Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Auðveldur sigur.
29.4.2009 | 20:56
Virkilega góður leikur hjá mínum mönnum. Óheppnir að vinna ekki 3 - 4 núll.
Með svona áframhaldi fara þeir í úrslit Evrópukeppninnar og taka náttúrulega Englandsmeistaratitilinn létt.
Mér fannst Arsenal leikmennirnir nánast áhorfendur allan leikinn og voru í sífelldum eltingaleik.
Van der Saar hefði ekkert getað sagt þó hann hefði verið rukkaður fyrir aðgangseyrinum.
.
.
Sanngjarn sigur Evrópumeistaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers eiga trén að gjalda?
27.4.2009 | 23:58
Aumingja blessuð litlu trén.
.
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sundlaugarvörðurinn.
26.4.2009 | 22:33
Einu sinni var maður sem var sundlaugarvörður. Hann var piparsveinn.
Hann var alls ekki ófríður en var heldur ekki fríður... hann var svona millifríður...
Hann kunni björgunarsund, baksund, skriðsund, bringusund, flugsund, kafsund og hundasund.
Hann vissi allt um vatn, af hverju það var blautt og af hverju maður gat ekki andað í kafi.
Hann hafði lengi langað til að kynnast góðri konu sem kynni að baka vöfflur.
Það gekk hinsvegar illa hjá honum. Í þau fáu skipti sem hann náði að spjalla við konur í einrúmi og talið barst að atvinnu hans, sagði hann sem var að hann væri sundlaugarvörður, þá hlupu þær í burtu.
Nú voru dýr ráð ekki nothæf. Hvað átti hann til bragðs að taka?
Hann ákvað að nota svokallaða hvíta lygi... segja ekki beint hvað hann gerði en svona næstum því.
Hann var því vel undirbúinn þegar að kona nokkur spurði hann; hvað gerir þú Páll?
Ég, ég er vatnsmælir, svaraði Palli sundlaugarvörður að bragði.
Nokkrum mánuðum síðar var Páll kominn í hjónaband. Hann var hamingjusamur upp frá því.
En þó bar einn skugga á. Konan hans kunni ekki að baka vöfflur.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari kosninganna!
26.4.2009 | 14:15
Sjálfstæðisflokkurinn er hinn eini sanni sigurvegari kosninganna sagði Þráinn Bertelsson hjá Agli Helgasyni áðan.
Ég er sammála honum. Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ná 23,7% fylgi.
Hann hefði í mesta lagi átt skilið að fá 5%.
Það gleður mig sérstaklega að menn eins og Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson skyldu ná þingsæti.
Þessir tveir eru sannkallaðar atkvæðafælur.
.
.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Himneskur fótbolti!
25.4.2009 | 18:44
United hraðlestinn fór svo sannarlega í gang í seinni hálfleik... þvílíkur fótbolti... hreinn, beinn og dásamlegur...
Held að vinir mínir í Liverpool hafi skríkt af ánægju í hálfleik... en ég var allan tímann viss um að United ynni leikinn.
Innkoma Tevez skipti sköpum... með dugnaði sínum og baráttu hleypti hann neista í liðið og þá var ekki að sökum að spyrja.
Manchester United sýndi í þessum leik hverjir verðskulda Englandsmeistaratitilinn... þurfum við eitthvað að ræða það?
.
.
United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ruslahaugur Sjálfstæðisflokksins
25.4.2009 | 14:05
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki háð heiðarlega kosningabaráttu.
Svona lítur ruslakista Sjálfstæðisflokksins út.
Nafnlausar auglýsingar af Steingrími J. (verulega ósmekklegt) - af hverju þorir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að birta slíkar auglýsingar í eigin nafni?
Nafnlausa AHA síðan þar sem gert er lítið úr frambjóðendum annarra flokka.
Hringingar Sjálfsæðismanna í unga kjósendur í Suðurlandskjördæmi og þeir beðnir um að strika Árna Johnsen út af kjörseðli hvaða flokk sem þeir kunna að kjósa (og gera þar með seðilinn ógildan)
Nú dreifa þeir á bloggsíður fréttum um að einhver einstaklingur hafi kært Samfylkinguna fyrir landráð... Svona hagar hann sér Sjálfstæðisflokkurinn, landráðaflokkurinn sjálfur... þvílík örvænting... þvílíkur barnaskapur...
Svona háir Sjálfstæðisflokkurinn kosningabaráttuna vegna þess að þeir hafa engan málstað.
.
.
Kjörsókn með ágætum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ö er ekkert bööööö!
25.4.2009 | 11:20
Formaður ÖND-VEGIS-FLOKKSINS er ekkert sérlega morgunhress og ætlar því ekki að kjósa fyrr en eftir hádegið.
Vil hinsvega ávarpa ykkur kjósendur góðir og biðja ykkur að leiða hugann að stefnumálum Ö flokksins áður en þið setjið X-ið á kjÖÖÖrseðilinn.
ÖND-VEGIS-FLOKKURINN hefur mikla sérstöðu í íslenskri pólitík. Meðan aðrir flokkar rífast um álver eða ekki álver... ESB eða ekki ESB, þá er Ö flokkurinn með einu lausnina sem getur bjargað okkur úr ógöngunum... kynnið ykkur stefnummál Ö flokksins HÉR.
Kæri kjósandi! Mundu það þegar þú heldur á blýantinum í kjörklefanum í dag að...
Ö er ekkert Bööööööööööööööööööööööööö
Guð blessi Ísland!
Brattsjónallinn.
Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum
sem ástundiðá kvöldin karate
nú Brattur safnar saman bröööööndum
boðar kaffi og jurtate
Dabbahyski við hendum í sjóinn
hrööööökvum aldrei í kút
við áttum lóur en hann át þær kjóinn
einsog að þamba ööööööl af stút.
Þó að mööööörgæsin sé mööööögur
við möööööölvum Geirinn í dag
því Brattsýnin er fööööögur
og fóðurblanda allra í Haag.
HÖf.: Guðni Már
.
.
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þvílíkur leikmaður!
25.4.2009 | 01:04
Við Alex erum bara alltaf sammála... held að við höfum verið bræður í fyrra lífi, þar sem ég kenndi honum allt það sem hann kann og getur í dag.
Giggs er einn sá albesti knattspyrnumaður sem maður hefur séð. Hann á möguleika á að verða Englandsmeistari í 11 skiptið... en sum lið eru að vonast til að verða meistarar í 1 skiptið í sögu Úrvalsdeildarinnar...
Giggs sem nú er 35 ára hefur spilað stórt hlutverk í sögu Manchester United síðan hann var 16 eða 17 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik.
Og þessi 35 ára gutti er enn léttur og snöggur og er að spila rosalega vel í vetur.
Það væri gaman að sjá hann í liðinu á morgun í sínum 800 leik.
Ég og fjölskyldan mín sendum honum og hans fjölskyldu hjartanlegar hamingjuóskir og biðjum að heilsa Sir Alex.
.
Ferguson: Giggs verðskuldar að vera valinn bestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigmundur Davíð rotaður!
24.4.2009 | 22:06
Þetta yrðu náttúrulega draumaúrslit ef að kosningarnar færu eins og þessi könnun sýnir.
Hefði reyndar viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn undir 20% fylgi, þó er enn von.
Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að henda inn kosningabombu, fyrst í gærkvöldi og svo aftur í umræðuþáttum á RUV og Stöð 2 í kvöld.
Ástþór Magnússon kom skemmtilega á óvart á RUV og hreinlega rotaði Sigmund Davíð með því að benda á tengsl Framsóknarflokksins við Eglu hf. sem nú hefur beðið um greiðslustöðvun. Egla er aðallega eigu Ólafs Ólafssonar sem lengi hefur tengst Framsóknarflokknum. Ástþór sagði að það hefðu verið hæg heimatökin fyrir formann Framsóknarflokksins að nálgast viðkvæmar upplýsingar í stjórnkerfinu í gegnum Eglu málið.
Sigmundur Davíð teygði sig greinilega of langt í sókninni og gaf höggstað á sér.
En frábær þáttur á RUV og gaman að sjá svona rothögg!
.
.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stálmaðurinn
23.4.2009 | 22:52
Einu sinni var maður, hann var með stáltaugar.
Þegar hann var orðinn nokkuð stálpaður varð hann ástfanginn af fallegri konu sem hvíslaði eittþúsund tuttugu og níu falleg orð í eyru hans á sjö vikum.
Hann mundi öll þau orð allt sitt líf enda var hann með stálminni.
Hann hvíslaði á móti í eyru fallegu konunnar; ég er stálheppinn að hafa hitt þig, yndisleg.
Maðurinn var alla tíð stálheiðarlegur og stálhraustur og reyndist konu sinni vel. Þau eignuðust börnin Eir og Kopar sem vor stálsleginn frá því að þau fæddust.
Lyftum glösum og segjum, stál fyrir þessari fyrirmyndar fjölskyldu.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)