Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Gáta
15.9.2009 | 23:53
Hvað kallast sá maður sem er alltaf feitur ?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Grow old with me
14.9.2009 | 20:13
Var að uppgötva þetta dásamlega Lennon lag.
.
.
Bjarni Arason söng þetta listavel í brúðkaupi besta bloggvinar míns um helgina
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12. september 2009
12.9.2009 | 10:51
- Heyr mína bæn, mildasti blær,
- berðu kveðju, mína yfir höf,
- syngdu honum, saknaðarljóð.
- Vanga hans blítt, vermir þú sólmjúkum vörum,
- kysstu hans brá, ástarorð hvíslar mér frá.
- Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag,
- flytjið honum, í yndælum óði, ástarljóð mitt.
- Heyr mína bæn, bára við strönd,
- blítt þú vaggar, honum við barm,
- þar til svefninn, sígur á brá.
- Draumheimi í, dveljum við þá, daga langa,
- saman tvö ein, heyr mínar bænir, og þrár
- Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag,
- flytjið honum, í yndælum óði, ástarljóð mitt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég líka !
11.9.2009 | 11:55
Ég syndi stundum eins og skepna líka.
En hvort syndi ég eins og selur eða á hundasundi það er spurningin.
Syndi ég skriðsund, flugsund, bringusund, baksund eða haugasund?
Vitið þið hvað er nauðsynlegt að hafa til að geta synt ? Þið vitið það ekki, ok, ég skal segja ykkur það.
VATN.
Eins og barnið sagði forðum;
Mikið var Guð góður að gefa okkur vatnið, því ef við hefðum ekki átt vatnið, þá hefðum við ekki getað lært að synda og þá hefðum við öll drukknað.
.
.
Hermann syndir eins og skepna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bónus í eigu útlendinga ?
10.9.2009 | 18:25
Nú stefnir allt í það að Hagar eða 1998 ehf. sem eiga Bónus - Hagkaup og 10/11 verslanirnar komist í eigu erlendra aðila.
Þá geta neytendur valið um það að kaupa í matinn hjá útlendingum eða Íslendingum.
Rekstur Haga gengur vel segja þeir á þeim bænum, enda keypti 1998 ehf. 95,7 % í Högum rétt fyrir bankahrun með 30 milljarða krónu láni sem var tekið hjá Kaupþingi. Góð innspýting fyrir Haga að fá 30 milljarða inn í fyrirtækið.
Veljum íslenskt, er það ekki ?
.
.
Vinna með eigendum Haga þrátt fyrir vanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gussi
9.9.2009 | 23:44
Gussi var járnsmiður. Hann var eiginlega alltaf skítugur en var samt að nokkru leiti snyrtipinni. Þegar hann kom heim seinnipartinn fór hann strax úr rauða járnsmiðssamfestingnum og beint í sturtu. Hann náði þó aldrei skítnum almennilega undan nöglunum. Einnig voru olíu og ryk agnir fastar í andliti hans í stóru svitaholunum. Þess vegna leit ekki út fyrir að Gussi væri hreinn þegar hann steig út úr sturtunni.
Hann sveipaði ljósbláu handklæði með mynd af bleikum pelikana um sig og gekk að speglinum. Honum fannst allt í lagi að vera alveg sköllóttur. Það passaði svo vel við hann, járnsmiðinn. Hann dró inn of stóran magann, horfði á prófílinn og blikkaði sjálfan sig. Já, hann var bara nokkuð sáttur.
Síðan þurrkaði hann sér á milli tánna og bar á sig fótakrem. Náði í naglaþjöl og reyndi að skafa undan nöglunum. Bar loks húðmjólk á hausinn á sér og andlitið. Síðan klæddi hann sig í svarta skinnbrók og hnýtti á sig sauðskinnsskó. Greip með sér mórauðu lopapeysuna og skotthúfuna sem amma Hófa hafði gefið honum þegar hann varð fimmtugur.
Í kvöld var æfing hjá ÞJÁMA,;þjóðdansafélagi járnsmiða á miðjum aldri.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fokking Lottóið
8.9.2009 | 19:38
Ég hitti hann Balda kaupmann um daginn. Það lá vel á honum eins og endranær.
Veistu, sagði Baldi... ég held að þetta sé satt með ljótar hugsanir... ef þú hugsar neikvætt og ljótt... þá verður þú aldrei hamingjusamur né heppinn.
Já, svaraði ég, það má vel vera... Jú, sko... greip Baldi fram í. Ég hef reynt þetta á eigin skinni.
Það kom maður hérna inn í búðina um daginn. Hann var þungur á brún og bölvaði helvítis Lottóinu, eins og hann kallaði það. Andrúmsloftið varð strax þungt um leið og hann kom inn í búðina.
Ég ætla að fá tíu fokking raðir... hreytti hann út úr sér og engan djöfulsins Jóker...
Svona bölvaði hann og ragnaði á meðan hann var hérna inni, sagði Baldi.
Svo þegar hann var farinn hugsaði ég... kallinn er búinn að soga allt hið ljóta út úr Lottó vélinni... nú eru bara góðir straumar eftir.
Og ég keypti mér fyrsta miðann eftir orðljóta kallinn. Og veistu Brattur,sagði hann og sló sér á læri, ég vann fjörutíu og átta þúsund kall.
Svo hló Baldi innilega svo tár láku niður kinnar hans.
Ég kvaddi og labbaði út... hugsaði um góða strauma og vonda strauma...
...og að lífið væri Lotterí...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Uppfinningamaðurinn
6.9.2009 | 10:55
Einu sinni var maður sem langaði til að verða uppfinningamaður.
Thomas Alva fann upp ljósaperuna... hann var fyrirmyndin...
Svo voru einhverjir sem fundu upp hjólið og gleraugun og myndavélar og tölvur og nagla og skrúfur og sígarettur og vindla og bjór og brennivín... og kerti og spil... og berjatínur og hansahillur... og bolta og bíla... og ísskápa og eldavélar og strauborð og straujárn og stóla og skó og skyrtur og diska og hnífa og gaffla og skeiðar og meiri að segja teskeiðar... og hefti og heftara og penna og hljóðfæri og teppi og sængur og rúm og klósett og baðkör og sturtur og vatnið...
Vatnið ! Það fann enginn upp vatnið... það er líka fullt af hlutum sem enginn fann upp !
Og hann hugsaði um allar lífverurnar, maurana og fílana og beljurnar og blessuð litlu lömbin... hann hugsaði um kvikasilfrið og grjótið og gullið og fjöllin og firnindin...
Svona hugsaði hann dögum og vikum saman og komst að lokum að því að það væri búið að finna allt upp.
Hann vissi nefnilega ekki að enn var ekki búið að finna upp firninda romsið.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Riddarinn hugprúði
5.9.2009 | 10:41
Þetta minnir mig á atvik sem átti sér stað þegar ég var unglingur.
Það var kaldur vetur, stórhríð úti og niðdimm nótt. Ég steinsvaf uppi á lofti.
Ég vaknaði við það að snjóbolta var kastað í gluggann. Í gegnum hríðarkófið sá ég félaga minn standa í garðinum og góla eitthvað.
Ég klæddi mig og hljóp niður og hleypti vininum inn. Hann var haugdrukkinn en vildi tefla.
Ég er Michael Tal, sagði hann á fyllirísku... þorir þú að tefla?
Við vorum nokkuð áþekkir að getu í skákinni, svona undir venjulegum kringumstæðum en nú hafði Bakkus ruglað heilasellurnar í vini mínum rækilega svo hann tefldi eins og kjáni.
Ég gaf ekkert eftir og vann hverja skákina á eftir annarri. Í hvert skipti sem hann gafst upp eða var mátaður þeytti hann öllum skákmönnunum út af borðinu. Við vorum því lengi að stilla upp fyrir næstu skák.
Að lokum sofnaði Tal fram á skákborðið og svaf til morguns. Riddarinn sem kom bísperrtur inn úr hríðarkófinu lá nú á skákborðinu og leit út eins og peð.
.
.
Sofnaði yfir skákborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dóri frændi
1.9.2009 | 21:37
Dóri frændi var duglegur að drekka.
Hann var mjög útsjónarsamur að finna tilefni til þess að fá sér í glas.
Hann datt í það þegar hundurinn hans átti afmæli og kötturinn og páfagaukurinn og Maggi trukkur í næsta húsi.
Hann datt í það þegar ríkisstjórnin féll og aftur þegar ný ríkisstjórn var mynduð.
Hann datt í það þegar Norður Kóreumenn skutu eldflaug út í geiminn og þegar Ólafur Ragnar datt af hestbaki.
Dóri var sem sagt mjög útsmoginn að halda upp á alla mögulega hluti.
Ég hitti hann um daginn og auðvitað var Dóri rallhálfur... Jæja Dóri minn, upp á hvað er nú verið að halda ?
Blessaður Brattur frændi... gaman að sjá þig vinur... nú er ég sko að halda upp á það að vera hættur að drekka.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)