Fokking Lottóið

Ég hitti hann Balda kaupmann um daginn. Það lá vel á honum eins og endranær.

Veistu, sagði Baldi... ég held að þetta sé satt með ljótar hugsanir... ef þú hugsar neikvætt og ljótt... þá verður þú aldrei hamingjusamur né heppinn.

Já, svaraði ég, það má vel vera... Jú, sko... greip Baldi fram í. Ég hef reynt þetta á eigin skinni.

Það kom maður hérna inn í búðina um daginn. Hann var þungur á brún og bölvaði helvítis Lottóinu, eins og hann kallaði það. Andrúmsloftið varð strax þungt um leið og hann kom inn í búðina.

Ég ætla að fá tíu fokking raðir... hreytti hann út úr sér og engan djöfulsins Jóker...

Svona bölvaði hann og ragnaði á meðan hann var hérna inni, sagði Baldi.

Svo þegar hann var farinn hugsaði ég... kallinn er búinn að soga allt hið ljóta út úr Lottó vélinni... nú eru bara góðir straumar eftir.

Og ég keypti mér fyrsta miðann eftir orðljóta kallinn. Og veistu Brattur,sagði hann og sló sér á læri, ég vann fjörutíu og átta þúsund kall.

Svo hló Baldi innilega svo tár láku niður kinnar hans.

Ég kvaddi og labbaði út... hugsaði um góða strauma og vonda strauma...

...og að lífið væri Lotterí...
.

lotto_240602

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brattur, nú ertu að skálda. Er það ekki kjáninn þinn ?

Sandhóla Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:54

2 identicon

Ég þekki Balda persónulega og veit að hann vann 48 þús. kall í Lottóinu um daginn, þannig að Brattur kallinn er ekkert að skálda, enda ekkert skáld

Maggi á brunabílnum (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:57

3 identicon

Sælir félagar. Þetta finnst mér góð dæmisaga hjá honum Bratta (hvernig beygir þú þig annars Brattur).

Hann er að segja okkur að vera ekki alltaf með hausinn fullan af tjöru því þá getum við ekki séð neitt fallegt í lífinu. Er það ekki annars Bratti ?

Sæmundur svínahirðir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið strákar. Það er mikið að þið látið heyra í ykkur.

Sandhóla Pétur auðvitað er ég ekki að skálda, kjánaprikið þitt

Maggi á brunabílnum; takk fyrir stuðninginn... alltaf sami öðlingurinn eins og hann Öðlingur afi þinn

Sæmundur, ég beygi mig yfirleitt áfram, en þú aftur á bak ? 

Brattur, 9.9.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm ég man eftir þessu Brattur. Bölvaði eins og gamall grænlenskur sjóari, en ég vann líka 200.000 á þessum tíu röðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 01:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

meget bra Brattur.. og siden blogger du selv med ip tala skrad :D

Óskar Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 13:10

7 Smámynd: Brattur

hehehe Óskar... þegar enginn vill tala við mann þá talar maður bara við sjálfan sig...

Brattur, 9.9.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband