Uppfinningamaðurinn

Einu sinni var maður sem langaði til að verða uppfinningamaður.

Thomas Alva fann upp ljósaperuna... hann var fyrirmyndin...

Svo voru einhverjir sem fundu upp hjólið og gleraugun og myndavélar og tölvur og nagla og skrúfur og sígarettur og vindla og bjór og brennivín... og kerti og spil... og berjatínur og hansahillur... og bolta og bíla... og ísskápa og eldavélar og strauborð og straujárn og stóla og skó og skyrtur og diska og hnífa og gaffla og skeiðar og meiri að segja teskeiðar...  og hefti og heftara og penna og hljóðfæri og teppi og sængur og rúm og klósett og baðkör og sturtur og vatnið...

Vatnið ! Það fann enginn upp vatnið... það er líka fullt af hlutum sem enginn fann upp !

 Og hann hugsaði um allar lífverurnar, maurana og fílana og beljurnar og blessuð litlu lömbin... hann hugsaði um kvikasilfrið og grjótið og gullið og fjöllin og firnindin...

Svona hugsaði hann dögum og vikum saman og komst að lokum að því að það væri búið að finna allt upp.

Hann vissi nefnilega ekki að enn var ekki búið að finna upp firninda romsið.
.

 mt_fuji1

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband