Angantýr

... einu sinni var maður sem hét Angantýr. Hann safnaði olíulömpum...

Angantýr var stórvaxinn og frekar grófur í andliti. Hann var eins og klettur í framan, ef þið skiljið mig.
Hann var því sem mætti kalla stórfríður.

Angantýr var aldrei kallaður Angantýr litli þegar hann var lítil, því hann var eiginlega aldrei lítill.

Angantýr hafði mjög gaman af því að bjóða til sín fólki í mat. Hann bjó annars einn og hafði aldrei verið við kvenmann kenndur, en var samt oft kenndur.

Hann bauð venjulega Magnúsi skósala, Mundu í  Bakkagerði, Harry heilbrigða, Sæmundi bæjarritara og Steinhelgu í sjoppunni. Þetta var kjarninn af því fólki sem komu í veislurnar hans Angantýs. Stundum kom þó fyrir að Bjössi brjálaði og Baldur krati komu líka. En það var eingöngu þegar Munda í Bakkagerði komst ekki. Munda þoldi ekki Bjössa brjálaða og Baldur krata af því hún var vinstri græn. Bjössi brjálaði var hinsvegar Sjálfsstæðismaður og Baldur krati Framsóknarmaður.
.

Dining-room-yellow-HTOURS0805-de 

.

Í veislunum bauð Angantýr upp á brauðsneiðar. Hann smurði þær með majonesi og stappaði sardínur ofan á, ýmist sardínur í olíu eða sardínur í tómat.
Brauðsneiðarnar skreytti hann með steinlausum sveskjum sem hann skar í sundur ásamt gulri papriku í sneiðum.
Með brauðinu bar hann fram heit Jasmine hrísgrjón og Cantonese sósu frá Uncel Ben.
Með matnum var drukkið heimabruggað hvítvín, Mjói Munkurinn, sem Angantýr var orðinn nokkur sleipur í að gera.

Í desert hafði Angantýr alltaf rabbarbaragraut með rjóma.

... einu ljósin sem notuð voru í húsinu á þessum kvöldum voru olíulamparnir sem hann átti og hafði safnað... lampi í hverju herbergi og nokkrir í eldhúsi og borðstofu.
.

 Oil%20Lamp

.


Einu sinni þegar þau voru sest til borðs var bankað á útidyrnar. Á tröppunum fyrir utan voru Bjössi brjálaði og Baldur krati,  greinilega vel slompaðir.

Ég get ekki hleypt ykkur inn núna, hún Munda í Bakkagerði er hérna, sagði Angantýr við þá félaga.

Láttu ekki svona sagði Baldur krati, við vorum að koma frá Köben og keyptum handa þér lampa í safnið.
Bjössi brjálaði rétti honum lampa sem var sá fegursti sem Angantýr hafði nokkru sinni séð.

Hann hélt á lampanum og það var glampi í brúnu augunum hans... komið þið inn félagar... við skulum vona að friðurinn haldist...

Þeir gengu inn í stofu. Hárin á Mundu í Bakkagerði risu stíf upp í loftið þegar hún sá hverjir voru mættir á svæðið. Hún hentist upp úr stólnum og greip kápuna með sér... nú er ég farin fyrst þessir ísbirnir eru komnir... hvæsti hún og strunsaði framhjá þeim með bægslagangi... kápan flaksaði út í loftið og lenti á nýja lampanum hans Angantýs... hann flaug upp í loftið... Harry heilbrigði var heilbrigður í hugsun og snöggur. Hann spýttist eins og gormur upp úr stólnum og sveif á eftir lampanum... hann náði að grípa hann þar sem hann var að lenda á borðinu fyrir framan andlitið á Steinhelgu í sjoppunni... eftir lendinguna lá Harry heilbrigði á matarborðinu með olíulampan frá Köben í höndunum og horfði beint í augun á Steinhelgu sem brosti sínu blíðasta og kroppaði sardínur af enni hans...
.

sardines2imagegallery 

.
Níu mánuðum seinna eignaðist Steinhelga í sjoppunni barn... fallegan dreng sem skírður var Angantýr...
Magnús skósali og Sæmundur bæjarritari sátu brosandi á fremsta bekk í kirkjunni við skírnarathöfnina, aðrir sátu aftar...


United efstir - tæknilega

.. .jæja, Manchester United komnir í efsta sætið, tæknilega... þurfa bara að vinna þessa þrjá leiki sem þeir eiga inni á Liverpool... kökubiti...

Sigurinn á Chelsea á morgun er sá fyrsti í langri sigurgöngu sem endar með að bikarnum verður lyft í vor.

.

 ryan_giggs_manchester_united_premier_league_f_863765

.


mbl.is Markalaust hjá Stoke og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Randver rykmaur

... einu sinni var rykmaur sem hét Randver... hann var allaf uppnefndur Koddaver...

Hann var markvörður í fótbolta. Hann var EKKI betri en Engin í markinu.
Uppáhalds lagið hans var Dust in the wind.

Lýkur svo þessari skemmtilegu sögu af Randver rykmaur.

.

kids-ant

.


Glitský og getraun

... fögur sjón á himninum í morgun... en til hvaða staðar á Íslandi var ég að fara...?

.

 Glitský-C

.

.

 Glitský-A
.

.

 Glitský-B

.

.

 Þorp

.

Kirkjan á staðnum. 

.

Kirkjan

.

Þekktasti staður bæjarins.
.

 Staðurinn

.


Gosdrykkur fyrir ketti

Nú er maður allur í markaðspælingum og hvað hægt væri að gera sniðugt í kreppunni.
Það er bara búið að finna allan fjandann upp, ekkert eftir... nema ef vera skildi gosdrykkur fyrir ketti.

Hér er auglýsing frá markaðsdeildinni.

Ef kisi þinn er þyrstur
þurrbrjósta sem tvistur
Bjóddu honum hratt
Kaldan svalan Bratt
.

 Drykkur

.

Ég er að leita að fjárfestum til að koma með mér í dæmið. Þetta á eftir að gera það gott, ég segi ykkur það.


Hringurinn

... hafið þið velt því fyrir ykkur að jólin eru að nálgast!

Um leið og hringurinn lokast, þá byrjar sá næsti. Um leið og maður hefur matast hættir maður að vera svangur (ef maður hefur þá fengið nægju sína) en svo styttist í það að maður verður svangur aftur... ótrúlega skrítið...

Maður vaknar aftur og aftur. Sofnar aftur og aftur. Sólin kemur á loft, sólin sest. Það rignir og það styttir upp.

Það er þessi hringrás sem gerir það að verkum að við þrífumst.

Hugsið ykkur ef við værum alltaf vakandi, já eða sofandi... hugsið ykkur ef það væri alltaf sól... úff hryllileg tilhugsun... hugsið ykkur ef maður borðaði bara einu sinni, rétt eftir fæðingu og yrði saddur að eilífu...
.

 Golden%20Ring-filtered

.

Það er kannski ekki mikil tilbreyting í því að vakna, fara í vinnuna, borða, sofa. Aftur og aftur og aftur og aftur... en það er þó meiri tilbreyting í því heldur en að vakna bara einu sinni um ævina og sofna bara einu sinni.

Tíminn er lítið þröngt hólf sem heitir "Núna" og þú ert í. Míkrósekúndu fyrir aftan þig er fortíðin. Þú getur ekki einu sinni troðið litlu tánni út úr hólfinu og aftur í fortíðina. Og ekki getur þú sparkað með stóru tánni út úr hólfinu og inn í framtíðina... þú ferðast bara í þessu hólfi sem æðir beint áfram, ekki til hliðar eða afturábak... nei bara beint áfram... hlustaðu á hvernig hlið tímans lokast fyrir aftan þig eitt af öðru...

Jæja, ég ætlaði að skrifa skemmtilega færslu... en endaði í hringiðu hugsana minna... vá, hvað ég get verið djúpur á stundum... næstum eins og Dolli Dropi...
.

HeartWaterDrop0-1

.

 


Hænsnabúið

... einu sinni rak ég hænsnabú...

Það  var þannig, að þegar ég var strákur, þá vorum við alltaf að byggja kofa. Skemmtilegast af öllu var að kaupa lás á kofann þegar hann var tilbúinn.
Þá fórum við vinirnir í Mummabúð og keyptum okkur fallegan gylltan hengilás. Einu sinni keyptum við lásinn fyrst, áður en við byrjuðum að byggja. En það hefðum við ekki átt að gera, því þá var allur spenningurinn farinn úr málinu og kofinn var aldrei byggður.

En við þurftum að hafa not fyrir alla þessa kofa. Í eitt skiptið þá notuðum við kofa í tilraunaskini. Einn af okkur fór inn í kofann með tjörupappa og kveikti í honum þar. Við vildum komast að því hvað maðurinn þyldi reyk lengi. Ég held að enginn okkar sem þetta prufuðum hafi reykt sígarettur um ævina að neinu gagni, fengum okkar skammt þarna.
.

 childrenhouse2

.

En svo ákváðum við að skaffa björg í bú og fá okkur hænur til að geta fært mæðrum okkar egg á hverjum degi. Við keyptum gamla hænu fyrir lítið af bónda einum. Eitthvað var hún treg að verpa. Þá föttuðum við það að hún þurfti hana. Við fórum og keyptum okkur glæsilegan hana. Eggjaframleiðslan jóks ekki mjög mikið við þessa fjárfestingu. Við prufuðum ýmiss húsráð, eins og að setja sítrónubelg undir hænuna. Einhver gárunginn hafi logið því að okkur að þá myndi hænan verpa mörgum eggjum á dag.
.

 lemon

.

Við horfðumst því í augu við það að hænu greyið var bara orðin alltof gömul til að standa í því að bera heilt hænsnabú uppi.

Þá var farið á hjólum fram í sveit þar sem við keyptum okkur unga hænu. Nú skildi sko fyrirtækið fara að ganga.

En þessi unga var bara ungi og það kom ekki eitt einasta egg undan henni. Stóra hanann misstum við út og vorum heilan dag að ná honum aftur. Náðum honum loks í holu sem við höfðum grafið í kirkjugarðinum sem var bílskúrinn okkar þegar við vorum í bílaleik.

Svo leið tíminn... gamla hænan verpti einu eggi á viku og vorum við strákarnir mjög spældir yfir því.
Sú unga engu.

Enda kom það í ljós löngu síðar, að unga hænan var hani.

Svona endar þetta sannsögulega ævintýri um hænsnabúið sem samanstóð af tveimur hönum og einni gamalli hænu.
.

 chickens

.

 


Ferguson var að hringja

... ég var ekkert hissa áðan þegar síminn hringdi og Sir Alex Ferguson var á hinum endanum.

Það fór vel á með okkur Alex. Hann spurði hvort ég hefði ekki fengið rauðvínsflöskuna frá sér fyrir jólin og ég spurði á móti hvort Laufabrauðið sem ég sendi honum hefði komið óbrotið til hans.

Hann vill fá mig í hvelli á Old Trafford og taka við treyju númer 7...

Þá er ég kominn í hóp með George Best, David Beckham og Christiano Ronaldo...

Ronaldo ætlar að vera svo góður að eftirláta mér treyjuna sína... hann verður sjálfur með númer 77 hér eftir...

Fyrsti leikurinn hjá mér verður gegn Chelsea 10. janúar... ég ætla nú að skreppa í sund til að koma mér í form fyrir leikinn.

.

 United-Brattur

.

 


mbl.is Neville og Park fá nýja samninga við United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókabúð Bratts - markaðssetning

Ef ég opna bókabúð... hvernig væri þá best að auglýsa hana?  .

 BRATTUR 200M

 .

 BOKABUD NALGAST!

.

 BOKABUD BRATTS

.


Inspector Clueso kveður árið

Ég kveikti á gömlu Gufunni áðan. Þar var verið að lesa veðurfréttir.
Mér fannst í fyrstu að þetta væri hann Björn Bjarnason (Inspector Clueso) að lesa. En áttaði mig fljótlega á því að þetta væri ekki Inspectorinn.

Eftir þetta litla áfall sem ég varð fyrir, fyrir framan útvarpið sá ég heiminn allt í einu í nýju ljósi. Eins og þegar maður sér hver eru aðalatriðin í lífinu og hvað er það sem skiptir engu máli. Svona upplifun verður maður bara fyrir þegar maður verður fyrir áfalli. Og vissulega er það mikið áfall þegar maður heldur að Björn Bjarnason sé farin að lesa veðurfréttir. Hvað næst... gæti maður séð Hannes Hólmstein keyra strætó, Davíð Oddsson hlaupa í Gamlárshlaupinu og Geir Haarde fylgja í humátt á eftir á þríhjóli?
.

 helmet

.

Ég áttaði mig á því að Björn Bjarnason skiptir mig engu máli.... ég meina það er fullt af fólki að böggast í honum og ég er bara kátur með það... það er líka fullt af fólki að böggast í öllum hinum og ég er bara kátur með það líka... ég bæti engu við þó ég gæti smá böggast í þessum lúðum líka...  það er heldur ekki mín sterkasta hlið að böggast...

Um hver áramót gerir maður sér grein fyrir því að tíminn sem manni var úthlutað styttist og styttist... Hefur verið gerð stytta af tímanum?

Þess vegna á nýju ári ætla ég að reyna að vera ekki mikið pirraður yfir leiðinlegu fólki... mér finnst tíminn alltof dýrmætur til þess... fyrir utan það að ég fæ alltaf verk undir hægra herðablaðið þegar ég verð pirraður...

2008 var rosalega gott ár hjá mér... þar sem gleðin ein réð ríkjum... sól og sumarylur... ekki síst í Egyptalandi þar sem við þeystumst um á Úlföldum í eyðimörkinni eða lágum marflöt á sundlaugarbakka og gleymdum stund og stað. River rafting þar sem ég lenti undir bátnum og vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann upp aftur situr einnig í minninu... og svo allar góðu stundirnar í daglega lífnu sem ég átti með þeirri sem skiptir mig mestu... þar sem litlu atriðin verða stór, verðmæt og ógleymanleg...
.

 camel-info0

.

Mörg skemmtileg plön hafa verið gerð fyrir árið 2009 - ekkert nema spennandi tímar og skemmtilegir framundan... það verðu gaman að fylgjast með litla runnanum okkar sem við settum niður í sumar... við ætlum að setja kartöflurnar "aðeins" fyrr niður í ár (fóru niður í júlí síðast!)... það er svo margt sem hægt er að moða úr... þetta er eins og að vera með fullan dótakassa fyrir framan sig...
.

 Clueso

.

Moggabloggsmenn eru ekki sáttir með nafnið mitt og vilja að ég kalli mig eitthvað allt annað eftir áramótin. 
Ég er heldur ekki sáttur við nafnið á Mogganum. Mér finnst að Morgunblaðið eigi að heita Hafsteinn frá Harmi.

Einu sinni var hattur
hann var ekki mattur
Við eiganda hans
Sagði Mogginn stans
Þú mátt ekki heita
Brattur.

GLEÐILEGT ÁR!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband