Aðalbjörn

Einu sinni var maður sem hét Aðalbjörn. Hann átti þrjú börn, Aðalaxel, Aðalgísla og Aðalsigurönnu.

Konan hans hét Lóa. Hún var aldrei kölluð annað en Aðallóa.

Aðalbjörn sagði oft að aðalatriðið í lífinu væri aðallega að standa sína plikt.

Pabbi, hvað þýðir plikt? Sagði Aðalgísli einn daginn þegar pabbi fór með ræðuna um lífið.

Veistu ekki hvað plikt þýðir, Aðalgísli? Sagði pabbi Aðalbjörn hneykslaður.

Aðalfundur! hrópaði hann þá hátt og snjallt. En aðalfundur þýddi að allir í húsinu áttu að mæta á stundinni fram í eldhús og hlusta á Aðalbjörn húsbónda.

Aðalbjörn leit yfir hópinn sinn og sagði; Hann Aðalgísli veit ekki hvað plikt þýðir, vitið þið það?
Nei, engin vissi það.

Ég er oft búinn að segja við ykkur að aðalatriðið í lífinu sé aðallega að standa sína plikt og þið vissuð ekki hvað plikt þýðir, sagði Aðalbjörn og var þungt í honum.

Hvað hélduð þið þá að ég væri að segja?

Mér fannst þú alltaf segja, sagði Aðalsiguranna litla , að maður ætti að standast sína lykt... sem þýddi svo aftur að maður ætti að þola sjálfan sig jafnvel þó það væri vond lykt af manni...

Aðalsiguranna, þú ert gáfuð eins og pabbi þinn, sagði Aðalbjörn brosandi.

Fundi slitið!
.

 TD4-746947

.

 


Skemmdarverk sjálfstæðismanna

Ég ætlaði nú ekki að gera þessa síðu að hvalasíðu, en blogga nú í þriðja skiptið á stuttum tíma um hvalveiðar.

Hún er skrítin tík þessi pólitík. Í miðri kreppu, þar sem mikil vinna og orka fer í það að leysa úr vandamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þá er lítil hvalveiðideila í uppsiglingu. Eða allavega eru menn að eyða tíma sínum í það að karpa um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar.

Að mínu viti sýndi Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegsráðherra af sér grófa hegðun þegar hann heimilaði hvalveiðar augnabliki áður en hann hætti.

Einar Kr. sýndi hið rétta andlit sjálfstæðismanna og misnotaði vald sitt til að gera eftirmanni sínum og nýrri stjórn grikk. Kastaði kvikindislegri sprengju sem eingöngu var til þess fallin að trufla nýja ríkisstjórn við vinnu sína.

Þetta er svo týpískt sjálfstæðis eitthvað...

Ég hef aldrei skilið þá sem kjósa sjálfstæðisflokkinn... og hélt eftir að sjá aumi flokkur kafsigldi þjóðarskútuna að ekki nokkur sála myndi kjósa hann aftur... en svo virðist sem að enn sé fólk sem ætli að setja x við dé-ið...

Hvernig í ósköpunum er hægt að kjósa flokk sem hefur farið svona illa með fólkið í landinu?


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á sér fegra föðurland?

... búinn að vera að skrifa um hvalveiðar og pólitík síðustu daga... best að hvíla það aðeins með stemmingsmyndum úr Borgarfirðinum...

.

 BF

.
.

 BF-VEGUR

.

Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

(Höf:Hulda/Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)


Hefjum selveiðar

Hef alltaf verið andvígur hvalveiðum alveg frá því að 95% landsmanna voru þeim fylgjandi... nú eru þeir ekki nema 67% og við sem erum andvígir 20%... jæja, einhver verður að vera í minnihlutanum og mér finnst það alls ekki slæmt...

Þeir sem fylgjandi eru hvalveiðum tala gjarnan um að hvalurinn éti frá okkur fiskinn... af hverju drepum við þá ekki bara öll dýr sem borða fisk... seli, fugla, rostunga og ísbirni?... jú við drápum 2 ísbirni í fyrra þannig að nú getum við veitt allan þann fisk sem þeir áður höfðu étið.

Hvalirnir átu fiskinn í sjónum löngu áður en maðurinn fór að veiða fisk... ekki fjölgaði hvölum óheyrilega þá og ekki átu þeir allan fiskinn sem til var í sjónum... það var bara fínt jafnvægi í náttúrunni. Þegar við mannskepnan ætlum að reyna að viðhalda einhverju jafnvægi í náttúrunni með veiðum, reyna að halda ákveðnum keppnautum okkar niðri með því að fækka þeim... þá er voðinn vís...

Eigum við ekki að hefja selveiðar sem fyrst? Nú er enginn selur veiddur lengur, en samt fjölgar sel ekki... jafnvel er talið að sel hafi fækkað eftir að við hættum nánast að veiða hann við Íslandsstrendur... hvernig stendur á því?
.

 baby-harp-seal_78

 

.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokknum allt

Þetta er ekki stundin til að karpa um hvalveiðar... ríkisstjórnarinnar bíða mikilvægari verkefni...

En mikið rosalega sýndi Einar K. Guðfinnsson okkur hversu spilltir pólitíkusarnir eru í dag með því að leyfa hvalveiðar um leið og hann gekk út úr ráðuneytinu í síðasta sinn...
Hann gerði þetta fyrir flokksbróður sinn Kristján Loftsson... "flokknum allt"  kjörorðið þarna í sinni ljótustu mynd...
Svo hlægja þeir kumpánar eflaust að þessu. Sé Einar K. segja við Stjána hval; Hehehe... mikið djöfull lékum núna við á umhverfispakkið... og reka svo báðir upp hrossahlátur spillingarinnar sem sker í eyrun...

Það eru nákvæmlega svona vinnubrögð sem eru óþolandi. Þess vegna segi ég enn og aftur; gefum öllu gömlu flokkunum frí og vinnum að því að leggja þá niður... Flokkunum sem úthluta sjálfum sér laun, flokkunum sem keppa hvor gegn öðrum á óvæginn hátt... og reka rýting í bak óvina jafnt sem vina... Flokkunum sem geta sjaldnast rætt málefnalega saman og eru sífellt í einhverju skítkasti... þetta gamla flokkakerfi nýtist ekki lengur almenningi í landinu...

Fyrir utan það er ég algjörlega á móti hvalveiðum og hef alltaf verið Smile
.

 whale

.

 

 


mbl.is Skoðar ákvörðun um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsun BB & Co.

Mér fannst einmitt Jóhanna brillera á blaðamannafundinum í dag og einnig í viðtalinu hjá Elínu Hirst á RUV.

Björn er greinilega bara tapsár og hendir ónýtum snjóboltum í Jóhönnu. En það dugar ekki til. Mér líst rosalega vel á þessa ríkisstjórn með Jóhönnu í broddi fylkingar.

Tilfinningin er eins og þegar það er nýbúið að skúra heima hjá mér og hreingerningarilmur út um allt.

Þessi ríkisstjórn á eftir að segja okkur sannleikann, það er annað en hægt var að segja um Sjálfsstæðisarminn í stjórninni sem nú er farin langt út í hafsaugað.

Hugsið ykkur að vera laus við BB - Geir H - Árna Matt. og Þorgerði Katrínu... þetta er fólk sem manni fannst alltaf vera að segja ósatt og tók ekki á þeim málum sem þurfti að taka á til að hjálpa almenningi í landinu... hugsaði bara um eigin flokk og eigin hagsmuni...

þvílíkur léttir... mikið held ég að ég sofi vel í nótt.
.

 Pillow

:


mbl.is Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðleiksmolar um banana

Vissuð þið að þegar bananarnir koma til landsins þá eru þeir sofandi á sínu græna eyra?

Þeir eru sem sagt sofandi og eru eiturgrænir. Svoleiðis banana étur ekki nokkur einasti maður, hvað þá kona.

En svo þarf að vekja þá... þeir eru settir í klefa og þeir eru gasaðir... gas - gas - hrópar gasmaðurinn og skrúfar frá gaskrananum... bananarnir sniffa út í loftið og smám saman lifna þeir við... einn af öðrum... verða gulir í vöngum... góðan daginn Barði segir einn við þann sem næstur honum svaf... já, góðan daginn Kengbogi  segir þá Barði við Kengboga... hvert skyldum við vera komnir? Við vitum það ekki fyrr en hurðin opnast, kallar Sigurfúll úr næsta kassa gremjulega... rosaleg svitalykt er af þér Sólöf heldur hann áfram og beinir spjótum sínum að bognum banana sem liggur upp við hann... þú ert andfúll leiðindaskarfur, svarar Sólöf snöggt og vindur upp á sig...

Svona halda bananarnir áfram að tuða meðan þeir eru að komast til meðvitundar... Síðan er hver kassi tekinn og settur í bíla sem bíða þess að flytja þá í verslanir landsins...

Þið vissuð kannski ekki að hver banani heitir eitthvað eins og við mannfólkið... munið það næst þegar þið stingið einum uppí ykkur... kannski er það hann Sigurfúll fúli...
.

 monkey-banana-holder

.


Reyna að hafa áhrif á dómarana

Það er gömul saga og ný að benda á dómarann að illa gengur á vellinum... Veit ekki alveg í hvers konar kasti Scolari og Benitez eru... ég held reyndar að Benitez sé ekki Benitez... ég held að þetta sé ennþá Houllier bara búinn að fara í smá lýtaaðgerð...

Þeir félagar eru bara að reyna að hafa áhrif á dómarana í þeirri veiku von að það hjálpi þeim að hala inn fleiri stig í baráttunni við United.

Ekki erum við Alex að væla mikið þó við fáum varla vítaspyrnu á heilli leiktíð... nei og nei... við viljum láta verkin tala... erum með eitt prúðasta og leiknasta lið deildarinnar meðan þeir sem eru að reyna að halda í við okkur, Liverpool og Chelsea eru með tréhesta innanaborðs hjá sér og grófa leikmenn á borð við Mikael Ballack og Sammy Hyppia... eða heitir hann Sammy Raikonen?... man það ekki...

Alex Ferguson er lang málefnalegasti stjórinn sem tjáir sig um fótboltann... það er unun að hlusta á hann þegar hann tekur til máls.
.

 alex_ferguson

.


mbl.is Tekur undir með Benitez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hérinn og gæsin

Einhvernvegin minnir þessi Framsóknarfarsi mig á gamla sögu;

Einu sinni var bóndi sem átti héra og gæs... hérinn var slóttugur og vissi að bóndinn myndi annað hvort éta hann eða gæsina um jólin...

Hérinn gerði samkomulag við bóndann... hann lofaði að hjálpa honum að setja niður gulrætur og vera duglegur að smala fénu með honum... hérinn æfði sig dag og nótt að gelta eins og hundur til að geta sinnt hlutverki sínu í smalamennskunni... hann náði því svona næstum því, en var samt alltaf hálf skrækur, eins og hundur með hálsbólgu...

Gæsin var hinsvegar himinglöð á hverjum degi og vappaði um bæjarhlaðið og söng af hjartans lyst... Stundum settist bóndinn hjá henni og þau tóku lagið saman...
.

478219191_0d01d64e7f

.

Svo leið sumarið og vetur gekk í garð... hérinn snérist eins og skopparakringla í kringum bóndann og reyndi að þóknast honum í öllu... sleikti gleraugun hans og þreif, setti nýja klósettrúllu á haldarann þegar sú gamla var búin og kveikti á hádegisfréttunum svo dæmi séu tekin...

Í desemberbyrjun fór bóndinn að raula jólalög... Ó, Helga nótt söng hann meðal annars... gæsinni þótti það lag undurfagurt og lærði það strax og gat tekið undir... þetta er nú meiri gæsin sem ég á, hugsaði bóndinn, syngur svo fallega og færir mér birtu og yl í sálartetrið...

Hérinn varð hálfsmeykur þegar hann sá hvað bóndinn var heillaður af gæsinni... hann reyndi að syngja líka, en þvílík hörmung, skrækur og falskur var hann svo bóndann verkjaði í eyrun og fékk hausverk...

Á Aðfangadag settist bóndinn við borð sitt, í matinn var svikinn héri...

Á eftir settist hann inn í stofu og gæsin með honum... þau sungu Ó, helga nótt...
Það hljómaði fegurra en nokkru sinni áður.
.

 greylag%20goose_300_tcm9-139893

.


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn að klikka

Það er komin smá jákvæðni í almenning í landinu og von að kvikna í brjóstum um að nú fáum við betri og sanngjarnari ríkisstjórn sem muni stjórna landinu fram að kosningum.

Stjórn sem mun ekki byrja á að skera niður kjör sjúklinga og eldra fólks, heldur forgangsraða niðurskurðinum þannig að þeir sem minnimáttar eru verið ekki fyrstir.

Stjórn sem mun taka á vanda heimilanna að festu... gera róttæka hluti til að koma til móts við fólk sem skuldar mikið og er að missa heimili sín.

Eftir að hafa heyrt í Jóhönnu og Steingrími J. sýnist manni einnig að það eigi að tala við almenning í landinu og láta hann vita hvað er að gerast á stjórnarheimilinu á hverjum tíma.

Framsóknarmenn eru hikandi... áttu þeir ekki frumkvæðið að því að þessi minnihlutastjórn er nú í burðarliðnum? Ætluðu þeir ekki að styðja hana?

Eru peningamenn að þrýsta á hinn unga formann sem hingað til hefur staðið sig vel? Ef hann hleypur undan skaftinu núna á Framsókn sér aldrei viðreisnar von.

 


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband