Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
T. Rex fundinn!
7.8.2008 | 19:42
Tyrannosaurus Rex er fundinn... hann var í frekar fúlu skapi þegar hann fannst, var grettur í framan og gramur, enda búinn að hafa það ferlega kósý í dágóðan tíma þegar ró hans var raskað... og skal ég segja ykkur, hrikalega andfúll...
... annars minnir þetta nafn, Tyrannosaurus Rex eða T. Rex, mig á nafn á saxafónleikara í jazzhljómsveit sem enginn þekkir...
.
.
Forfaðir grameðlunnar fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einu sinni var ég messi
7.8.2008 | 13:42
... 17 ára gamall fór ég sem messagutti á millilandaskipi til Evrópu... fórum til Svenborg í Danmörku, Hamborgar, Rotterdam og Hull... fyrsta skiptið sem ég kom til útlanda... mikil upplifun...
... en ég var svo hrikalega sjóveikur... tældi með mér mávager frá Íslandi sem fögnuðu ógurlega þegar ég birtist á borðstokknum og fæddi þá alla leið yfir Atlandshafið... úff hvað þetta var erfið lífsreynsla... ég svitna enn þegar ég hugsa um þetta...
... en þó ég hafi verið messi, reyndar með litlum staf, komst ég aldrei í Argentíska landsliðið... kannski bara af því að ég er Íslendingur...
.
.
Messi í liði Argentínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
United óstöðvandi
7.8.2008 | 11:35
... mikið er gott að þetta mál er úr sögunni... líst vel á veturinn fyrir okkur United menn, tala nú ekki um ef Berbatov verði keyptur, en lítið hefur heyrst af því máli upp á síðkastið...
... Ronaldo er mikill gleðigjafi á vellinum, að ég tali nú ekki um Rooney... Tevez... Giggs... Ferdinand... Vidic... Nevellie... Anderson... Scholes...þvílíkt lið...
... ég hef enga trú á öðru en að United vinni deildina heima fyrir, baráttan um 2.-4. sætið verður líklega hörð...sé ekki að nokkurt annað lið geti ógnað 1. sætinu... og svo er bara að taka bikar og Evrópumeistaratitilinn líka...
... hlakka mikið til að horfa á boltann í vetur... þetta verður bara gaman...
.
.
Ronaldo: Verð hjá United næstu leiktíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ske og Bergsæll
7.8.2008 | 00:05
... einu sinni var maður sem hét Ske... hann sat úti í lystigarði á mosagrænum bekk og grét... kom þá að grasálfur sem hét Bergsæll... hvað er að Ske? spurði grasálfurinn...
... ég er búinn að týna úrinu mínu, kjökraði Ske... af hverju þarftu úr Ske minn, spurði Bergsæll álfur... til að fylgjast með tímanum svarða aumingja Ske... en það breytir engu með tímann hann fer alltaf á sínum hraða hvort sem þú ert með úr eða ekki, hélt Bergsæll áfram... en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim í mat, snökti Ske... þú ferð bara þegar þú ert svangur Ske minn, sagði álfurinn hughreystandi... en ég veit ekki hvenær ég á að fara heim að sofa stundi Ske þunglega... þú ferð bara þegar þú verður syfjaður, svaraði Bergsæll álfur ... og tíminn það er það eina sem nóg er til af... hann klárast aldrei..
... er þá ekkert að þó mig vanti úr, spurði Ske og var hættur að skæla...
... og álfurinn svaraði brosandi; nei, það er ekkert að Ske...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óráð
6.8.2008 | 22:29
... allir vita hvar ráðin eru í manni... jú, undir rifjunum... en hvar í ósköpunum skildu óráðin vera...
... ég er mát...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég og Langjökull
6.8.2008 | 18:44
... margt líkt með mér og Langjökli... ég reikna með að ég hopi alla 21. öldina og verði líka horfinn með öllu um miðja næstu öld, ef ekki fyrr.
.
.
Langjökull horfinn eftir öld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Ómar!
6.8.2008 | 13:33
Þetta eru gleðifréttir. Ómar Ragnarsson er sá maður sem þekkir landið best allra Íslendinga og veit svo sannarlega hvað hann er að segja. Ómar er hugrakkur og hefur fengið margt skítkastið frá löndum sínum vegna baráttu sinnar en ekki látið deigan síga.
Viss um að í framtíðinni á fólk eftir að minnast hans með þakklæti.
Til hamingju Ómar!
.
.
Ómar Ragnarsson verðlaunaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spennandi keppni í mótmælum
6.8.2008 | 11:58
... keppnin í mótmælum á Ólympiuleikunum hefst á laugardaginn eða kl. 03:03 að íslenskum tíma...
... fyrir þá sem ekki vita þá er notaður tommustokkur úr bambus í þessari merku grein... tveir eru í hverju liði...
... annar keppandinn, sem kallaður er "hendirinn" fírir tommustokknum eins og spjóti í lítið kökumót... hinn liðsfélaginn sem kallaður er "mælirinn"... hleypur þá á fullu spítti að kökumótinu, tekur upp bambustommustokkinn og mælir kökumótið... hann kallar svo upp töluna sem hann les af stokknum á kínversku... zigangzu-bullibulli... sem þýðir tuttugu og tveir komma þrír...
... hendirinn reynir að heyra hvað mælirinn er að segja og kallar til baka huruhuruhuru... sem þýðir, vel gert...
Síðan leggur dómarinn saman þrjú atriði; hvar hitti tommustokkurinn kökumótið... hve langan tíma það tók mælinn að hlaupa frá hendinum að kökumótinu... og að lokum hve nákvæm mælingin var...
Árangurinn er mældur í bröggum.
Heimsmetið í þessari grein er 55,5 braggar.
.
.
Mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svífum hærra
6.8.2008 | 10:23
... þetta eru stórkostlegar fréttir... ég sem hélt að við værum alveg búnir að vera í fótboltanum... vonandi færir þetta strákunum okkar aukinn kraft og bjartsýni... ég þori varla að vona að næst verðum við komnir í 96. sætið...
.
.
Ísland upp um eitt sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ketill
5.8.2008 | 22:54
Ketill gat verið ískaldur... á morgnana... og morgunfúll... en svo þegar búið var að setja hann í samband varð honum fljótt heitt í hamsi.
Annars var hann bara nokkuð skapgóður og blíður miðað við það að vera úr járni. Og þegar vatnið sauð í honum, þá söng hann suðuvatnsbúbblulagið af hjartans lyst. Mjög fallega sungið, miðað við það að hann Ketill var úr járni og algjörlega hjartalaus.
Eigandi Ketils var hinsvegar ekki úr járni, hann var úr efni sem kallað var hold og blóð. Hann var einnig með hjarta. Hjarta hans var alltaf hálf kalt. Hann var með napurt hjarta.
Katli langaði að kenna eiganda sínum suðuvatnsbúbblulagið og sjá hvort ekki væri hægt að bræða hjarta hans. Fá hann til að hafa gaman af lífinu. Því Ketill fann það á eigin skinni, sem þó var úr járni, að söngurinn bætti geð hans.
.
.
Einn morguninn þegar kaldrifjaði eigandi hans kom fram í eldhús og stakk Katli í samband, þá söng Ketill fegurra en hann hafði nokkru sinni gert fyrr.
Og viti menn, karlskarfurinn byrjaði að muldra með, ekki beint syngja, en tafsaði búbbl, búbbl, búbbl... og svo kom lagið með smá saman... dimmri bassaröddu.
Blaðburðadrengurinn sem kom á hverjum morgni rak upp stór eyru, fúli karlinn var að syngja og einhver var að spila undir... búbbl, búbbl.
Blaðburðadrengurinn fór syngjandi frá húsinu, söng hástöfum suðuvatnsbúbblulagið meðan hann var að bera út afganginn af blöðunum. Þetta var svo skemmtilegt lag.
Enn þann dag í dag er talað um káta daginn í þorpinu þegar allir þorpsbúar lærðu að syngja suðuvatnsbúbblulagið... en enginn veit hver samdi það nema þeir sem lesa þessa sögu.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)