Fróðleiksmolar um banana

Vissuð þið að þegar bananarnir koma til landsins þá eru þeir sofandi á sínu græna eyra?

Þeir eru sem sagt sofandi og eru eiturgrænir. Svoleiðis banana étur ekki nokkur einasti maður, hvað þá kona.

En svo þarf að vekja þá... þeir eru settir í klefa og þeir eru gasaðir... gas - gas - hrópar gasmaðurinn og skrúfar frá gaskrananum... bananarnir sniffa út í loftið og smám saman lifna þeir við... einn af öðrum... verða gulir í vöngum... góðan daginn Barði segir einn við þann sem næstur honum svaf... já, góðan daginn Kengbogi  segir þá Barði við Kengboga... hvert skyldum við vera komnir? Við vitum það ekki fyrr en hurðin opnast, kallar Sigurfúll úr næsta kassa gremjulega... rosaleg svitalykt er af þér Sólöf heldur hann áfram og beinir spjótum sínum að bognum banana sem liggur upp við hann... þú ert andfúll leiðindaskarfur, svarar Sólöf snöggt og vindur upp á sig...

Svona halda bananarnir áfram að tuða meðan þeir eru að komast til meðvitundar... Síðan er hver kassi tekinn og settur í bíla sem bíða þess að flytja þá í verslanir landsins...

Þið vissuð kannski ekki að hver banani heitir eitthvað eins og við mannfólkið... munið það næst þegar þið stingið einum uppí ykkur... kannski er það hann Sigurfúll fúli...
.

 monkey-banana-holder

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeir hljóma svolítið eins og tapsárir sjálfstæðismenn :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Viltu kannski meina að ég sé kominn af bönunum Brattur?

Halldór Egill Guðnason, 2.2.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Einar Indriðason

Greinilega eitthvað bogið við þetta........

En sagan er góð.

Einar Indriðason, 3.2.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband