Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Bakkabræður eru ættaðir frá Ólafsfirði !

Ég var að fletta í bókinni Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri eftir Jón Árnason. Rakst ég þar á mjög athyglisverðan kafla um ævilok Bakkabræðra.

Hefst nú frásögnin;

Ævilok tveggja bræðranna, Eiríks og Jóns urðu að annar þeirra dó í hrísbyrðinni, en af hinum beit hákall handlegginn og varð það hans dauðamein. Þriðji bróðirinn, Gísli, drukknaði í Stafá, þar sem nú heitir Gíslavað. Enginn maður annar hefur svo menn viti drukknað í þeirri á sem er mjög lítil og aðskilur Fljót frá Sléttuhlíð. Fjórði bróðirinn, Þorsteinn, maður einsýnu Gróu, bjó á Bakka til elliára.

Sumir segja faðir bræðranna hafi heitið Björn Ingimundsson, ættaður úr Ólafsfirði og hafi búið á Bakka nálægt 1600.

Sagt er að kona Gísla hafi heitið
Anna Smile

.........................................................................................................................................................

Það er margt fróðlegt og skrítið í þessari frásögn. Í fyrsta lagi að Bakkabræður heita samkvæmt þessari sögu Gísli, Eiríkur, Jón og Þorsteinn. Það hef ég aldrei heyrt áður.
Í öðru lagi að þeir bræður eru ættaðir frá Ólafsfirði. En það kemur nú svo sem ekki á óvart.

Svo vissi ég ekki að Gísli hefði átt konu og með þessu ljómandi fallega nafni líka.
.

 gehfotl

.

 


Nýyrði í draumi

Mig hefur verið að dreyma ný, skringileg orð síðustu nætur.

Ópstyttingarnámskeið.

Já, þið heyrðuð rétt... Ópstyttingarnámskeið.

Í draumnum þýddi ópstyttingarnámskeið það að maður átti að fara á námskeið til að læra að stytta ópin í sér þegar maður meiðir sig.

Á námskeiðinu var sýnt á mælistiku hvaða árangri mætti búast við að ná á slíku námskeiði.

Maður gat stytt ópin í sér um a.m.k. 40%

Og þar hafið þið það.

Takk fyrir
.

cat-funny-eyes-08

.

P.S. fleiri nýyrði úr draumum birtast á næstu dögum.


Ég er tapsár !

Jæja... við töpuðum 2-0... ég er svekktur og reiður og pirraður... út í dómarann...

Meira seinna.

.

angry_cow
.


mbl.is Sanngjarn sigur Liverpool á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundboltinn

Þó markið hafi verið ansi skondið þá finn ég nú til með Callum Campell greyinu.

Það er ekki gaman að vera stuðningsmaður fótboltaliðs og eiga beinan þátt í því að liðið manns tapi.

Vona að stuðningsmenn Liverpool fyrirgefi honum... eins og ég hef þegar gert. 

En nú styttist í leikinn á Anfield... verður örugglega boðið upp á blóð, svita og tár og kannski einhver mörk.

.

red_ball-300x300

.


mbl.is Strandboltastrákurinn: Þetta er mín versta martröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frændur ?

Þetta er flott... heit súpa fyrir framan Hegningarhúsið... nammi namm..

Annars voru fyrirtækin við Skólavörðustíg að auglýsa í útvarpinu í allan morgun þetta slagorð;

Skólavörðustígurinn alltaf brattur  Blush 

Ég hrökk í kút... hvað er verið að tala um mig í útvarpinu ?

En svo skildi ég ... Skólavörðustígurinn er alltaf brattur en ég er bara Brattur.

En kannski erum við samt skyldir ?
.

gomerpyle

.

 


mbl.is Líf og fjör á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður léttur leikur hjá United.

Já, það verður fróðlegt að sjá móttökurnar sem Owen fær á Anfield á morgun. Hann var dáður hér áður fyrr af stuðningsmönnum Liverpool og ég veit að innst inni þá þykir þeim vænt um hann, a.m.k. þeir íslensku Liverpoolarar sem ég þekki.

Veit um einn sem verður á Anfield á morgun... held reyndar að sá góði drengur sé skýrður í höfuðið á Sir Alex... Axel heitir sá góði drengur.

Ég sendi honum hlýjar kveðjur og vona að hann skemmti sér vel á leiknum.

En miðað við það að allt er nánast í rjúkandi rúst hjá Liverpool þessa dagana... töp á töp ofan og Benni stjóri í tómu bulli... þá reikna ég með öruggum sigri minna manna...

Mín spá Liverpool 1 - Man. United 4  og Gary Neville með 2.
.

_44554886_neville_pa300

,


mbl.is Alex Ferguson: Owen mun ekkert láta trufla sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjaldur Hermannsson

Einu sinni var maður sem aldrei gat sagt neitt fallegt.

Hann kunni engin orð nema ljót. Þessi maður hét Tjaldur. Pabbi hans var hermaður sem enginn vissi hver var eða hét. Strákhvuttinn var því aldrei kallaður annað en Tjaldur Hermannsson.

Tjaldur var illa innrættur og illa upp alinn. Hann nærðist á því að tala illa um annað fólk.

Hann kallaði menn nöfnum eins og "Heimska ketti" "Þroskahefta" "Kommúnista" "Veiðiþjófa" "Lýðskrumara" "Beinasna"... konur kallaði hann aldrei annað en "Kerlingaálftir".

Hann var svo orðljótur að amma hans var hætt að bjóða honum í pönnukökur og súkkulaði og kallaði sú góða kona ekki allt ömmu sína.

En svo kom að því að Tjaldur dó. Og eins og með alla sem deyja, þá reyndi hann að komast inn í himnaríki.
Tjaldur bankaði heldur ruddalega á dyr himnaríkis. Lykla Pétur var á vaktinni og opnaði rifu á hliðið.
.

 RonDiCianni-HeavensDoor

.

Af hverju varstu svona lengi að opna kommatitturinn þinn, hreytti Tjaldur út úr sér.

Slappaðu nú aðeins af Tjaldur minn, svaraði Lykla Pétur og dæsti... slappa af, slappa af, hálf öskraði Tjaldur... ég er ekki kominn alla leið hingað til að slappa af heimski kötturinn þinn...

Þá byrsti Lykla Pétur sig og sagði; það voru 1 % líkur á því að þú ættir möguleika á því að komast inn í himnaríki þegar þú barðir að dyrum... nú hefur þú klúðrað því félagi Tjaldur... þú þarft því núna að ganga eftir stígnum þarna og beygja til hægri við Rökkurtréð... þá kemur þú á veg sem liggur beint til helvítis... og hypjaðu þig af stað...

Tjaldur gretti sig og hvæsti að Lykla Pétri... það er allt í lagi því í himnaríki eru eintómir helvítis vinstri menn... ég á þó von á að hitta félaga mína á hægri vængnum hjá kölska... segðu svo kerlingarálftinni honum Jesús að hann sé lýðskrumari og beinasni...

Með það var Tjaldur rokinn. Pétur hristi hausinn, lokaði dyrum himnaríkis á eftir sér og læsti.
.

 devil

.

 


Konur sem hata karla.

Ég hitti kunningja minn á förnum vegi um daginn.

Hann fór að tala um mann sem  hann þekkir.  Gefum kunningjanum orðið:

Hann er búinn að vera svakalega veikur, með krabbamein og löngu hættur að vinna þess vegna.

Konan er náttúrulega farin frá honum eins og við mátti búast, því það er vísindalega sannað að konur yfirgefa frekar menn sína ef þeir veikjast heldur en að karlar yfirgefi konur sínar ef þær veikjast.

Ég varð hálf klumsa enda kann ég ekki skil á öllu sem er vísindalega sannað.

Ég dirfðist samt að spyrja; Er það virkilega vísindalega sannað ?

Já, vinur minn það er sko vísindalega sannað svaraði kunninginn með mikilli áherslu á "vísindalega".

Fyrirfram hefði ég haldið að þessu væri öfugt farið.

.

538px-Man-and-woman-icon.svg

.


Maður eða mús ?

Einn af köttunum kom með mús inn í húsið í gær.

Músin var í þvottahúsinu þar sem allskonar dót er og auðvelt að fela sig ef maður er mús.

Það gengur náttúrulega ekki að hafa mús í húsi til lengdar, þannig að ég vígbjó mig til orustu við músarræksnið.

Þvottahúsið hafði verið lokað í dágóðan tíma þannig að músin kæmist ekkert annað.

Ég byrjaði á því að tosa sokkana yfir buxnaskálmarnar, þannig að músin gæti ekki hlaupið þar uppundir og setti á mig neongræna uppþvottahanska.

Opnaði því næst dyrnar á þvottahúsinu og gægðist inn... allt virtist með kyrrum kjörum en það var spenna í lofti.
 
Ég pírði augun eins og fálki, skannaði hvern krók og kima... og viti menn... undir samanbrotnum garðstólum lá kvikindið grafkyrrt... já hugsaði ég... gamla trixið... þykist vera dauð og ræðst svo á mig þegar ég reyni að ná henni...
.

 mouse

.

Fyrir utan neongrænu gúmmíhanskana var ég líka með glæran plastpoka sem ég ætlaði að veiða músina í.
Ég kraup niður og skreið hægt eftir gólfinu í áttina til hennar með plastpokann einan að vopni. Þegar ég var kominn það nálægt að mér fannst ég geta gripið hana, þá datt mér í hug að leggjast alveg á gólfið og þykjast vera dauður líka... fella músina á eigin bragði... þarna var ég snjall...

Ég opnaði annað augað og kíkti á hana... hún hreyfði sig ekki og hélt örugglega að ég væri í alvörunni dauður... þá kom að því... á eldingshraða skellti ég plastpokanum yfir hana og....... bingó, hún var föst í netinu.

Hróðugur opnaði ég elshúsdyrnar og sigri hrósandi sýndi ég eiginkonunni bráðina... nú yrði konan stolt af mér. Konan leit á músina í pokanum og sagði svo lágt... þetta er ekki músin.... nú sagði ég þá... víst er þetta mús... já en þetta er leikfangamúsin sem kettirnir eiga svaraði konan mín... og barðist við hláturinn...

Svona var sagan um það þegar ég veiddi mína fyrstu gervimús.

 


Maríus og Bakkus *** framhaldsaga

Einu sinni voru bræður sem hétu Maríus og Bakkus.

Maríus var fyllibytta en Bakkus hafði aldrei bragðað víndropa.

Maríus var alltaf að nudda í Bakkus bróður sínum; komdu nú á djammið kæri bróðir... fáum okkur kollu í kvöld... en Maríus hafði ekki árangur sem erfiði. Bakkus bróðir sagðist ekki vilja drekka.

Það ruglar bara kollinum á manni; svaraði Bakkus og maður gerir ýmislegt sem maður svo drullusér eftir.  Æ...i Bakkus... þú ert svo leiðinlegur... ég meina, kannski ekki leiðinlegur en afskaplega þreytandi; sagði Maríus og var langt frá því ánægður með bróður sinn.

OK sagði þá Bakkus skyndilega... ég skal detta einu sinni í´ða með þér... en bara einu sinni... og mundu það.

Maríus missti andlitið... á dauða sínum átti hann von en ekki þessu... Bakkus, Bakkus... þú þarft ekkert endilega að detta í´ða... ég var nú bara að grínast í þér...

Nei Maríus... nú skulum við koma þessu út úr heiminum. Ég hef bara gott af því að fá mér í glas og finna á mér, þá veit ég betur um hvað ég er að tala.

Maríus sótti flösku af Captain Morgan inn í skáp, klaka og kók; passaði sig á því að hafa blönduna ekki of sterka... hellti í glas og rétti Bakkusi...

Bakkus þambaði niður í hálft glasið... Maríus starði á hann og beið átekta...
.

 2489

.
Framhald.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband