Riddarinn hugprúði

Þetta minnir mig á atvik sem átti sér stað þegar ég var unglingur.

Það var kaldur vetur, stórhríð úti og niðdimm nótt. Ég steinsvaf uppi á lofti.

Ég vaknaði við það að snjóbolta var kastað í gluggann. Í gegnum hríðarkófið sá ég félaga minn standa í garðinum og góla eitthvað.

Ég klæddi mig og hljóp niður og hleypti vininum inn. Hann var haugdrukkinn en vildi tefla.
Ég er Michael Tal, sagði hann á fyllirísku... þorir þú að tefla?

Við vorum nokkuð áþekkir að getu í skákinni, svona undir venjulegum kringumstæðum en nú hafði Bakkus ruglað heilasellurnar í vini mínum rækilega svo hann tefldi eins og kjáni.

Ég gaf ekkert eftir og vann hverja skákina á eftir annarri. Í hvert skipti sem hann gafst upp eða var mátaður þeytti hann öllum skákmönnunum út af borðinu. Við vorum því lengi að stilla upp fyrir næstu skák.
Að lokum sofnaði Tal fram á skákborðið og svaf til morguns. Riddarinn sem kom bísperrtur inn úr hríðarkófinu lá nú á skákborðinu og leit út eins og peð.
.

 knightpreview.jpg199f8a25-9034-4aa5-a290-be2410868c1fLarge

.


mbl.is Sofnaði yfir skákborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Eftir þrjá, ei telfa má...~

Steingrímur Helgason, 5.9.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband