Er nauðsynlegt að drepa þá?

... skil ekki af hverju verið er að berjast fyrir því að fá að veiða hvali... það er með engu móti hægt að selja nema lítilsháttar magn af hvalkjöti á innanlandsmarkað... Japansmarkaður er lokaður og hvalkjöt sem sent var til Japans í fyrra að verðmæti eitthvað á annað hundrað milljónir er að skemmast í geymslu þar ytra... Japanskir hvalveiðimenn hafa komið málum þannig fyrir, að ekki er möguleiki að flytja inn hvalkjöt til Japans... punktur...

... ef hvalveiðar eiga að halda áfram við Íslandsstrendur, þá verður bara að gera út á sportið... selja ríku fólki veiðileyfi til að leika sér að drepa þessar skepnur... við komum aldrei til með að selja hvalkjöt að neinum marki...

... viljum við það???

.

subsistence-whale-hunt_2078

.


mbl.is Leggja áherslu á hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sló mig

... tvö atvik úr vinnunni í dag...

Mér var réttur sími í dag, svona þrálaus borðsími, eða hvað maður getur kallað hann. Ég var að brasa eitthvað og greip símann og sagði nafnið mitt, eins og ég svara venjulega í símann.

Ég heyrði óm í manni sem var að selja mér vörur, sem ég panta reglulega í hverri viku... Það er eins og þú sért í Kína sagði ég, það heyrist ekkert í þér. Getur þú ekki talað hærra?

Maðurinn hækkaði róminn, en samt var hann ennþá í Kína. Ég bað hann aftur að tala hærra. Nú greindi ég aðeins hvað hann var að reyna að segja. Hann var nánast farinn að öskra, en samt svo óralangt í burtu að ég náði ekki öllu sem hann var að segja.

Það endaði með því að ég sagðist myndu slíta samtalinu og bað hann að hringja aftur. Þegar ég hafði lagt á leit ég á símtólið og sá að ég hafði snúið því öfugt, var allan tímann að tala í öfugan enda.

.

 paa144000038

.

Nú eftir þetta fór ég að brasa við að koma ruslagrind saman sem ég hafði verið að fá. Svona ruslagrind á hjólum. Þurfti að setja svartan ruslapoka í hana. Til að festa ruslapokann á hringinn efst var teygja. Á teygjunni var einhver plasthringur. Mér tókst að losa teygjuna, en þá spýttist hún framan í mig, og þessi harði plasthringur auðvitað beint  í augað.

Já, svona eru nú sumir dagar... stríðnispúkadagar. En ég er enn á lífi.

Það var heldur ekki góður dagur hjá þessum hérna að neðan.

.

 crap

.


Súperlið framtíðarinnar?

Já, það er hugsanlega hægt að gera súperlið með miklum peningum, en ég held nú að það þurfi alltaf að vera hjarta í hverju liði... menn sem eru kannski ekkert sérlega góðir fótboltamenn, en leggja sig 150% fram í hverjum leik... Man. United hefur verið svo heppið að hafa slíka menn í sínum röðum í gegnum tíðina... nú t.d. Giggs, Scholes, Gary  Neville, Fletcher...

Lið sem er sett saman úr eintómum súperstjörnum... getur jú verið gott... en það eru bara snillingar eins og Alex Ferguson sem geta séð og fundið út hvaða týpur þarf að velja saman til að búa til sigurlið...

.

344w7x1

 


mbl.is Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mari - létt draugasaga

... einu sinni var maður sem hét Mari...

... á sama tíma var draugur sem hét Lafmundur... Lafmundur var myrkfælinn... hann átti enga vini sem hann gat leitað til þegar hann þurfti sem mest á því að halda... á köldum vetrarnóttum þegar tungl óð í dimmum villtum skýjum...

Og af því að draugar geta fylgst með þeim sem eru lifandi, þá fór Lafmundur draugur að leita að lifandi mannveru sem hann gæti hugsað sér að yrði félagi hans þegar sú færi yfir móðuna mikla...

... þið þekkið orðið lafhræddur... það er einmitt ættað frá draugnum okkar... vera skíthæddur, lafhræddur eins og draugurinn Lafmundur...

... Lafmundur var búinn að leita í mörg ár, en aldrei fann hann neinn sem honum leist á, fyrr en allt í einu að hann las í 24 Stundum um mann sem vann hjá Hagstofunni... sá maður hét Mari... allan ársins hring fór hann eftir vinnu niður að tjörn og gaf öndunum brauð... hvort sem það var gott veður eða vont... dimmt eða bjart... oft var hann einn, sagði hann í viðtalinu... og óhræddur þrátt fyrir allt myrkur...

.

 weather4

.

Já, hugsaði Lafmundur draugur. Íslenskur andavinur, kjarkmikill, vingjarnlegur, en samt örlítið væskilslegur... why not... svo fletti hann upp í skránni með dánardægri hans Mara... ohh... hann átti eftir að lifa í 25 ár í viðbót... hann nennti ekki að bíða svo lengi eftir honum...
Það væri bara best að fá hann strax... flýta aðeins fyrir dauða hans... þó hann vissi að það væri ekki vinsælt á æðstu stöðum...

Daginn eftir þegar Mari fór niður að tjörn, var dimmt og kalt... skafrenningur... en hann lét það ekki á sig fá og hóf að henda brauði með sólþurrkuðum tómötum í endurnar... hann var svangur og stakk upp í sig bita... honum fannst allt í einu eins og það væri einhver fyrir aftan hann og snéri sér við... hann varð skelfingu lostinn þegar hann sá Lafmund standa þarna og glotta...

Brauðið stóð í honum, hann gat ekki andað... féll á hnén, datt fram fyrir sig...

... svo dó Mari.

.

 DavidHockneyInsidethecastleweb

.

 


Próf

.

 lefton_lefton_figurines_no_box_P0000014627S0077T2

.

Nú ætla ég að segja ykkur söguna af því þegar ég var lítill drengur og átti að fara í lestrarpróf.
Ekki veit ég hvernig þessi próf eru gerð í dag, en í þá daga var lagt fyrir blað sem átti að lesa af og kennarinn var með skeiðklukku... svo var lesið eins hratt og maður gat og helst rétt þar til tíminn var búinn...  þetta var hrikaleg keppni við klukkuna og spenna í loftinu...

Próf

"Farið þið með faðirvorið
drengir mínir
þá gengur ykkur vel"

Svo mælti mín guðhrædda amma.

Lestrarpróf  í skólanum
og við með í maganum

krakkarnir kölluð inn í skólastofuna
í stafrófsröð.

Faðir vor þú sem ert á himni...

Þér rétt blað
í sveitta lófa.
Ógnvaldurinn á borðinu:

Skeiðklukkan.

... því að þitt er ríkið
mátturinn og dýrðin
að eilífu am...

BYRJA!

En faðir vor
breytti litlu.
Okkur gekk ekkert betur.
Vorum svona
fyrir ofan og neðan
miðjumenn.

En helvítið hún Pálína
efst eins og alltaf.

Ekki vissum við til
að hún færi með bænir.

 


Mörgæsamaðurinn

... hann var kominn upp í rúm... tók með sér mörgæsabókina sína...  það var svo notalegt að skríða undir sængina og draga upp að höku... hann hafði klætt sig í kjól og hvítt eins og venjulega á föstudagskvöldum...

Honum fannst fátt betra þessi kvöld en að vera undir sænginni og lesa um mörgæsirnar sem vöppuðum um í fimmtíu stiga frosti á Suðurskautslandinu... ...hann var þakklátur Guði fyrir að hafa ekki látið sig fæðast sem mörgæs... undir sænginni leið honum eins og mörgæsarunga á fótum mömmu sinnar með heitan maga hennar yfir sér...

... þrátt fyrir að hann var feginn að vera ekki mörgæs, blundaði í honum draumur um að fara í ferð á Suðurskautslandið og dvelja meðal mörgæsa... hann hafði ekki imprað á þessu við nokkurn mann... var viss um að hann yrði talinn galinn...

... það var bara einhver þrá í honum að kynnast þessum dýrum betur... einhver vöntun myndu sálfræðingar segja...

... hann lagði frá sér bókina og lokaði augunum... sá fyrir sér mörgæsahóp þjappa sér saman í nístings vindi... hópurinn myndaði hring, dýrin hlýjuðu hvort öðru...

... hann teygði sig í auka sængina og faðmaði hana að sér...

.

 pingvin03

.


Ljóðavíma

... nú er ég í einhverjum ljóðaham... mér finnst gaman að taka mér ljóðabók í hönd og fletta henni... oft rekst maður á miklar perlur, svo fallegar að maður fer í vímu... ljóðavímu...

... mér finnst gömlu skáldin flottust... Steinn Steinarr í uppáhaldi, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson og já, Halldór Laxness sem var betra ljóðskáld en skáldsagnahöfundur að mínu mati...

Hér er kvæði eftir einn sem ég nefndi ekki hér að ofan... einhverjir kannast kannski við það aðrir ekki eins og gengur... um hann var sagt;

Hann var mikill persónuleiki, harður og viðkvæmur í senn, opinskár
og meinfyndinn í skáldskap sínum. Hann hafði alltaf mikla samúð
með öllum minni máttar hvort sem það voru dýr eða menn.
Ljóð hans eru  mælsk og ljóðræn og orðfærið er auðskilið.

.

 

 þorsteinn_erlingsson

.

Hér er ljóðið: (reyndar bara fyrra erindið)

Sólskríkjan.

Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.

Vitið þið eftir hvern þetta er, án þess að googla?

.

2527861855_6a6ef86dfd

.


Fiðrildið

Eins og fiðrildi
þú flögraðir
inn í líf mitt

Ég hafði aldrei
fundið slíka ást
því brosið þitt

það lýsti
upp allan heiminn
eins og bál

Ó, ástin mín
þú gleður
mína sál

.

 adc-6-butterflies-small

.


Himneskur fótbolti

Váááá.... Liverpool... Chelsea... nú nötrið þið í hnjánum... United með vængbrotið lið... stjórnuðu leiknum í kvöld eins og sá sem valdið hefur...

... himneskur fótbolti a la Manchester United...

.

 stairway_to_heaven

.

Ég hlakka svo til að mæta Púllurunum 13. september... fer þá í bakaríið og kaupi mér muffins með súkkulaði til að halda upp á sigurinn...

.

muffins

.


mbl.is Alex Ferguson: Spiluðum frábæran fótbolta á köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar að versla í Tiffany

... sá smá brot af viðtali við J.K. Rowling í sjónvarpinu áðan... þá sem skrifaði Harry Potter bækurnar... hún er orðin svo rík að hún getur verslað jólagjafirnar í Tiffany... verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað Tiffany er... en það er greinilega búð sem selur rándýrar vörur...

Þá fór ég að hugsa um allt það sem ég hefði geta orðið... og jafnvel orðið ríkur á því...

Hefði geta orðið atvinnumaður í fótbolta... var nokkuð seigur í hægri bakverðinum...
Hefði geta orðið stórmeistari í skák... já, bara sleipur í skákinni einu sinni...
Hefði geta orðið maraþonhlaupari... hljóp einu sinni heilt maraþon og nokkrum sinnum hálft...
Hefði geta orðið járnmaður... atvinnu Ironman... keppti nokkrum sinnum í þríþraut... hlaupa, hjóla synda...
Hefði geta orðið skáld... já, kannski get ég enn orðið skáld, moldríkt skáld... ég ætla að spá aðeins betur í það... ég held ég sé alveg að fá hugmynd sem slær í gegn...

Og þá get ég framvegis gert jólainnkaupin í Tiffany... hvað langar ykkur í, í jólagjöf?

.

96832

.

Smáa letrið; Slá í gegn, slá í gegn, af einhverjum völdum hefur það reynst mér um megn Whistling.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband