Færsluflokkur: Dægurmál
Ósanngjarnt
18.11.2008 | 19:51
... voðaleg viðkvæmni er þetta í enska knattspyrnusambandinu... mér finnst nú að Sir Alex eigi að fá að njóta vafans og megi nú segja meira en aðrir stjórar í skjóli langs og farsæls ferils... enda finnst mér undantekningarlaust að gagnrýni hans á dómara sé sanngjörn og eigi við rök að styðjast...
...eins og í umræddum leik við Hull þar sem dómarinn dæmdi vægast sagt ódýra vítaspyrnu á United og hefði átt að reka varnarmann Hull út af fyrir fólskulegt brot á Michael Carrick...
... það eru engir sem hafa eins mikla reynslu og skilning á fótbolta eins og Sir Alex Ferguson...
.
.
![]() |
Ferguson í bann og sektaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núll - lausn vandans
17.11.2008 | 22:03
... hvað er ekkert? Það er svo oft talað um ekkert...
... það kostar 0 kr. Nova í Nova... segir í auglýsingunni... eru 0 kr. ekkert?
... margir myndu samsinna því að 0 er ekkert... en 0 skiptir rosalega miklu máli... ekki síst í dag... hvar væru tvö þúsund milljónir dollara ef ekkert væri núllið?
Ég kann ekki alveg að fara með núllið fyrir aftan aðra tölustafi... veit að eitt 0 fyrir aftan 1 eru tíu, tvö 0 eru hundrað, þrjú 0 þúsund, fjögur 0 tíu þúsund, fimm 0 hundrað þúsund, sex 0 ein milljón, sjö 0 tíu milljónir, átta 0 hundrað milljónir, níu 0 þúsund milljónir sem er jafnt og einn milljarður... ef ég er þá ekki þegar orðinn ruglaður í rýmunum... (n.b. ég er ekki bara með eitt rými eins og sumir)...
.
.
En ef að núllið væri ekkert... þá hefði engin efnahagskreppa skollið á okkur... það er nokkuð ljóst... við, þjóðin skulduðum þá ekki svo stórar tölur...
Það hefði enginn steypt sér í djúpar skuldir, hvorki Björgúlfur, né Ásgeir Jón...
Allt kostaði miklu minna, nánast ekkert, húsnæðið maður lifandi... örfáar krónur... og bílarnir... Skuldir heimilanna væru hlægilegar...
Það var núllið... sem kom okkur í þetta klandur... og þar liggur lausnin líka falin.
Við feldum Z-tuna niður úr íslensku máli fyrir margt löngu síðan... er ekki kominn tími til að fella helv... núllið niður?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þarf að sækja um
16.11.2008 | 10:58
... nú þarf ég að fara að drífa í því að sækja um nafnið mitt, Brattur... það hýtur að fljúga í gegn...
... annars man ég eftir mönnum sem hétu Þiðrandi og Nývarð... ætli það sé búið að banna þau nöfn og einhver önnur?
Af hverju þurfa annars að vera reglur um þetta?
Af hverju má t.d. karlmaður ekki heita Sigfríður?... Held að í því góða landi Færeyjum sé karlmannsnafnið Sigfríður til. Hljómar bara vel á karlmanni ef þið hugsið út í það.
En það er ekki nóg fyrir mig að sækja um eitt nafn, ég þarf eftirnafn líka... og það er reyndar löngu komið þó ég hafi ekki notað það hingað til... Steinsnar... er nafnið... Brattur Steinsnar... eftirnafnið höfðar til þess að ég er aldrei langt í burtu frá sjálfum mér... bara svona steinsnar...
.
.
![]() |
Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sannleikurinn í skápnum
15.11.2008 | 18:41
... var að spá í hvort maður átti sig alltaf á því hvað sé rétt og hvað sé rangt... hvað sé satt og hvað sé logið... sannleikurinn getur oft verið einfaldur þó ekki sé allt sem sýnist.... sá sem segir satt getur litið lygilega út... skoðum þessa sögu...
Kona ein keypti sér nýjan fataskáp, ætlaði að koma manni sínum á óvart þegar hann kæmi heim úr vinnunni um kvöldið... með í kaupunum fylgdi uppsetning á skápnum... samsetningamaður kom á staðinn og setti skápinn saman inn í svefnherbergi þeirra hjóna og fer svo... en svo gerist það nokkru seinna að strætó keyrir framhjá og skápurinn fellur í sundur... konan hringir með það sama í verslunina og segir hvað gerst hafði... samsetningamaðurinn kemur aftur og skilur ekkert í þessu...
.
.
... setur skápinn saman aftur og segir við konuna; ég ætla inn í skápinn og sjá hvað gerist þegar strætó keyrir næst framhjá... hann fer inn í skáp og lokar...
En þá gerist hið óvænta... húsbóndinn kemur heim og finnur konuna í svefnherberginu þar sem hún situr á rúminu og horfir á skápinn... hva... bara nýr skápur segir maðurinn og sviptir upp hurðinni á nýja fataskápnum...
... samsetningamaðurinn stendur hálf aumingjalegur og horfir á eiginmanninn sem nú var farinn að skipta litum... hvern andsk... ert þú að gera þarna... hreytir húsbóndinn út úr sér...
Samsetningamaðurinn stamar... ég, ég er bara að bíða eftir strætó.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég axla ábyrgð
13.11.2008 | 19:03
... ég er að spá í að axla ábyrgð... núna ég næ bara í hana inn í geymslu, hún er við hliðina á jóladótinu... svo þvæ ég hana og strauja og skelli henni bara á axlirnar... svo ætla ég að spássera um göturnar og sýna öllum hvernig ég axla ábyrgð...
... þetta þykir svo fínt í dag... ekki vil ég vera einn af þeim sem ekki vilja axla ábyrgð... ekki ég, nei takk...
Svona lítur ábyrgðin mín út... bara krúttleg, ekki satt?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hótað eins og venjulega
12.11.2008 | 22:47
... ég get ekki orða bundist... en samt er ég ekki hissa... a la Jón Ásgeir / Baugur... mönnum hótað ef þeir hlýða ekki...
Sjáið þessa setningu í fréttinni:
Lögmaður Jóns Ásgeirs segir ef af verði umræddri upplýsingagjöf sé um að ræða athöfn sem feli í sér grófa innrás í einkamálefni Jóns Ásgeirs, sem hann geti brugðist við á þann eina hátt að leggja fram kæru á hendur Ágústi Ólafi og öðrum hlutaðeigandi stofnunum.
Svona hafa þeir hótað mönnum og hrætt til hlýðni í gegnum tíðina... en vonandi ekki lengur.
.
.
![]() |
Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni var
11.11.2008 | 22:53
... einu sinni var læða sem hét Slæða...
... einu sinni var tík sem var lík...
... einu sinni var ljón sem var flón...
... einu sinni var fló rosa mjó ...
... einu sinni var kind sem var synd...
... einu sinni var geit sem var feit...
... einu sinni var kengúra að skúra...
... einu sinni var gæs sem var næs...
... einu sinni var tjaldur vel við aldur...
... einu sinni var skata í El Fata...
... einu sinni dó Mari...
.
.
If you´re looking for trouble you came to the right place. If you´re looking for trouble just look right into my face.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snúður og bakari
10.11.2008 | 20:53
Það er algengt að rugla saman orðatiltækjum, orðtökum og málsháttum. Hér eru nokkur dæmi um slíkt ásamt nokkrum nýsmíðum.
Engin fer óbarin á biskup .
Oft er í holti heyrnalaus ær.
Að skjóta Stelk í bringu.
Hvernig datt þér að kaupa þessa skó í hug?
Hvar væru gleraugu án eyrna?
Oft veður Brattur bakkafullan lækinn.
Kanntu að skalla Grímur?
Að flengja bakara fyrir snúð.
.
.
Oft er spælt egg fúlt.
Sá er ríkur sem á kvölina.
Guð veit hvar við syngjum Heims um ból.
Oft segir ræðinn maður fátt.
Oft fer súpuhundur á súpufund.
Sjaldan hrýtur vakandi hátt.
Ekkert jafnast á við góðan dag nema ef vera skyldi nýr rauðmagi.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næstumþvískáldið 2. kafli - sögulok
9.11.2008 | 11:05
... nú kemur framhald sögunnar... þeir sem misstu af fyrri hlutanum geta lesið hann hér.
Þegar Sigmundur Þorkelsson hafði flutt ljóðið, stakk hann upp í sig bita af Toblerone og gjóaði augunum til Haugsins...
Haugurinn tók Púrtvínflöskuna og saup hressilega á ... lagðist svo á bakið í grasið, horfði til himins...
.
.
Sigmundur, Sigmundur... nú gerir þú mig stór-stór skáldið að litlum kalli... þetta er lang fallegasta ljóð sem ég hef nokkru sinni heyrt... Sigmundur brosti út að eyrum... en svo hvarf brosið með það sama... hann sá að tár runnu niður kinnar Haugsins...
Elsku karlinn, ertu að gráta... sagði Sigmundur... Haugurinn svaraði engu... en saup aftur á Púrtvíninu...
Viltu ekki segja Simma hvað er að, sagði Sigmundur eins blíðlega og hann gat... Annars var það ekki hans sterka hlið að vera blíðlegur... hann var yfirleitt helvítis trunta í framkomu við aðra... en nú lá mikið við... hann var nýbúinn að fara með ljóðið sitt fyrir Hauginn og Haugurinn hafði farið að gráta, því honum fannst það svo fallegt.
.
.
Það er ekkert að, svaraði Haugurinn eftir langa þögn... ég vildi bara að ég hefði ort þetta ljóð sjálfur... öll mín ljóð verða brennd í kvöld... en Sigmundur Þorkelsson, þú heldur áfram að yrkja og ég tek að mér að gefa út ljóðabókin þína fyrir næstu jól... þú ert ekkert annað en nýr Steinn Steinnarr... þú ert eina von þessa lands Sigmundur...
Sigmundur Þorkelsson horfði ofan í tóma púrtvínsflöskuna, hann fann fyrir mikilli ábyrgð sem lagðist á axlir hans, báðar... Haugur, sagði hann, eigum við samt ekki að fara í Ríkið fyrst og kaupa okkur aðra flösku?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sig valdi
8.11.2008 | 15:06
Einu sinni voru bræður sem hétu Valdi og Sigvaldi...
Þeir voru mjög líkir i útliti en ólíkir að öðru leyti.
Þegar þeir voru að leika sér með öðrum krökkum, þá valdi Valdi sig alltaf fyrst í lið... en Sigvaldi valdi sig ekki... en svo fengu þeir sér báðir súkkulaðiís á eftir.
Þessi stutta saga kennir okkur hversu líkir ólíkir geta í raun og veru verið án þess að ætla sér það.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)