Angantýr

... einu sinni var maður sem hét Angantýr. Hann safnaði olíulömpum...

Angantýr var stórvaxinn og frekar grófur í andliti. Hann var eins og klettur í framan, ef þið skiljið mig.
Hann var því sem mætti kalla stórfríður.

Angantýr var aldrei kallaður Angantýr litli þegar hann var lítil, því hann var eiginlega aldrei lítill.

Angantýr hafði mjög gaman af því að bjóða til sín fólki í mat. Hann bjó annars einn og hafði aldrei verið við kvenmann kenndur, en var samt oft kenndur.

Hann bauð venjulega Magnúsi skósala, Mundu í  Bakkagerði, Harry heilbrigða, Sæmundi bæjarritara og Steinhelgu í sjoppunni. Þetta var kjarninn af því fólki sem komu í veislurnar hans Angantýs. Stundum kom þó fyrir að Bjössi brjálaði og Baldur krati komu líka. En það var eingöngu þegar Munda í Bakkagerði komst ekki. Munda þoldi ekki Bjössa brjálaða og Baldur krata af því hún var vinstri græn. Bjössi brjálaði var hinsvegar Sjálfsstæðismaður og Baldur krati Framsóknarmaður.
.

Dining-room-yellow-HTOURS0805-de 

.

Í veislunum bauð Angantýr upp á brauðsneiðar. Hann smurði þær með majonesi og stappaði sardínur ofan á, ýmist sardínur í olíu eða sardínur í tómat.
Brauðsneiðarnar skreytti hann með steinlausum sveskjum sem hann skar í sundur ásamt gulri papriku í sneiðum.
Með brauðinu bar hann fram heit Jasmine hrísgrjón og Cantonese sósu frá Uncel Ben.
Með matnum var drukkið heimabruggað hvítvín, Mjói Munkurinn, sem Angantýr var orðinn nokkur sleipur í að gera.

Í desert hafði Angantýr alltaf rabbarbaragraut með rjóma.

... einu ljósin sem notuð voru í húsinu á þessum kvöldum voru olíulamparnir sem hann átti og hafði safnað... lampi í hverju herbergi og nokkrir í eldhúsi og borðstofu.
.

 Oil%20Lamp

.


Einu sinni þegar þau voru sest til borðs var bankað á útidyrnar. Á tröppunum fyrir utan voru Bjössi brjálaði og Baldur krati,  greinilega vel slompaðir.

Ég get ekki hleypt ykkur inn núna, hún Munda í Bakkagerði er hérna, sagði Angantýr við þá félaga.

Láttu ekki svona sagði Baldur krati, við vorum að koma frá Köben og keyptum handa þér lampa í safnið.
Bjössi brjálaði rétti honum lampa sem var sá fegursti sem Angantýr hafði nokkru sinni séð.

Hann hélt á lampanum og það var glampi í brúnu augunum hans... komið þið inn félagar... við skulum vona að friðurinn haldist...

Þeir gengu inn í stofu. Hárin á Mundu í Bakkagerði risu stíf upp í loftið þegar hún sá hverjir voru mættir á svæðið. Hún hentist upp úr stólnum og greip kápuna með sér... nú er ég farin fyrst þessir ísbirnir eru komnir... hvæsti hún og strunsaði framhjá þeim með bægslagangi... kápan flaksaði út í loftið og lenti á nýja lampanum hans Angantýs... hann flaug upp í loftið... Harry heilbrigði var heilbrigður í hugsun og snöggur. Hann spýttist eins og gormur upp úr stólnum og sveif á eftir lampanum... hann náði að grípa hann þar sem hann var að lenda á borðinu fyrir framan andlitið á Steinhelgu í sjoppunni... eftir lendinguna lá Harry heilbrigði á matarborðinu með olíulampan frá Köben í höndunum og horfði beint í augun á Steinhelgu sem brosti sínu blíðasta og kroppaði sardínur af enni hans...
.

sardines2imagegallery 

.
Níu mánuðum seinna eignaðist Steinhelga í sjoppunni barn... fallegan dreng sem skírður var Angantýr...
Magnús skósali og Sæmundur bæjarritari sátu brosandi á fremsta bekk í kirkjunni við skírnarathöfnina, aðrir sátu aftar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Jahérna hér!  Þetta er nú farið að nálgast söguþráð í góðum Dallas þætti, nema þetta er enn betra heldur en Dallas-ið.

Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...hvílíkur gæfugripur þessi lampi sem þeir félagar báru frá Köben...

Má eiginlega segja að af litlum neista hafi orðið mikið bál...he he...

En matseðillinn...jakk....

Bergljót Hreinsdóttir, 11.1.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Gulli litli

Ja, nú þykir mér angantýra...

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband