mat áfram. Við skjótum rótum undir öryggi okkar og getum lifað af í þessu landi með sæmilegum hætti þó að óvænt áföll dynji yfir.
![]() |
Íslendingar birgja sig upp af mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)