Reyna að hafa áhrif á dómarana

Það er gömul saga og ný að benda á dómarann að illa gengur á vellinum... Veit ekki alveg í hvers konar kasti Scolari og Benitez eru... ég held reyndar að Benitez sé ekki Benitez... ég held að þetta sé ennþá Houllier bara búinn að fara í smá lýtaaðgerð...

Þeir félagar eru bara að reyna að hafa áhrif á dómarana í þeirri veiku von að það hjálpi þeim að hala inn fleiri stig í baráttunni við United.

Ekki erum við Alex að væla mikið þó við fáum varla vítaspyrnu á heilli leiktíð... nei og nei... við viljum láta verkin tala... erum með eitt prúðasta og leiknasta lið deildarinnar meðan þeir sem eru að reyna að halda í við okkur, Liverpool og Chelsea eru með tréhesta innanaborðs hjá sér og grófa leikmenn á borð við Mikael Ballack og Sammy Hyppia... eða heitir hann Sammy Raikonen?... man það ekki...

Alex Ferguson er lang málefnalegasti stjórinn sem tjáir sig um fótboltann... það er unun að hlusta á hann þegar hann tekur til máls.
.

 alex_ferguson

.


mbl.is Tekur undir með Benitez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég gæti þegið smá samúð, það er erfitt að vera Púllari um þessar mundir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.1.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Brattur

Ég hef reyndar alltaf haft samúð með Liverpool...

Brattur, 31.1.2009 kl. 12:56

3 identicon

eða heitir hann Sammy Raikonen?...(glatað)

Friðrik (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:37

4 identicon

Það eitt að kalla Sami hyypia einn af grófustu leikmönnum deildarinnar er bara heimska og ekkert annað.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það sagði mér gamall maður að maður yrði heimskur af að borða hænsnakjöt.  Nú get ég staðfest að Brattur hefur ekki borðað mikið hænsnakjöt nýverið svo athugasemdir í þá átt að hann sé heimskur eiga sér enga stoð í veruleikanum. 

Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 14:17

6 Smámynd: Brattur

Sami er kannski ekki grófur... en tréhestur er hann... og verður aldrei sakaður um að vera að bugast af knatttækni...

Brattur, 31.1.2009 kl. 14:22

7 identicon

Sandhóla Pétur (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:55

8 Smámynd: Brattur

Brattur, 31.1.2009 kl. 16:45

9 Smámynd: Brattur

Brattur, 31.1.2009 kl. 22:47

10 Smámynd: DG

United eru bestir og jú ég hef altaf vorkennt poolurum veit ekki af hverju

DG, 1.2.2009 kl. 00:28

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Rólegur í rjómanum Brattur minn...góðir hlutir gerast hægt...og Púlararnir mun endanlega landa þeim stóra....

Bergljót Hreinsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:33

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er engin þörf á vorkunn, þó að maður þiggi smá samúð sem áhangandi.

Þeir eiga jú flottasta búninginn, flottasta lagið og svo búa þeir í Bítlaborginni. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband