Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þegar Neville er tilbúinn...

Þetta er gott að heyra. Gary vinur minn Neville kominn í gang og er tilbúinn í lokaslaginn... þá fær ekkert stöðvað United... veit að andstæðingarnir titra nú af hræðslu...

Ég spilaði einu sinni fótbolta (lygilegt en satt) og var þá einmitt hægri bakvörður eins og Neville. Ég hef því haldið í laumi upp á Gary Neville í allmörg ár. Maðurinn er náttúrulega snillingur og í mínum huga betri fótboltamaður heldur en t.d. Steven Gerrard hjá Liverpool...

En ég er líka alveg að verða tilbúinn í lokaslaginn. Er að jafna mig á smá tognun í litlaputta. Er hjá sjúkraþjálfara og sýni framfarir dag frá degi.

Alex býst við að ég komi við sögu í næstu leikjum.
.

neville_280x390_458696a

.

Sé alltaf eftir Phil bróður sem fór til Everton. 

 


mbl.is Neville tilbúinn í lokaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáta.

Gáta. 

Hver er eins og kálfur?
Aldrei fullur bara hálfur? 
Með smitandi hlátur
Er brattur og kátur
Ha, ha... þessi er létt; ég sjálfur!
.

clown%20hair%20web

.

 


Baráttusöngur og merki flokksins

Nú hefur baráttusöngur Önd-vegis-flokksins verið saminn.

Brattsjónallinn.

Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum

sem ástundiðá kvöldin karate

nú Brattur safnar saman bröööööndum

boðar kaffi og jurtate

Dabbahyski við hendum í sjóinn

hrööööökvum aldrei í kút

við áttum lóur en hann át þær kjóinn

einsog að þamba ööööööl af stút.

 

Þó að mööööörgæsin sé mööööögur

við möööööölvum Geirinn í dag

því Brattsýnin er fööööögur

og fóðurblanda allra í Haag.

HÖf.: Guðni Már

Þá er í gangi leit að merki flokksins... hér er ein tillagan...  kæru félagar hvernig líst ykkur á... einhverjar aðrar hugmyndir?
.

 

 

duck

.

Bara til að útskýra þá er þetta önd sem hefur verið vegin.

= Önd-vegis-flokkurinn.


Ég er líka móðgaður

Mér fannst Davíð vega ómaklega að Ö flokknum í ræðu sinni... hann minntist ekki einu orði á Önd-vegis-flokkinn í ræðu sinni...

Hann hefði nú geta sagt að Önd-vegis-flokkurinn og formaður hans liti út eins og kálfur eða eitthvað í þá veruna... vond auglýsing er betri en enginn... ég er bara fúll eins og Villi.

En það er algjör dásemd að sjá sundraða Sjálfstæðismenn þessa dagana. Þeir þurfa enga andstæðinga... þeir sjá um þetta sjálfir og skemmta landanum í leiðinni...

Ég held þeir endi bara í 11-12% í næstu kosningum, verði minni en Framsókn... þá ætla ég að skjóta upp flugeldum og baka pönnukökur.
.

 firework_1327

.


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávaxtaorðin

... ég er sérstakur áhugamaður um grænmeti og ávexti... borða kannski aldrei nóg af þessum holla mat en finnst eiginlega allt gott í þessum flokki... kannski ekki greipið... og kartöflurnar verða að breytast í mús svo mér líki við þær...

... við notum talsvert af orðum úr ávaxta- og grænmetisheiminum í venjulegum samræðum, rituðu máli o.s.frv.

Hún kálaði honum. Af hverju ekki; Hún Icebergaði hann... eða hún blómkálaði honum...
.

 vegetable-comp-32

.

Sjáðu litla barnið... rosaleg rúsína er hún (held þetta sé aðallega sagt um stúlkubörn, ég var a.m.k. aldrei kallaður rúsína á smábarnaárum mínum)
Af hverju segum við ekki... sjáðu litla barnið... rosaleg plóma er hún...

Hann er með svakalegt kartöflunef... við segjum ekki; Hann er með svakalegt  papriku nef...

Hann er alveg á perunni...  en ekki; hann er alveg á ananasnum.
.

 ananas2

.

Laukur ættarinnar... en ekki; kúrbítur ættarinnar... (nema að það sé hundur)

Hún er með eplakinnar... en ekki; hún er með kiwikinnar... (nema hún hafi gleymt að raka sig)

Gúrkutíð... en ekki radísutíð

Brattur kveður með bananasplitti og biður ykkur að tala fallega í ávaxtatorgum.
.

BananaBoy
.

P.S. hvernig veit agúrkan að hún er ekki ávöxtur?

 


Jesús hló að öllu saman

Ég tala stundum við Jesú. Ég spurði hann í kvöld hvað honum þótti um landsfund Sjálfstæðismanna í dag... ræðuna hans Davíðs... Skattmann brandarann hennar Þorgerðar Katrínar... Hannes Hólmstein og Vilhjálm Egilsson í fýlu.

Jesús svaraði... var þetta landsfundur Sjálfstæðismanna???

Ég hélt ég hefði verið á landsfundi hjá Lionsklúbbnum Fálkarnir... , hver var þetta sem var að herma eftir mér? ... sá þarf að æfa sig betur... og svo hló Jesús hátt...
.

 Smiling%20Jesus%20300%20pix

.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brattur er gvÖÖÖÐ

Landsfundur Ö listans var haldinn í morgun í þvottahúsinu.

Undirritaður var kosinn formaður, varaformaður og ritari með nettu lófataki og einu litlu lóukvaki sem barst inn um gluggann úr skítakuldanum.

Þá mun undirritaður vera í 1. sæti á lista flokksins í öllum kjördæmum. Er það í fyrsta skiptið sem slíkt er gert. Ö flokkurinn ríður því á vaðið og verður fyrsti flokkurinn í sögu Íslands (Guð blessi Ísland) til að taka upp einmenningskjördæmi.

 Ö flokkurinn er rosalega OPINN flokkur þar sem allar skoðanir rúmast innan dyra. Á leiðinlegar skoðanir verður hlustað en ekkert gert með þær.

Ö flokkurinn hefur fÖÖÖgur fyrirheit og berst lÖÖÖðursveittur alla daga fyrir að koma manni (ákveðnum manni) á þing.

Eitt af helstu umræðuefnunum á landsfundinum var kosningavakan og veitingar sem þar verða í boði. Ritarinn stakk upp á því að hafa kalt ÖÖÖÖÖÖÖÖl og mikið af því. Var þeirri uppástungu ákaft fagnað og má ennþá heyra húrrahrópin berast úr þvottahúsinu. Gríðarleg stemming er á landsfundinum.

En eins og landsmenn vita þá hefur Ö flokkurinn bara eitt stefnumál og má lesa um það HÉR.
.

Beer%20Festival%20Poster%20Art%20002

.

Brattur er gvÖÖÖð, mÖÖÖÖrgæsir á Vatnajökul, ÖÖÖReigar allra landa sameinist!!!!

Kjósum ÖÖÖÖ listann i vor.


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gef kost á mér

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í framboð fyrir nýjan flokk sem heitir "Brattsýnisflokkurinn". Hef ég sótt um og fengið úthlutað listabókstafnum Ö

Bloggvinur minn hann Guðni Már hvetur mig til framboðs og undan því verður ekki hlaupið.
Ég hef hugsað mér að vera ekki deild í áttflokkunum (var áður fjórflokkar en hefur fjölgað) heldur vera flokkur, svokallaður "One man bandító"

Eftirfarandi mál set ég á oddinn:

Mál nr. 1)

Ég vil flytja inn mörgæsir og sleppa þeim á Vatnajökul.
Þær myndu draga að aragrúa erlendra fuglaskoðara sem myndu kaupa af okkur mörgæsafóður í tonnavís.
Mörgæsafóðurblöndunarstöð verði byggð á Bolungarvík til að sinna markaðnum.
Með því móti myndum við þurfa að stofna nýtt flutningsfyrirtæki og leggja hálendisveg eða jarðgöng frá Bolungarvík að Vatnajökli. Mikil atvinnusköpun fylgir þessu eins og gefur að skilja.
Þá gætum við lagt af öll áform um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Mörgæsafóðurblöndunarstöðin verði fótstigin og mjög umhverfisvæn.

Fleira hefur mér nú ekki dottið í hug sem getur komið okkur til bjargar á þessum erfiðu tímum.

Guð blessi Ísland.

Munið Ööööööööö flokkinn........... fullur......  Brattsýni.
.

penguin

.

Þyrfti kannski að biðja ykkur lesendur að hjálpa mér að finna slagorð...


mbl.is Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utangátta

Ef að fleiri vilja Bjarna, þá er ég ekki í hópi "fleiri"... og ef að færri vilja Kristján... þá er ég heldur ekki í hópi "færri"...

... mér finnst ég vera utangátta og hálf einmana í þessari pólitík... samt finn ég fyrir meðbyr þessa  stundina
.

lonely_teddy_card-p1379025263487488603v24_400

 


mbl.is Fleiri vilja Bjarna en Kristján
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég líka

... ég var líka eitthvað hálf slappur í morgun... held að ég hafi veikst í nótt um allt að  3% svo ekki getur nú þessi króna verið að kvarta mikið...

.

 sick

.

Ath. myndin af mér var tekin þegar ég var orðinn 2% veikur. Ég lít mun verr út núna.


mbl.is Krónan veiktist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband