Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Grjón

... rakst á þetta spakmæli á netinu... hljómar kínverskt...

... á þetta bara ekki vel við núna á krepputímum... þar sem bil ríkra og fátækra er alltaf að aukast á Íslandi?

... við höfum ekki alltaf þörf fyrir allt sem við kaupum og viljum eignast...

Þótt þú eigir tíu þúsund ekrur lands, getur þú aðeins torgað einni skál af hrísgrjónum á dag; þótt í húsi þínu séu þúsund herbergi tekst þér aðeins að nýta átta fet á hverri nóttu.

.

rice

.

Ég ætla að reyna að muna eftir hrísgrjónaskál næst þegar ég er að því kominn að eyða í einhverja vitleystu.


Gáta

... hér kemur gáta í anda Dolla Dropa...

... maður fór upp á hálendið með poka af grasfræi, hélt á honum yfir vinstri öxl... Hann var með heitt súkkulaði í brúsa, sex kleinur og flatkökur með hangikjöti... einnig var í farteskinu suðusúkkulaði og hárbursti...

... hann kom að stað þar sem uppblástur var mikill... einstök rofabörð risu upp úr sandinum eins og óvökvaðir kaktusar í stórri forstofu...

... okkar maður hóf þegar aðgerðir, tók af sér bakpokann með nestinu og einnig fræsekkinn... hann fór úr vindjakkanum, lagði hann í sandinn og settist... hlustaði á kyrrðina í auðninni og varð hugsað til ömmu sinnar sálugu... hann sá hana fyrir sér sitja á eldhúskollinum heima og raula; Bjargið aldan, borgin mín...

... eftir tvo bolla af heitu kakói og tvær kleinur, stóð hann upp og hóf að dreifa fræjum...

Honum fannst hann vera partur af náttúrunni, partur af alheiminum, partur af Guði. Hann var að græða landið.

Og þá er nú gátan búin.

Spurningin er, hvað er þessi maður???

.

seeding

.

Smáa letrið; svar við gátunni kemur ekki fyrr en á sunnudaginn. Endilega glímið við hana þangað til.


Helgi góður

... mér fannst Helgi Seljan standa sig feikivel í þessu viðtali... stjórnmálamenn komast alltof oft upp með að svara ekki spurningum fréttamanna... Helgi fylgdi bara eftir spurningum sínum, sem Ólafi fannst erfitt að svara... viljum við ekki annars fá svör pólitíkusanna í svona viðtölum? Viljum við bara að þeir vaði út um víðan völl og tali um allt annað en spurt var um eins og Ólafur var að reyna að gera...?

Ég segi húrra fyrir Helga Seljan, frábær fréttamaður.

.

f_documents_and_settings_dui_kambur_000_desktop_helgiseljan

.


mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband