Billy boy
29.1.2009 | 18:38
Billy boy er bara léttur þó að húmi að í efnahagsmálum heimsins.
Það er um að gera að njóta þess sem maður hefur og brosa upp í vindinn... þá fær maður svo mikið súrefni inn í sig og hugsar skýrar... svo er bara miklu betra að vera lifandi en dauður... held ég...
VON
Ennþá á ég mér þá von
að kreppan okkur hlífi
Ég er eins og Bill Clinton
Finnst gott að vera á lífi
.
.
![]() |
Clinton: Það er gott að vera á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílíkt rugl
29.1.2009 | 12:26
Ja hérna... ekki er það nú merkilegur flokkur sem lætur hvalveiðimálið trufla sig í að bjarga landinu frá gjaldþroti...
Ég bara trúi því ekki að menn ætli að láta steyta á þessu máli... hreinlega trúi ekki svona vitleysu...
Menn sjá ekki trén fyrir skóginum.
.
.
![]() |
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alltaf haft taugar til Wigan
28.1.2009 | 22:02
Egyptinn Mido skoraði glæsilegt mark frá vítapunktinum og náði í dýrmæt stig fyrir Wigan...
Liverpool sá aldrei til sólar í þessum leik og var í raun heppið að ná 1 stigi.
Ég hef alltaf haldið örlítið með Wigan og var ánægður með að sjá þá ná þessu jafntefli.
Þess má geta að Sammy Lee lék ekki með Liverpool í kvöld.
Áfram Manchester United!!!
.
.
![]() |
Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hljóp á eiginmann
27.1.2009 | 21:19
... fín staða í hálfleik gegn WBA... þegar Tevez skoraði síðara mark fyrri hálfleiks, hljóp markvörðurinn á "eiginmann" eins og Höddi orðaði það í lýsingunni... sem var að þvælast fyrir honum...
Ég held það sé ekki sterkt hjá WBA að vera með eiginmann í vörninni...
.
.
![]() |
Man Utd burstaði WBA, 5:0, og setti met - Heiðar skoraði tvö fyrir QPR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég á mér draum
26.1.2009 | 21:11
Mig dreymdi í nótt að Ólafur forseti boðaði mig á fund að Bessastöðum... hann lét DHL bíl ná í mig... ég var að klæða mig eftir sturtu og rétt náði að fara í appelsínugula bolinn minn... byltingarbolinn..
Við áttum ánægjulegan fund, ég og forsetinn... Dorrit kom með pönnsur og bláberjasultu og sprauturjóma... ég spurði Dorrit hvort hún ætti ekki heitt súkkulaði líka... mig hefur nefnilega alltaf langað til að drekka heitt súkkulaði á Bessastöðum... Dorrit trítlaði fram í eldhús og kom með súkkulaðið að vörmu spori...
En Óli var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en í fyrradag og sagði;
Brattur, þú ert eina von þjóðarinnar... sómi þess bogi og ör...
Ég vil að þú verðir forstætisráðherra á morgun... og bjargir okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í...
Ég er búinn að tala við Geir Haarde, Ingibjörgu og Alex Ferguson... þau eru sammála...
Brattur kýldu á þetta, farðu út og bjargaðu þjóðinni...
Næst þegar ég vissi af mér í draumnum var ég staddur í miklum hátíðarhöldum þar sem verið var að hylla mig fyrir að hafa komið íslensku þjóðinni úr öldudalnum og inn í góðærið hið nýja.
.
.
![]() |
Ekki verið samið um neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.1.2009 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ingibjörg stendur sig vel
26.1.2009 | 19:49
Ég er einn af þeim sem hefur verið hundfúll út í Samfylkinguna fyrir þá linkind og langlundargeð sem hún hefur sýnt Sjálfsstæðisflokknum varðandi stjórnendur Seðlabankans.
Það hefur augljóslega haft mikil áhrif á gang mála, í kjölfar bankahrunsins ,hvað Ingibjörg Sólrún hefur þurft að vera mikið frá vegna veikinda.
En hún hefur sýnt það og ekki síst frá því að hún kom heim frá Svíþjóð á föstudaginn var, hversu gríðarlega sterkur leiðtogi hún er. Hún setti Sjálfsstæðisflokknum úrslitakosti (og þó fyrr hafi verið) um aðgerðir varðandi Seðlabankann sem þjóðin hefur verið að kalla á að verði gerðar.
Hún sér sviðið í stóru samhengi og vill stíga til hliðar, m.a. vegna veikinda sinna og hleypa öðrum að til að vinna þau verk sem bráðnauðsynlegt er að vinna.
Mér finnst Ingibjörg Sólrún koma mjög vel út úr öllum viðtölum og undrast það, þó það ætti svosem ekki að koma á óvart... hversu mikill kraftur er í henni eftir allt sem á undan er gengið í hennar lífi...
![]() |
Ný ríkisstjórn í kortunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég kátur!
25.1.2009 | 17:36
Mikið rosalega finnst mér þetta fínt... nú þegar mótmælin eru að koma ríkisstjórninni frá, þá eigum við að snúa okkur að þeim sem bera ekki síst ábyrgð á bankahruninu og þeirri stöðu sem almenningur og landið er komið í ... við eigum að þjóðnýta eignir fjárglæframannanna og peninga til að lækka þær skuldir sem þessir sömu menn, útrásarvíkingarnir, hafa sett á okkur, fólkið í landinu... við erum nú að fara að borga þær ógnarskuldir skuldir sem útrásarvíkingarnir hafa sett okkur í... Er ekki allt í lagi að þeir borgi þær skuldir með okkur?
... að hætta að versla í Bónus og verslunum Baugs er líka stórfín aðferð til að koma höggi á þessa menn...
![]() |
Mótmælt við höfuðstöðvar Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ný stjórn að fæðast?
25.1.2009 | 12:02
Nú er boltinn byrjaður að rúlla... við eigum vonandi eftir að sjá fleiri segja af sér á næstu dögum... en einhvern veginn finnst mér á orðum Ingibjargar núna að þessi stjórn sé að fara frá á allra næstu dögum og það sé sú vinna sem er í gangi núna um helgina... er það þá minnihlutastjórn SF og VG með stuðningi Framsóknar sem er að fæðast... eða??? Efast reyndar um það. Líklega verða óvænt tíðindi áfram í dag og næstu daga...
En fólk er greinilega farið að hugsa til kosninga og næstu útspil eiga eftir að einkennast af því.
.
.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kviðdómur
25.1.2009 | 00:54
... ég spurði kvið minn og maga í dag...
Hvað er það besta sem þú hefur borðað um ævina? ... magi minn svaraði....
Hakkbollurnar konunar þinnar... sem ég fékk í gær á bóndadaginn... það var ólýsanlega gott bragð af þeim... eins og dásemd allra mataruppskrifa heimsins hafi sameinast í þessum bollum. Það var betra eftirbragð af þeim heldur en ég hef nokkrun tíma áður þekkt og hef ég þó borðað Antilópur í Afríku, Kengúrur í Ástralíu, kolrabba í Suðurhöfum og nýveidda lúðu úr Breiðafirði...
En þvílíkt og annað eins eftirbragð af þessum hakkbollum... mjúkt, seiðandi, hlýtt, dásamlegt, yndislegt, glaðlegt, ástríðufullt...
Þvílíkar bollur... ég gef þeim ****** stjörnur af ***** mögulegum... sagði magi minn alsæll... ég held ég þurfi aldrei að borða framar.
Kviðdómurinn hefur lokið störfum.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)