Ævintýrið um Erin
24.1.2009 | 12:31
... einu sinni var maður sem hét Erin... hann var ekkert venjulegur maður, enda fannst honum hann vera eitthvað skrítinn sjálfur... öðruvísi en annað fólk...
Honum fannst alltaf að það væri eitthvert dýrslegt eðli í sér... fékk í tíma og ótíma óstjórnlega löngun til að öskra og reka út úr sér tunguna, langaði að éta mann og annan...
Hægt og rólega með aldrinum fór líkami hans að breytast... fyrst varð skinnið fölgrænt, en varð dekkra og dekkra með árunum og það fór að vaxa á honum hali... tærnar stækkuðu og urðu að klóm... augun urðu rauð og útstæð...
Hann varð að kaupa sér stóran frakka til að skýla sem mest af líkamanum... Keypti sér hatt og sólgleraugu.
Hann forðaðist fólk og hélt sér út af fyrir sig.
.
.
Dag einn þegar hann er í mestu rólegheitum að lesa Sigurð Fáfnisbana upp í sófa, kemur fótbolti með látum í gegnum stofugluggann... Erin ríkur út og sér hvar krakkahópur er í garðinum hjá honum og er í þann veginn að leggja á flótta... hann kallar til þeirra... hver braut rúðuna?
Engin svarar en hann sér að þau stara á hann... ert þetta þú Erin? vogar Guðjón litli frá Hlöðum sér að segja... jajá... svarar Erin og uppgötvar í leiðinni að hann er bara á nærbuxunum... dökkgrænn líkami hans alsettur hreistri blasti við krökkunum...
En Erin þú ert orðinn dreki... hélt Guðjón litli áfram...
Erin hleypur með látum í inn í hús og finnur í leiðinni hvernig halinn á honum slæst í dyrakamarinn...
Börnin hrúguðust öll að brotnu rúðunni og hrópuðu í hæðnistóni inn um hana...
Erin dreki - Erin dreki - Erin dreki -
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar í harðbakkann slær
22.1.2009 | 21:40
Þetta líst mér vel á... áhrifameira en ofbeldi... væri gaman að heyra nokkur þúsund mótmælendur taka undir góðan söng á laugardaginn... það gæti orðið flott...
... nú eftir síðustu daga, er ég farinn að skilja orðtækið "Þegar í harðbakkann slær"... það er þegar maður verður ofboðslega reiður... grípur með sér harðbakkann úr eldhúsinu og ljósgrænu sósusleifina... skundar á Alþingi og slær í harðbakkann af öllu afli... núna ég er búinn að taka "vopnin" og tilbúinn að skunda... en þegar til kastanna kemur, syng ég kannski bara... "Nú stjórnin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka"
.
.
![]() |
Syngja mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig er þetta borið fram?
19.1.2009 | 20:14
... skrítið hvernig upphæðir geta breyst í höfði manns... ekki er langt síðan að mér fannst 1 milljarður miklir peningar... núna finnst mér 1 milljarður bara smápeningar... væri samt alveg til í að eiga svona smápeninga...
Mér skilst af fréttum að við, Íslendingar skulum núna 2000 milljarða. Ég skil ekki alveg þess tölu, ég skil orðið milljón og allt þar undir miklu betur.
Ég ákvað því að snúna þessum 2000 milljörðum yfir í milljónir svo ég áttaði mig betur á hvað ég skulda mikið ásamt þér, kæri lesandi.
Núllin sem maður notar fyrir aftan eru mörg og geta flækst fyrir svona meðal Bröttum eins og mér.
Svona fór ég að þessu til að átta mig á milljónunum.
1.000.000.- = ein milljón
10.000.000.- = tíu milljónir
100.000.000.- = hundrað milljónir
1000.000.000.- = þúsund milljónir = einn milljarður
OK, við skuldum 2.000 / Tvöþúsund milljarða. Við margfölum þá 2.000 milljarða með x 1000.000.000.- milljónum til að fá út hvað við skuldum margar milljónir.
Útkoman er þá þessi : 2.000.000.000.000.- milljónir. En hvernig er þessi tala þá borin fram í milljónum?
Mér vefst tunga um tönn. Er þetta ekki rétt reiknað annars?
.
![]() |
Gjaldeyrisforðinn þriðjungur af landsframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hlið
18.1.2009 | 20:28
Var á ferð í Mývatnssveit í síðustu viku. Veður var sérlega fallegt, sólin að rembast við að komast eins hátt á loft og hún gat á þessum árstíma. Þessi fagra sveit var eins og málverk.
Ég staldraði við þetta hlið og fannst það sem ég sá nokkuð táknrænt. Það var ískalt og snjór yfir öllu, en á lofti í fjarska var þessi fallega birta.
Kallaði þetta í huganum; Hlið framtíðarinnar.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Súkkulaðiís
17.1.2009 | 17:33
United kannski ekki að spila sinn besta leik, en við komum til með að toppa á réttum tíma... fínt að vera í 1.sæti þegar liðið fer í gang... held að það komi ekkert lið til með að hanga í okkur... eigum svo Rio - Rooney og Evra inni... ekki amalegt það... Mér finnst Vidic vera okkar besti maður í vetur... langbesti varnarmaður á Englandi og þó víðar væri leitað.
Hlakka mikið til að sjá næstu leiki þegar við förum að taka liðin 3 til 5 núll.. bara veisla framundan hjá okkur...
Reikna með að Liverpool tapi fyrir Everton á mánudagskvöldið... þá fæ ég mér súkkulaðiís
.
.
1. Man.Utd.
2. Liverpool
3. Chelsea
4. Aston Villa
5. Arsenal .
.
.
![]() |
Manchester United í toppsætið - Lampard bjargaði Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf að kaupa ýmislegt í dag
17.1.2009 | 13:30
... ég er á leið í Húsasmiðjuna... er með minnislista...
1 stk. Látúnshálsgjörð - Hef alltaf langað að eiga slíka eins og Snati
1 stk. Húfur - Gott að hafa mikið í húfi
3 stk. Hófar - Geyma þá á besta stað svo ekki þurfi að leita hófanna
1 stk. Afslapp - Gott að smeygja sér í mjúkt afslapp að loknum erfiðum vinnudegi
10 Metra haldreipi - Fyrir öryggistilfinninguna
1 stk. Langatöng - Til að klippa í sundur víra sem eru langt frá manni
1 stk. Ruggustólpípu - Æfa sig í ruggustólnum að verða gamall með góða pípu
1 stk. Létt-Þungavigt - Kemur manni í gott skap þegar maður stígur á hana, því hún segir ósatt
1 stk. Sólaruppkoma - Hengja fyrir utan svefnherbergisgluggan og láta hana vingsast þar alla morgna
1 stk. Kát dýna - Dýna sem kitlar mann og lætur mann hlægja endalaust, líka að fréttunum
2 kg. Skammdeig - Æðislegt brauð í skammdeginu... gott með smjöri og súrkáli
1 stk. Greiðsludreifingu - Hárið hættir að standa svona mikið út í loftið á morgnana með Remington greiðsludreifingu.
1 stk. Afsláttur - Góður í bílinn til að slá af hraðanum ef maður stígur of fast á bensíngjöfina
1 stk. Smuga - Veit ekki hvað ég ætla að gera með hana
1 litla byltingu - Bara ef til kastanna kemur
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mýs og menn
15.1.2009 | 23:15
... var að keyra að norðan seinnipartinn í dag í myrkri... lenti nokkrum sinnum í því að mýs voru hlaupandi um á veginum... reyndi af fremsta megni að láta þær fara á milli hjólanna... ég fór að pæla í því af hverju þær voru að hætta lífi sínu með því að hlaupa um á þjóðvegi númer 1 og það um hávetur... af hverju voru þær ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið og hafa það kósý með fjölskyldunni... fór síðan að hugsa; hvað skildu margar hagamýs búa í landinu... er einhver sem að skráir það og gerir músatalningar?
Músamálaeftirlitið, MME... held það geti verið skemmtilegt jobb að fara upp á heiðar um hávetur og telja hagamýs... sé mig í anda með aðstoðarmanni mínum sem mér finnst að ætti að heita Jónmundur og vera með þykk gleraugu...
.
.
Jónmundur er með skýrslublaðið. Ég kem auga á mús... ein segi ég lágt... Jónmundur skrifar 1 í skýrsluna og hvíslar á mót; karl eða kona? Karl, segi ég strax, því ég var búinn að læra að þekkja kyn hagamúsa í doktorsnámi mínu í The London House of Mouse... Jónmundur krossar við karl á eyðublaðinu...
Svo gerist ekkert... við sjáum ekki fleiri mýs... tjöldum okkar jöklatjaldi og hitum okkur kakó... Jónmundur er alltaf með kringlur með sér og sviðakjamma... ég er með kalda kjúklingaleggi og Burtons Homeblest, gott báðum megin, í eftirmat... við skríðum ofan í svefnpokana eftir matinn...
Af hverju er karlkyns köttur kallaður högni og kvenkyns köttur læða? spyr Jónmundur... Hann er enn með lambhúshettuna grænu sem hún Laufdís frænka hans gaf honum þegar hann varð fimmtugur...
Af hverju heitir ekki karlkyns mús bara lögni og kvenkyns mús snæða hélt Jónmundur aðstoðarmaður minn áfram... Jónmundur, lestu bókina sem þú komst með, svaraði ég, því Jónmundur gat talað út í það óendanlega þegar hann byrjaði.
Ég lokaði augunum og reyndi að sofna... eftir langa stund sagði Jónmundur, vonandi finnum við aðra mús á morgun... já Jónmundur ég vona það líka svaraði ég...
Ég lá smá stund vakandi eftir þetta og hugsaði; Mikið rosalega getur þetta verið stressandi starf...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Draumurinn
14.1.2009 | 00:03
Í algjöru tímaleysi
lá ég hjá þér
Hvísluðum orðum sem hvort öðru gáfum
Ég elskaði allt sem að
sagðir þú mér
Í faðmlögum vöktum og sváfum
Andlit þitt fríða,
augun þín skær
Og ilmandi dökkir lokkar
Aldrei mátt hverfa
sem ert mér svo kær
Úr fallega draumnum okkar
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Benitez að fara á taugum?
12.1.2009 | 20:35
Úpps... nú er skotið úr glerhúsi... ef menn ná ekki árangri á vellinum þá tala menn bara tóma tjöru til að beina athyglinni frá fótboltanum. Benitez er orðinn verulega hræddur við United og sér fram á hefðbundna baráttu um 4. sætið, nú við Aston Villa.
Veit ekki betur en að í gegnum tíðina hafi allir dómarar og enska knattspyrnusambandi reynt allt til að koma í veg fyrir að United vinni deildina... sem auðvitað tekst aldrei, því besta liðið vinnur náttúrulega alltaf á fótboltavellinum.
Ég vísa því þessum ummælum Benitez til föður- og móðurhúsanna því hann er virkilega kominn á hálan ís... enda glottir Sir Alex bara að honum...
.
.
![]() |
Benitez skýtur enn á Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |