Færsluflokkur: Dægurmál
Er sólin í fýlu ?
14.6.2009 | 09:53
Í gær setti ég upp rúllugardínu til að vakna ekki við það (of snemma) að blessuð sólin skini ekki í andlitið á mér á hverjum morgni.
Þegar búið var að setja gardínurnar upp og rúlla niður þá var nú spennandi að fara að sofa og sjá hvernig svefninn yrði og ekki síst vöknunin.
Ég sofnaði eins og skot þrátt fyrir að vera töluvert spenntur.
En þá hófst merkilegur draumur :
Mig dreymdi að ég var ásamt fleira fólki staddur rétt hjá stóru húsi í framandi umhverfi.
Við höfðum einhverjar áhyggjur af himninum. Það var eins og eitthvað lægi í loftinu. Allt í einu sprakk sólin og niður rigndi litlum stykkjum úr henni í öllum regnbogans litum og eitt þeirra lenti á jörðinni rétt hjá okkur.
Við flúðum inn í stóra húsið hálf skelkuð. Eftir sprenginguna varð himininn mattur. Það var hvorki nótt né dagur. Engin vissi á hverju mætti eiga von. Út um gluggann sá ég hvar fólk í stórum hópum hóf að ganga upp bratt fjall sem var beint fyrir ofan húsið. Mér fannst þetta ekki vera rétt ákvörðum hjá fólkinu og við sem vorum eftir í húsinu ákváðum að bíða átekta og vera eftir.
Daginn eftir (það var reyndar hvorki nótt né dagur) þá tók ný sól að skína og mikil fagnaðarlæti brutust út.
Nú er ég sem sagt vaknaður eftir þessa skrýtnu nótt. Ætlaði að fara að fúaverja smávegis í dag og slá garðinn en það rignir... skyldi sólin vera í fýlu út í mig?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er svo fyndinn
13.6.2009 | 21:48
Ég er "Fynd-yndis-maður" ég hef yndi af fyndni, ekki síst minni eigin.
Ég get verið alveg ofboðslega fyndinn. Það sem getur oltið upp úr manni, það eru nú meiri ósköpin.
Sem dæmi get ég sýnt ykkur brandara sem ég var að búa til.
Hvað sagði reykurinn þegar hann var að flýta sér ?
Nú verð ég að rjúka !!!
.
.
Það er svo skemmtilegt að vera ég.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjánalegur
13.6.2009 | 13:42
"Ef á þig er ráðist þá skaltu ráðast til baka með tvöföldu afli"
Hvar skyldi Sigurður G. Guðjónsson hafa lært þessa aðferð ?
Jú, þetta er mottóið hans Jóns Ásgeirs en þeir kumpánar hafa eflaust mallað ýmislegt saman í eldhúsi Stöðvar 2 í gegnum tíðina.
Sigurður virkar bara kjánalegur í þessum skrifum sínum.
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Letinginn
13.6.2009 | 01:30
Einu sinni var maður sem var svo latur að hann var kallaður Hreinn heitinn.
Þegar hann dó þá vissi fólk ekki alveg hvernig það ætti að tala um hann því hann hafði verið heitinn allt sitt líf.
Þess vegna sagði fólk bara þegar það talaði um hann ; Þegar hann Hreinn heitinn, heitinn var á lífi...
Þessi saga kennir okkur að við skyldum alltaf taka daginn snemma ef við vöknum fyrir hádegi.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ostamaðurinn
7.6.2009 | 23:12
Einu sinni var maður sem elskaði osta. Honum fannst hreinlega allir ostar lostæti.
Ísskápurinn heima hjá honum var fullur af ostum. Mygluostum, götóttum ostum, frönskum brúolla ostum, belgískum brúar ostum og ítölskum Cacciocavallo.
Það var ostur í morgunmat. Það var ostur í hádegismat. Það var ostur með kaffinu. Það var ostur með kvöldmatnum og kvöldkaffinu. Ef hann vaknaði á nóttunni sem var eigi frekar mjög algengt, þá fór hann fram í ísskáp og náði sér í ostbita.
Það þarf ekki að taka það fram á þessu stigi málsins en ég geri það engu að síður fyrir lesendur sem gætu átt erfitt með að skilja það, að þessi maður átti enga konu.
Ostamaðurinn hafði aldrei borða vondan ost. Mmm... sagði hann og malaði þegar hann komst yfir nýjan ost... delissíus uss uss uss... mmm...
.
.
En eins og flest ostafólk veit þá fylgir rauðvín oft ostaáti og þessi maður, sem enga konu átti eins og þið hafið nú með heiðarlegum hætti verið upplýst um, drakk mikið af rauðvíni með ostunum.
Hann var því oftar en ekki, þó ég taki nú ekki djúpt í árinni eða djúpristi ekki brauðið meira en þarf, oftast rallhálfur nótt sem nýtan dag.
Þessi saga gæti þess vegna orðið heilt ritverk, bókmenntaverk og tímamótaverk. En hún ætlaði sér aldrei að verða annað en smásaga sem fellur fljótt í gleymskunnar dá og það verður hún hvaða skoðun sem þú kannt að hafa á því lesandi góður.
Þess vegna segjum við ekkert frá vandræðum ostamannsins í samskiptum sínum við skattinn og bifreiðaeftirlitið og heilbrigðiseftirlitið og meindýraeyðinn. Né heldur frá ævintýrum hans þegar hann málaði þakið hjá sér og var í heila viku upp á þaki með ostakröfur og kassa af Goose Ridge.
Þetta var í sömu vikunni og hreinsunarátak var í hverfinu sem endaði með grillveislu á númer 5 og Malla tannlæknisins datt á hausinn og braut í sér framtennurnar.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ekki alltaf glæta í myrkrinu ?
7.6.2009 | 10:36
Finnst þetta bara gott innlegg í daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brattur Lama
6.6.2009 | 11:30
Gaman að heyra í mönnum eins og Dalai Lama. Hefur sína Buddha trú en segir jafnframt að hver megi hafa sína trú og enginn trú sé betri eða réttari en önnur.
Vildi að Dalai Lama hefði tekið Alþingismenn á hraðnámskeið í umburðalyndi og víðsýni. Gjörsamlega óþolandi að heyra og sjá hverja höndina upp á móti annarri á Alþingi þessa daganna.
Getur fólk ekki snúið bökum saman og reynt að ausa sökkvandi dallinn ? Ef ekki næst samstaða hjá þessu fólki um það þá verður önnur búsáhaldabylting fljótlega.
Fyrst að Dalai er farinn úr landi þá er ég til í að taka þetta námskeið að mér.
Bið alla Alþingismenn sem lesa síðuna mína að kommenta hjá mér og tilkynna þátttöku.
Námskeiðið verður haldið í Borgarnesi.
Boðið upp á grasrótarte, mjólkurkex og rabarbarasultu.
Frítt í göngin !
Guð blessi Ísland.
Brattur Lama.
.
.
![]() |
Dalai Lama í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erilsöm nótt
1.6.2009 | 11:38
Ég lenti í bardaga í nótt.
Dreymdi að ég var að flýja undan ljóni. Ég datt, ljónið kom að mér hægum skrefum og byrjaði að gæða sér á tánum á mér. Ég vaknaði sveittur og reis upp þetta var allt svo raunverulegt. Leit niður á tærnar á mér og sjá, þarna voru fjórir litlir kettlingar að naga á mér tærnar.
Ég rak þá alla fram úr og reyndi að sofna aftur.
Eftir smá stund voru þeir allir komnir upp í aftur. Þeir þóttust eiga þetta rúm alveg eins og ég. En ég gaf mig ekki og setti þá alla niður á gólf aftur. Setti púða fyrir þar sem auðveldast var fyrir þá að komast upp, vafði sængina hróðugur um tærnar og setti svo teppi yfir allt þannig að þetta átti að vera erfiður varnargarður að fara yfir.
Þetta tókst, þeir komu ekki uppí aftur og ég sofnaði með sigurbros á vör.
Ég vaknaði þó fljótlega aftur við það að eitthvað mjúkt straukst við kinn mína. Ég opnaði bara annað augað og taldi; einn, tveir, þrír og fjórir.
Litlu ljónin höfðu skriðið meðfram rúminu og fundið sér uppgönguleið rétt við hausinn á mér. Alexandra, Natalía, Tevez og Ronaldo læddust fram hjá mér og héldu að ég vissi ekkert af þeim. Þau lögðu sig til fóta og sofnuðu vært eins og ég.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fréttir af mér og Sir Alex og nýju sláttuvélinni.
31.5.2009 | 11:29
Jæja, nú hef ég ekki bloggað í dágóðan tíma. Við vorum að vinna á Skagaströnd, þeim fallega stað, alla síðustu viku.
En nú er ég kominn heim í heiðardalinn. Sé að a.m.k. einn hefur haft áhyggjur af mér.
Það er best að byrja á því að afgreiða þennan úrslitaleik sem fram fór í síðustu viku þar sem við Man. United lutum í gras.
Veit að Sir Alex hefur verið að reyna að ná í mig en ég hef ekki mátt vera að því að svara honum.
Best að hringja í kallinn á eftir og heyra hljóðið í honum blessuðum.
Við vorum ansi slappir í þessum leik og jafnvel Darlington hefði unnið United á þessum degi.
Þá er það frá.
.
.
En að öðrum ævintýrum.
Við skötuhjúin fjárfestum í sláttuvél um daginn. Í gær var þokkalegt sláttuveður svo það var tilvalið að taka gripinn upp úr kassanum. Hún var ósamsett. Slatti af allskonar hlutum og skrúfum og slíku sem þurfti að raða saman.
Eftir að hafa skrúfað nokkrum sinnum vitlaust saman og tekið í sundur aftur og skrúfað saman aftur og eftir að betri helmingurinn kom og hjálpaði mér að leysa erfiðustu þrautina sem var pínulítið plaststykki sem ég vissi bara ekkert hvar ætti að koma, þá var komið að því að setja bensín og olíu á þessa fallegu vél. Það þarf líklega ekki að taka það fram að hún var í United litunum, eldrauð og sókndjörf.
Ég vildi endilega að við fengjum okkur sláttuvél með drifi, þ.e. hún keyrir sjálf og maður bara stýrir henni. Það var samþykkt með öllum atkvæðum.
Grasið í garðinum var orðið ansi hátt en þessi frábæra vél er með hæðarstillingum. Það er hægt að hækka og lækka hjólin eftir því sem maður vill. Slátturinn byrjaði nokkuð vel. Rauða sláttuvélin þeystist um lóðina og ég bara stýrði með annarri og leit ábyggilega út fyrir að vera grobbinn.
.
.
Nágranninn gekk fram hjá og veifaði. Kom svo skömmu síðar trítlandi með sláttuvél, frekar ómerkilega. Ég brosti í kampinn. Ég hafði sett pressu á hann svo hann sem hafði ætlað að eiga náðugan eftirmiðdag hafði séð sig tilneyddan til að fá lánaða sláttuvél svo hann yrði nú ekki eftirbátur minn.
Nú nálguðust við, ég og rauða sláttuvélin, stóra grenitréð. Ég var enn slakur og með aðra hönd á stýrinu eins og Bjössi á mjólkurbílnum. Ég áttaði mig ekki á því að ég þurfti að beygja mig svona mikið. Vélin æddi áfram og ég kunni ekki að stoppa hana og ekki kom til greina að sleppa taki á henni, þessari nýju rauðu fallegu sláttuvél. Hún dró mig því eiginlega í gegnum grenitréð og barrnálarna stungust í andlitið og allan kroppinn.
Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að stóra grenitréð gæti verið svona andstyggilegt.
Nú lít ég út eins og gatasigti og kemst ekki út úr húsi nema með lambhúshettu. Og er ekki frekar asnalegt að vera með lambhúshettu úti núna þegar sólin skín og það er komið gleðilegt sumar?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikill höfðingi.
17.5.2009 | 13:35
Einu sinni var indíánahöfðingi sem fékk hægðatregðu. Hann sendi þjón sinn til galdralæknisins til að fá mixtúru við þessu.
Þjóninn kom til galdrakarlsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdralæknirinn blandaði handa honum seið til að losa stífluna sem þjónninn fór með til höfðingjans.
Daginn eftir kom þjónninn aftur til galdralækninsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Mixtúrann hafði sem sagt ekki virkað.
Galdrakarlinn blandaði nú enn sterkari seið sem þjónninn færði höfðingjanum.
Á þriðja degi kemur þjónninn og er vonsvikinn;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Svona gekk þetta í nokkra daga í viðbót. Alltaf blandar galdrakarlinn sterkari og sterkari seið en ekkert gengur.
Alltaf kemur þjónninn með sama svarið:
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdrakarlinn blandar nú stærri og sterkari blöndu en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Ef þetta virkar ekki þá veit ég ekki hvað, hugsaði galdrakarlinn.
Færðu höfðingjanum þetta og láttu hann drekka alla flöskuna í einu, þetta er rosalega öflugt.
Þjónninn fer til baka með mjöðinn en kemur fljótlega hlaupandi til galdrakarlsins aftur og hrópar skelfingu lostinn:
Mikill kúkur, enginn höfðingi !
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)