Stálmaðurinn

Einu sinni var maður, hann var með stáltaugar.

Þegar hann var orðinn nokkuð stálpaður varð hann ástfanginn af fallegri konu sem hvíslaði eittþúsund tuttugu og níu falleg orð í eyru hans á sjö vikum.

Hann mundi öll þau orð allt sitt líf enda var hann með stálminni.

Hann hvíslaði á móti í eyru fallegu konunnar; ég er stálheppinn að hafa hitt þig, yndisleg.

Maðurinn var alla tíð stálheiðarlegur og stálhraustur og reyndist konu sinni vel. Þau eignuðust börnin Eir og Kopar sem vor stálsleginn frá því að þau fæddust. 

 Lyftum glösum og segjum, stál fyrir þessari fyrirmyndar fjölskyldu.
.

statue500x326

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valtur ekki brattur. Taktu þennan mann sem fyrirmynd í þínu lífi.

wenger (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið er gott hvað þú ert stálsleginn, Brattur minn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband