Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Bófa bitar
22.4.2008 | 22:09
Þetta er besta auglýsing sem Darri hefur nokkurntíma fengið... því ekki stelur maður harðfiski sem er vondur...
Ef ég þekki eigandann rétt, þá var nú ekki mikil skiptimynt á staðnum... hann sefur með peningana undir koddanum að eigin sögn... enda alltaf svolítið stífur í hálsinum...
En hvað sem öllu líður... þá er Darri / Eyjabitinn einhver besti harðfiskurinn sem hægt er að fá í dag...
Smá uppástunga til eigandans að lokum... Láttu útbúa nýja poka í hvelli með mynd af grímuklæddum ræningum utan á og textann:
.
.
Bófa bitar
Brotist inn í Darra Eyjabita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mývatnssveit í dag
22.4.2008 | 20:46
Keyrði um Mývatnssveit í dag...
Vindbelgur
.
.
Laxá í Mývatnssveit
.
.
Mývatn
.
.
Svanirnir sem svifu á brott í haust eru komnir aftur...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gátur
21.4.2008 | 22:36
1)
Bíll leggur af stað frá Reykjavík kl. 17:00 á föstudegi... hann ekur að jafnaði á 70 km hraða... annar bíll leggur af stað frá Akureyri kl. 18:00 en ekur á 80 km hraða...
Hvor bíllinn er nær Reykjavík þegar þeir mætast, þessi sem lagaði af stað frá Reykjavík, eða þessi sem lagði af stað frá Akureyri?
.
.
2)
Hvaða dýr er í korni?
.
.
3)
Sofnar maður fyrst og vaknar svo, eða vaknar maður fyrst og sofnar svo?
.
.
Sjaldan fellur eplið
20.4.2008 | 21:49
... var pínu montinn af syni mínum um daginn... reyndar er ég alltaf montinn af þessum strák...
Hann er verslunarstjóri í matvöruverslun úti á landi og sprellaði svolítið þann 1.apríl...
Þetta var skrifað í staðarblaðið um gabbið:
"Þriðjudaginn 1. apríl sl. átti ég erindi í Samkaup hér á Blönduósi og verð að segja að það var skemmtileg verslunarferð. Aprílgabb verslunarstjórans var með því betra sem ég hef séð. Ég gerði mér far um að vera svolítið lengi á kassanum og fékk mér svo kaffisopa áður en ég fór út, eingöngu til að fylgjast með fólki sem kom í búðina og sá skiltið góða, þar sem viðskiptavinir voru vinsamlega beðnir að fara út skónum vegna kvartana ræstingafólks út af óhreinum gólfum. Margir áttuðu sig á gríninu, vitandi hvaða dagur var, en nokkrir gerðu sig líklega til að taka af sér skóna, enda nokkrum skópörum stillt upp við skiltið svo allt liti sem trúlegast úr. Afgreiðslufólkið stoppaði svo þá trúgjörnu af áður en þeir fóru að arka um búðina á sokkaleistunum. Það var áreiðanlega mikið hlegið í Samkaup þennan daginn".
.
.
Líkur pabba sínum hehehehe....
..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dular
20.4.2008 | 14:20
... við erum búin að vera úti á verönd í morgun að drekka morgunkaffið okkar... reyndar er ég næstum því þekktur fyrir að drekka ekki kaffi... ég er te-maðurinn ógurlegi...
... drakk nýtt te í morgun sem heitir Dular... rosalega gott... drakk eiginlega of mikið af því...
... nú er ég orðinn Dularfullur...
.
.
Ég er að spá
20.4.2008 | 02:06
.
.
Ég á mér draum... hann er ekki flókinn... mig langar í banana... en ég á bara ekki fyrir honum...
Í gær borðaði ég 2 rúsínur... og Húsavíkur jógurt með jarðarberjabragði... er Húsavíkurjógúrtin framleidd í Reykjavík?
En nú er ég svangur... mig langar svo í banana... en það er kreppa, svo ég skil vel þó enginn vilji gefa mér peninga til að kaupa hann... svo eru allir hálf blankir eftir Hannesar Hólmsteins söfnunina...
Ég samdi ljóð í dag...
Banani banani banani
Lífið er rússíbani
Skildu menn lenda á Mars
í apríl?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Natt í Kakadú
19.4.2008 | 10:16
... þegar ég var að alast upp á Ólafsfirði, þá var eitt af því skemmtilegasta sem maður gerði, að fara í bíó... þrjú bíó á sunnudögum... bíóauglýsingar voru hengdar upp með teiknibólum á ljósastaur einn í bænum, sem alltaf var útataður í teiknibólum og pappírssneplum...
Bíóhúsið var þannig gert að niðri var salurinn þar sem fólki sat... uppi voru svo svalir... Bíóstjórinn hét Grímur...
.
.
Þegar búið var að hleypa krakkaskaranum inn í sal, biðum við spennt eftir að Grímur kæmi... hann þurfti nefnilega að ganga yfir þessar svalir til að komast inn í sýningarsalinn... svo það fór ekki framhjá nokkrum manni þegar hann var mættur á svæðið...
Og þegar hann birtist... hrópaði salurinn... Grímur er kominn... Grímur er kominn...
Grímur tók ofan hattinn og hneigði sig...
.
.
Stuttu seinna hófst svo bíóið... en svo komu stundum myndir sem voru bannaðar, yngir en 12 ára... Grímur var mjög sniðugur í því... hann tók nokkrar slíkar myndir og klippti þær saman í eina... tók verstu atriðin út... og kallaði þessa samsuðu "Ýmsar myndir"... yfirleitt voru þetta einhverjar stríðs- og/eða indíánamyndir... þetta fannst okkur krökkunum frábært... síðan komu íslenskar myndir eins og "Síðasti bærinn í dalnum"... og gott ef Gilitrutt var ekki sýnd líka... þvílík ófreskja... ég fæ enn hroll þegar ég nefni nafn hennar...
Seinna var svo reist nýtt félagsheimili þar sem bíósýningar héldu áfram... ýmsar ógleymanlegar myndir sá maður, eins og "Byssurnar frá Navarone" með Antony Quinn og fleiri köppum... Greifinn af Monte Cristo... Grikkinn Zorba...
.
.
Og svo man ég eftir einni mynd sem var hræðilega leiðinleg og hef alltaf sagt hana leiðinlegustu bíómynd sem ég hef nokkurn tíman séð... og hún hét því skemmtilega nafni "Natt i Kakadú" held að þetta hafi verið þýsk dans- og söngvamynd, eins og það hét nú... ef þið hafið tök á því að sjá hana...
....endilega ekki gera það...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vor í vetur
18.4.2008 | 19:58
... það er blankalogn úti núna, vorilmur í loftinu... Skógarþröstur syngur af innlifun á toppi hæsta trésins í götunni... vorið er yndislegt... boðar betri tíð með blóm í haga... en þó þessi vetur hafi verið grimmur... með miklum snjó og hrikalegum hvassviðrum, þá er búið að vera vor hjá mér í allan vetur...
...fallegt, hlýtt, yndislegt vor...
Vor í vetur.
Vindurinn bankaði
kalt á gluggann
inni í hitanum slógu
hjörtun í takt
það skipti ekki máli
hvort það snjóaði
endalaust
raunar áttu þau
enga ósk heitari
en að hús þeirra
fennti í kaf
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Öruggur sigur
18.4.2008 | 18:12
... jæja... þá er nokkuð víst að United fær ekki mark á sig gegn Blackburn... og ég er einnig nokkuð viss um að þeir raða nokkrum á þá... spái 0-4 og þá fer nú dollan alvega að verða klár...
.
.
Vidic og Nani klárir í slaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paur
17.4.2008 | 19:43
... undanfari hatta var mjög skemmtilegur hlutur... kallaður paur... af því að hattar höfðu ekki verið fundnir upp þá vissu menn náttúrulega ekki hvernig hattur ætti að líta út... þess vegna var fyrsti hatturinn sem framleiddur var, ekki hattur, heldur paur - og ekki vissu menn heldur að þessi hlutur ætti eftir að heita hattur... hvernig í ósköpunum gátu menn vitað það?... hvað eigðum við að láta þetta heita, sögðu Zwúpímenn..., (því auðvitað var fyrsti paurinn gerður í Zwúpílandi)... er ekki paur ónotað orð hjá okkur?
jú, enginn kannaðist við að það væri í notkun... svo það var bara ákveðið á stundinni...
Hér er svo mynd af paur... sem sumir kalla reyndar höfuðpaur...
Ef þið, kæru hlustendur, hafið einhverjar spurningar um Zwúpímenn og siði þeirra... þá endilega sendið mér línu...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)