Næstumþvískáldið

... einu sinni var næstumþvískáld...

... næstumþvískáld er maður sem vinnur við að sauma íslenska fánann eða þvíumlíkt en dreymir um að hætta því og gerast atvinnuskáld... vera á listamannalaunum og lesa upp úr verkum sínum á dimmum kaffihúsum... sama týpan og eilífðar stúdent... þið skiljið...

Næstumþvískáldið okkar hét Haugur en var alltaf kallaður Skítahaugur af því hann var svo líkur Sigmundi Þorkelssyni.

Einu sinni var Haugur staddur í Ríkinu. Þangað fór hann til að kaupa sér Púrtvín. Honum þótti Púrtvín sérlega ljúffengt. Toppurinn á öllu var svo að borða Toblerone með Púrtvíninu.

.

port03

.

En þegar Haugurinn er að borga vínið við kassann í Ríkinu, hver slangrar þá ekki inn um dyrnar?  Enginn annar en Sigmundur Þorkelsson... útigangslegur að vanda og vel rakur... með talsverðan fyrirslátt.

Sigmundur sér Hauginn strax og kallar; nei er ekki bara stór-stór-skáldið þarna... er verið að fá sér púrtara?

Heyrðu Skítahaugur, hélt Sigmundur Þorkelsson áfram... ég þarf að sýna þér ljóð sem ég var að semja... held að það sé algjörlega ódauðlegt...

Haugurinn og Sigmundur gengu út í blíðuna og fundu sér græna laut sem beið þeirra... þar var Púrtvínsflaskan opnuð sem og Toblerone-ið.

Sigmundur Þorkelsson fékk sér gúlsopa af Púrtvíninu og hóf upp raust sína.

Ó, hve fagur ertu fjallahringur
Ó, hve svartur ertu krummalingur
Ó, hve Guð var slyngur
að hafa á mér tíu fingur.

.

 raven

.

Í næsta kafla fáum við að heyra af ritdómi Haugsins og hvort þeir kláruðu Púrvínið félagarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha....! þú ert snilli!!!!

Bíð spennt eftir næsta kafla....

Bergljót Hreinsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband