Færsluflokkur: Dægurmál

Spæld egg eru hættuleg

... var að lesa grein sem fjallar um það hversu hættuleg spæld egg eru eldra fólki...

Gerð var tilraun, annarsvegar á fólki sem var 25 ára gamalt og hinsvegar á fólki sem var 85 ára...

Fólkið borðaði spæld egg í morgunmat í 1 ár.

15 árum seinna var unga fólkið enn við hestaheilsu... en allt gamla fólkið var dáið.

.

egg_fried

.


Að nýta tímann

... öll vitum við að tíminn er dýrmætur... eftir því sem ég eldist verður hann mér dýrmætari... það er talað um að við sóum tímanum ef við erum að gera eitthvað ómerkilegt eða jafnvel að við drepum tímann þegar við erum að dunda okkur við eitthvað meðan við bíðum.

Það er í sjálfu sér allt í lagi að hangsa í frítímanum... vera latur... hvílast... það er ekki sóun.

Svo getum við nýtt tímann vel.

Indíánarnir spurðu hvíta manninn þegar hann var alltaf að líta á klukkuna... af hverju eruð þið alltaf að líta á klukkuna?  Tíminn er það eina sem nóg er til af.
.

 Clock-for-header

.

Það getur vel verið rétt hjá indíánunum... en okkur, hverju og einu er skammtaður ákveðinn tími... til allrar lukku vitum við ekki hve mikill hann er, tíminn sem okkur er úthlutaður... myndum við lifa öðruvísi ef við vissum nákvæmlega hvenær við yfirgæfum þessa jarðvist? Já, það er möguleiki... en svo væri komið að síðasta deginum okkar... hvernig vildum við verja honum? Ég held að flestir myndu svara; Hjá þeim sem mér þykir vænst um.

En ef það væri svo komið að síðasta degi þess sem okkur þykir vænst um? Jú, við myndum gera allt, nákvæmlega allt fyrir þá manneskju þann dag. Við myndum kalla það besta fram í okkur og vera óendanlega góð.

Ég held ég sé að reyna að segja; reynum að vera þeim sem næst okkur standa óendalega góð á hverjum degi... eins og þetta sé síðasti dagurinn sem við fáum að njóta samvista við þau.

Nýtum tímann vel.

.

.12083999254LNYmsP


Kú er mikilvæg

Kú er merkilega nauðsynleg í okkar ylhýra máli... hugsið ykkur ef kú væri ekki til...

kú-men
kú-fiskur
kú-reki
kú-kur
kú-venda
kú-fullur
kú-skel
kú-nni
kú-l
kú-ttmagi
kú-ldrast
kú-stur
kú-tur
kú-ga
kú-bein
kú-ba
kú-ra
kú-faður
kú-lupenni
kú-nst

Nú er ég kú-guppgefinn...

Hvar værum við án kú?

.

 HappyCow

.

 

 


Davíð og Geir

... jæja, eru mánudagskvöld ekki brandarakvöld?... láttu nú einn flakka gamli skarfur... 

 . 

 Muppet_051107093727103_wideweb__300x213 

.

... einu sinni voru tveir kallar... þeir hétu Davíð og Geir... þeir voru mikli brandarakallar...

Einu sinni hittir Geir, Davíð og segir;

Davíð, ertu fiskur?

Nei, auðvitað er ég ekki fiskur, svarar Davíð og snýr upp á krullurnar sínar.

Davíð... ertu kannski fugl? spyr Geir áfram rembist við að halda niðri í sér hlátrinum.

Geir... hvað er að þér maður... að sjálfssögðu er ég ekki fugl... segir Davíð og lítur til himins.

En Davíð segir Geir;

... þá ertu hvorki fugl né fiskur. 

.

 Muppets%20Pic%201.

.

Þessi var æðislegur... meira - meira - meira - meira.....

 


Lang bestur

... Ferguson er náttúrulega algjör snillingur... og skemmtilegur er hann þegar hann er í þessum ham... hann lætur engan eiga neitt inni hjá sér... og húmorinn í lagi...

Margir andstæðingar M. United hafa skotið fast á hann og kallað hann elliæran vitleysing, hann sé búinn að vera o.s.frv. Ferguson lætur hinsvegar verkin tala á stigatöflunni...
.

 sir_alex-ferguson_788461c

.

Annars líst mér rosalega vel á liðið... leikurinn í gær við Hull var mjög góður og hefði alveg eins geta farið 11-0 eins og 4-3 ... uppskera gærdagsins fín... sigur hjá United, Liverpool og Arsenal tapa og Ísland með gott jafntefli á móti Noregi í handboltanum.
Er alveg handviss um að Manchester vinnur titilinn heima fyrir. Liverpool eiga eftir að fara á taugum og hafa ekki nógu góðan mannskap, hef ekki áhyggjur af Chelsea... vantar allan karakter í það lið og Arsenal virðist þegar í vandræðum.

Vissulega fer að styttast í ferilinn hjá Ferguson... þá fyrst fer maður að hafa áhyggjur af framhaldinu... það verður ekki auðvelt að taka við af honum... vildi helst sjá fyrrum United mann taka við t.d. Mark Hughes...
En meðan kallinn er enn ferskur og hinn frægi hárblásari hans fer endrum og eins í gang, er ég áhyggjulaus.

.

manutd3

.


mbl.is Ferguson tilbúinn í slag við Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leti

... vinur minn í gamla daga vaknaði ekki við vekjaraklukku... mamma hans vakti hann á hverjum morgni til að fara í skólann... eins og margar mömmur og væntanlega pabbar hafa gert í gegnum tíðina... hún vakti hann alltaf klukkan hálf átta...

... einn morguninn vaknaði Böddi sjálfur og klukkuna vantaði 20 mínútur í átta... hann lá og beið eftir að mamma kæmi til að vekja hann... en hún kom ekki. Klukkan nálgaðist átta og Bödda leist ekkert á blikuna... en svo þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í átta kallaði hann;

Hvernig er þetta, á ekkert að vekja mann?
.

clock

.

Annars er ég hálf latur í morgunsárið en nenni því samt varla... 

Ég nenni ekki að vera latur
né liggja uppi í rúmi flatur
Ekkert er í mér hatur
Hvenær kemur matur?

 


Svona er ég

Var að vinna út á landi í vikunni... dvaldi þar á gistiheimili...

Einn morguninn fór ég í sturtu eins og ég geri oftast á morgnana. Áður en ég fór í sturtuna fór ég úr sokkunum mínum hvítu eins og ég geri oftast áður en ég fer í sturtu.
.

 WhitePumaSock2

.

Ekkert bar til tíðinda meðan ég var í sturtunni, eða það hélt ég að minnsta kosti. Eftir að ég hafði þurrkað mig, klæddi ég mig... en þá fóru dularfullir atburðir að gerast... ég fann ekki annan hvíta sokkinn minn... það var ótrúlegt... hann var bara ekki í baðherberginu... þetta var augljóst... meðan ég var í sturtunni höfðu Marsbúar flogið inn um gluggann og stolið sokknum... hvað annað gat hafa gerst...
.
marsian

Ég fór mörgum sinnum yfir allt, en það var alveg á hreinu - sokkurinn var gufaður upp...

Jæja, það var ekki hægt að hugsa um það meira...  fór niður í morgunmat og heilsaði eina gestinum sem þar var... ábyggilega stýrimaður á varðskipi... hann var í einhverju júníformi... konunni  sem rekur gistiheimilið bauð ég einnig góðan daginn... kurteis maður ég...

Ég ristaði mér brauð, fékk mér te og djús og settist til borðs... þá sé ég útundan mér eitthvert hvítt skott sveiflast við hægri mjöðmina... þarna var þá bévítans sokkurinn... dinglandi eins og skott upp úr buxnastrengnum... ég var eins og kanína í gulrótargarði...
.

7520~Peek-a-Boo-I-Rabbit-Posters 

.

Ég fann að ég roðnaði í vöngum... tosaði sokkinn laumulega upp úr buxunum og stakk í vasann...

Annars var ristaða brauðið bara gott... teið líka og allur dagurinn...

 


Of stuttur

... heyrði í fjarskyldum frænda mínum í  dag... hann sagði mér að hann væri nýkominn af Reykjalundi, þar sem hann var í endurhæfingu... var m.a. orðinn of þungur...

Gefum honum orðið;

Læknarnir sögðu við mig; Guðmundur þú ert alltof lítill miðað við þyngd. Þú þarft að vera 2,76 metrar á hæð.

.

dwarf

.

Frændi ákvað að það væri auðveldara að létta sig og náði af sér sjö kílóum meðan hann dvaldi á Reykjalundi.


Varði Varla

Hér kemur ein sannsöguleg... ég er að segja alveg satt... þetta gerðist í alvörunni...

... einu sinni fyrir margt löngu var fótboltamarkvörður... gott ef hann var ekki að norðan... úr Fjallabyggð,  Vesturbænum.

Markvörðurinn sem við getum kallað Varði Varla, notaði gleraugu... 

.

Glasses%20RGB

.

Það var sumar og sól og einn áhorfandi upp á hól... leikurinn var í sjöundu deildinni... liðið hans Varða Varla var í sókn... hann ákveður þá að nota tækifærið og fara aftur fyrir markið og skipta um gleraugu... ná í varagleraugun sem þar voru í hulstri rétt hjá hrossaskít...

Þegar Varði er að opna gleraugnahulstrið, heyrir hann mikil hróp og köll... lítur upp og sér þá hvar andstæðingarnir eru í bullandi sókn... og svo kemur þrumuskot á markið... Varði Varla kastar sér með tilþrifum, en nær ekki að verja...

Enda var hann ennþá fyrir aftan markið.

.

488334966_9910b5e72e

.

 


Flæmingi

Þetta er þátturinn; Hvernig verða orðbrögðin til.

Hlustendur verða líklega klumsa og segja við köttinn sinn; Gauti, hvað meinar hann með orðbrögð?

Jú, orðbrögð eru brögð orðanna. Hvernig þau raða sér saman og mynda skemmtilegar meiningar, verð brögðótt. Sum orðbrögð verða fleyg og eru notuð kynslóð fram af kynslóð.
En oftast vitum við ekkert hver byrjaði að nota þau. Ég hef stundum komið með dæmi um slíkt, þ.e. frásögn af því þegar orðbragð var notað í fyrsta skiptið.

Einu sinni var strákur sem alltaf gekk með sólgulan stráhatt, strákurinn hét Dufri. Hann var á gangi rétt hjá fjalli sem alltaf var kallað Kúfurinn. Hann var að blístra lag eftir Franz Liszt þegar hann allt í einu er umkringdur Turnálfum.

.

 music-notes1.jpg3a9330ca-9cce-4552-856c-8b9e453475bcLarge

.

Turnálfarnir kalla hver í kapp við annan... okkur langar í hattinn... gefðu okkur hattinn... við viljum eiga hattinn. Dufri litli var ekki á því að láta Turnálfana fá hattinn sinn góða en hann var umkringdur og komst ekki neitt. Álfarnir færðu sig nær og nær og voru alveg komnir að honum, þegar kallað er ; Dufri litli taktu í kaðalinn... Dufri lítur til himins þaðan sem röddin kom og sér þá vinkonu sína hana Baldínu, þar sem hún veifar til hans úr loftbelg, dökkrauðum. Dufri nær í kaðalspottann og svífur til himins með það sama.

Turnálfarnir urðu alveg gáttaðir og kölluðu hver upp í annan; hann fór undan í flæmingi, hann fór undan í flæmingi.

En eins og allir vita þá þýðir flæmingi loftbelgur á Turnálfamáli.

.

 balloon_header

.

Þá vitið þið það hvernig orðbragðið; að fara undan í flæmingi varð til.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband