Færsluflokkur: Dægurmál

Mark í framlengingu!

Það var eins gott að við komumst áfram... mörg laganna í kvöld voru skelfileg... nefni engin nöfn en get þó sagt Búlgaría, Portúgal og Spinnegal... eða voru þeir annars ekki með í kvöld...

Gaman að Finnland og Svíþjóð skyldu komast áfram... þau lög bara nokkuð góð...

Og svo skoraði Ísland sigurmarkið í framlengingu... sjaldgæft en afar ánægjlegt.

Til hamingju Ísland!
.

Flag_paper

 

.

 


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vidic þyrsti

Nú eru kettlingarnir orðnir þriggja vikna. Í dag var hús þeirra stækkað úr einu herbergi í tvö.
Engin kreppa á hjá þessum útrásarvíkingum.

Þeir ferðast nú um jarðgöngin Kattegat til þess að skoða þennan nýja heim og verða ofboðslega hissa þegar þeir sjá alveg eins herbergi hinum megin.

Persónueinkennin eru að koma í ljós. Ronaldo er greinilega fljótastur að ferðast um... Alexsandra er pen og kurteis og vælir ekki eins mikið og strákarnir. Tevez er með Suður Amerísk einkenni... svolítill Indíáni í sér... og svo er það hann Vidic... hann sker sig úr hvað lit varðar... er sá eini sem er grár... hann er pínulítið útundan og seinni til en hinir... hann opnaði t.d. augun seinastur allra... en honum finnst sopinn góður... drekkur þar til hann lognast út af...

Ég heiti Vidic og er mjög oft þyrstur
Ég er alltaf seinn og aldrei fyrstur
Hjá mömmu ég drekk, hún kúrir sig
Svo líður oft snögglega yfir mig
.

 Vidic sefur

.


Maurarnir

... ég sat einn heima í stofu, var að horfa á þátt í sjónvarpinu... þetta var þáttur um maura... ég hef mjög gaman af þáttum um maura... gaman að sjá hvernig þeir vinna saman... mest gaman þegar þeir finna risastóra flugu og bera hana heim í búið og éta hana...

Allt í einu hleypur eða svífur eitthvað fram hjá stofuglugganum og í leiðinni heyrist ýlfur... ég stend upp og geng að glugganum, lít út en sé ekki neitt enda orðið skuggsýnt... ég fór að hugsa, kannski var þetta bara ímyndun í mér...

Ég settist aftur í sófann. Í sjónvarpinu voru maurarnir að bera ógeðslega margfætlu heim í maurabúið... það fór hrollur um mig... margfætlur eru viðbjóðslegar... af hverju var Guð að skapa eitthvað sem er ógeðslegt, af hverju er bara ekki allt fallegt í heiminum, hugsaði ég og hneykslaðist á Guði eitt augnablik...

Frá garðinum barst ýlfrið aftur og nú hærra og skýrara en áður... ég ákvað að fara út í garð... náði í gömlu vaðstígvélin, guldoppóttu... fór í lopapeysuna og greip með mér vasaljósið...´

Þegar út í garð var komið sá ég strax einhverja þúst rétt við rifsberjarunnann... ég kveikti á vasaljósinu og lýsti á þústina... sem spratt á fætur og faldi sig á bak við grenitréð...

Ég gekk hægum skrefum að gamla grenitrénu... lágt ýlfur rauf þögnina... hjartað sló hraðar... hvaða skepna var þetta eiginlega... ég kíkti bak við tréð... stór gul augu störðu á mig í myrkrinu...

Í sjónvarpinu voru maurarnir byrjaðir að éta slímuga margfætluna.
.

 Meat_eater_ants_feeding_on_honey02

.


Bagarnir - seinni hluti -

Eftir að leiðangursmennirnir sem voru níu talsins höfðu kvatt fjölskyldur sínar héldu þeir af stað út í óvissuna.

Þeir gengu inn í skóginn í þá átt þar sem dalurinn opnaðist. Þangað höfðu þeir aldrei komið.

Á leiðinni spjölluðu þeir saman. Tu sagði einn, Tu er svangur... er Tu svangur hváði sá næsti?

Tu tókstu með þér banana? Nei, en Tu? Nei engan banana, ekkert nesti?

Svona spurðu þeir hvor annan Tu mangó? Tu vínber? Tu epli? Tu grape?

En enginn þeirra hafði munað eftir að taka með sér nesti.

Nú voru þeir allir orðnir svangir. Þeir ákváðu því að skipta hópnum, dreifðu sér um talsvert svæði og hófu að leita sér matar.

Eftir smá stund hrópaði einn upp; Tu komdu!  Með það sama komu allir Bagararnir hlaupandi.

Af hverju komið þið allir sagði þá sá sem kallað hafði... nú þú sagðir Tu svöruðu þeir einum rómi. Þetta er Bagalegt, þið komið allir þegar ég vildi bara fá einn. Það er af því að við heitum allir Tu.

Hvað getum við gert í þessu, muldraði hópurinn... og svo hugsuðu þeir og hugsuðu. Ég veit, sagði einn loksins. Við þurfum ekki allir að heita Tu. Við getum allir heitið eitthvað annað. Þá er hægt að kalla nafnið hans og þá kemur bara sá sem kallað var á, bætti hann við. Murr murr... kurraði hópurinn og var sáttur.

Mikill tími hafði farið í þessa umræðu. Maturinn kom ekki af sjálfu sér á meðan. Þeir ákváðu því að fara aftur heim í dalinn sinn, því þar var nóg að borða.

Þeim var fagnað með hrópum og köllum þegar þeir gengu í halarófu inn í þorpið. Þeir brostu allir út að eyrum þeir Nu og Su og Ru og Bu og Hu og Lu og Gu og Vu og Pu.
.

African-Dance-of-the-Dots


Bagarnir - fyrri hluti -

Hafið þið velt því fyrir ykkur af hverju þið heitið eitthvað?

Nei, örugglega ekki. Það er svo sjálfsagður hlutur að maður hugsar aldrei um það.

En samt er það nú þannig að einu sinni hét fólk ekki neitt. En dag einn breyttist það;

Í svörtustu Afríku bjó þjóðflokkur einn sem síðar meir var nefndur Bagar.

Þetta fólk var dökkt en þó ekki kolsvart. Má segja að það hafi verið svona kakóbrúnt, með ljóst hár sem náttúrulega náði langt niður á bak. Bláeygðir voru þeir Bagarnir.

Þeir lifðu við allsnægtir. Allt í kring uxu ávextir á öllum trjám. Þeir þurftu því ekki mikið fyrir lífinu að hafa.

Bagarnir höfðu því nægan frítíma. Þeir bara borðuðu banana og mangó alla daga og bjuggu til börn.

Tungumál Bagana var tiltölulega einfalt. Þeir áttu orð yfir alla ávextina, trén, himininn og sólina. Einnig nokkur orð sem snertu samskipti þeirra, eins og góðan daginn, góða nótt og ég elska þig.

Hvorn annan kölluðu þeir TU. Þaðan er hið yndislega orð ÞÚ komið.

Lífið var ljúft en svo kom að því að þeir gerðust forvitnir og langaði að vita hvað væri fyrir utan dalverpið. Nokkrir sterkir karlar voru valdir til að fara í leiðangur. Þegar þeir kysstu konur sínar að skilnaði sögðu þeir, ég elska þig og góða nótt. Því þeir kunnu ekki að segja bless vegna þess að þeir höfðu aldrei farið í burtu áður.
.

 ape-man-evolution

.

Framhald...

 


Brattur fjöllistamaður.

... já maður kann ýmislegt fyrir sér... ég fékk reyndar engin verðlaun en samt fór ég í fjórfalda kleinu, eitt spínat og sjö nagla... nokkuð sem ekki hefur sést fyrr... og verður ekki sýnt aftur...

.

1571912194_a6b32e24be

.


mbl.is Brattur á brettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers eiga trén að gjalda?

Image3Aumingja blessuð litlu trén.
.

 


mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundlaugarvörðurinn.

Einu sinni var maður sem var sundlaugarvörður. Hann var piparsveinn.

Hann var alls ekki ófríður en var heldur ekki fríður... hann var svona millifríður...

Hann kunni björgunarsund, baksund, skriðsund, bringusund, flugsund, kafsund og hundasund.
Hann vissi allt um vatn, af hverju það var blautt og af hverju maður gat ekki andað í kafi.

Hann hafði lengi langað til að kynnast góðri konu sem kynni að baka vöfflur.

Það gekk hinsvegar illa hjá honum.  Í þau fáu skipti sem hann náði að spjalla við konur í einrúmi og talið barst að atvinnu hans, sagði hann sem var að hann væri sundlaugarvörður, þá hlupu þær í burtu.

Nú voru dýr ráð ekki nothæf.  Hvað átti hann til bragðs að taka?

Hann ákvað að nota svokallaða hvíta lygi... segja ekki beint hvað hann gerði en svona næstum því.

Hann var því vel undirbúinn þegar að kona nokkur spurði hann; hvað gerir þú Páll?

Ég, ég er vatnsmælir, svaraði Palli sundlaugarvörður að bragði.

Nokkrum mánuðum síðar var Páll kominn í hjónaband. Hann var hamingjusamur upp frá því.

En  þó bar einn skugga á.  Konan hans kunni ekki að baka vöfflur.
.

 BR4201

.


Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari kosninganna!

Sjálfstæðisflokkurinn er hinn eini sanni sigurvegari kosninganna sagði Þráinn Bertelsson hjá Agli Helgasyni áðan.

Ég er sammála honum. Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ná 23,7% fylgi.

Hann hefði  í mesta lagi átt skilið að fá 5%.

Það gleður mig sérstaklega að menn eins og Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson skyldu ná þingsæti.

Þessir tveir eru sannkallaðar atkvæðafælur.
.

 clowns

.

 


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslahaugur Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki háð heiðarlega kosningabaráttu.

Svona lítur ruslakista Sjálfstæðisflokksins út.

Nafnlausar auglýsingar af Steingrími J. (verulega ósmekklegt) - af hverju þorir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að birta slíkar auglýsingar í eigin nafni?

Nafnlausa AHA síðan þar sem gert er lítið úr frambjóðendum annarra flokka.

Hringingar Sjálfsæðismanna í unga kjósendur í Suðurlandskjördæmi og þeir beðnir um að strika Árna Johnsen út af kjörseðli hvaða flokk sem þeir kunna að kjósa (og gera þar með seðilinn ógildan)

Nú dreifa þeir á bloggsíður fréttum um að einhver einstaklingur hafi kært Samfylkinguna fyrir landráð... Svona hagar hann sér Sjálfstæðisflokkurinn, landráðaflokkurinn sjálfur... þvílík örvænting... þvílíkur barnaskapur...

Svona háir Sjálfstæðisflokkurinn kosningabaráttuna vegna þess að þeir hafa engan málstað.

 .

2957210079_5acea61e7b

.


mbl.is Kjörsókn með ágætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband